Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 30
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi
Fullorðnir borga 920 krónur ofan
í og börn 310 krónur. Útisundlaug,
þrjár vatnsrennibrautir, barna-
vaðlaug, 2 heitir pottar, annar með
sérstöku kraftnuddi, iðulaug með
frábæru nuddi, 12,5 x 8 m innilaug,
eimbað beint úr Deildartunguhver,
sánabað og góð sólbaðs aðstaða.
Jaðarsbakkalaug, Akranesi
Fullorðnir borga 600 krónur en
börn til 17 ára fá frítt. Aldraðir með
lögheimili á Akranesi og í Hval-
fjarðarsveit fá frítt í sund.
Þarna er 25 metra útisundlaug
og einnig sána og vatnsrennibraut.
Pottasvæði var endurnýjað árið
2017 og er þar vaðlaug, tveir stórir
heitir pottar, þar af einn pottur
með vatnsnuddi.
Lýsuhólslaug
Laugin er aðeins opin yfir sumar-
tímann frá 11-20.30. Börn 6-17 ára
borga 200 en fullorðnir sléttan
þúsundkall. Lýsuhólslaug er
fyllt með vatni úr uppsprettu úr
nágrenninu og er vatnið talið hafa
róandi og bætandi áhrif á líkam-
ann. Lýsuhólslaug er náttúrulaug
með heilnæmum grænþörungum
og steinefnaríku ölkelduvatni þar
sem engum efnum, svo sem klór, er
blandað við vatnið.
Ólafsvík
Fullorðnir borga 900 krónur en
börn frá 10-16 ára borga 300 krón-
ur. Frábær laug í einstöku umhverfi
og þegar kvöldsólin baðar baðgesti
verður lífið betra en best. Laugin er
nýupptekin og aðstaðan frábær.
Stykkishólmur
Fullorðnir borga 950 krónur en
börn 6-17 ára borga 300. Vatns-
rennibrautin er heilir 57 metrar,
vaðlaug og tveir heitir pottar og
einn kaldur pottur. Þar er 12 metra
innilaug sem einkum er ætluð
sem kennslu- og þjálfunarlaug. Í
heitu pottunum er heilsuvatn sem
kemur beint úr borholunni við
Hofstaði.
Sundlaugin Húsafelli
Fullorðnir borga 1.300 krónur en
börn 6-14 ára borga 400 krónur.
Upphaflega byggð árið 1965
en síðan hafa miklar endur-
bætur verið gerðar á lauginni
og umhverfi hennar. Laugarnar
eru tvær, ásamt tveimur heitum
pottum og vatnsrennibraut.
Ómissandi í útilegunni.
Aðrar góðar á
Vesturlandi
Hreppslaug
Byggð 1928 af ungmennafélaginu
Íslendingi. Þar er eingöngu opið
yfir sumartímann. Hreppslaug
er friðlýst og er baðstaður með
sírennsli úr uppsprettum í nánasta
umhverfi laugarinnar.
Kleppjárnsreykir
Þetta er 25 metra útisundlaug með
heitum potti og sólbaðsaðstöðu.
Tilvalinn staður að koma á til að
vera í rólegheitum og slaka á í
notalegu umhverfi.
Varmaland
Útilaug með heitum potti og
sólbaðsaðstöðu. Salur til íþrótta-
iðkana til útleigu fyrir almenning.
Gufubað og nýendurbættur tækja-
salur.
Sundlaugar á Vesturlandi
Víða um landið eru stórkostlegar sundlaugar sem vert er að dýfa sér ofan í og njóta. Vesturlandið
er með einstakt úrval sundlauga. Þar má finna risastórar rennibrautir og skemmtilega útilegulaug.
Lýsuhólslaug er
fyllt með vatni
úr uppsprettu í
nágrenninu og
er vatnið talið
hafa róandi og
bætandi áhrif á
líkamann.
Vatnsrennibrautin er heilir 57 metrar og stórgóð skemmtun.
12 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RLANDSBYGGÐIN
Sveitarfélagið Hornafjörður er í mikilli sókn. Svæðið er rómað fyrir ótrúlega nátt-
úrufegurð og er mikil útivist-
arparadís. Þar búa tæplega 2.400
manns, en íbúum hefur fjölgað
umfram væntingar undanfarin ár.
Matthildur Ásmundardóttir bæj-
arstjóri segir að helst megi þakka
auknum fjölda ferðamanna fyrir
þessa fjölgun. „Þetta er í grunninn
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
samfélag. En ferðaþjónustan hefur
vaxið hratt á undanförnum árum
og er orðin svipuð að stærð og
sjávarútvegurinn,“ segir hún.
Aukinn ferðamannastraumur
hefur leitt af sér fjölgun atvinnu-
tækifæra í sveitarfélaginu.
Starfsemi í kringum Vatnajökuls-
þjóðgarð hefur ef lst mjög hratt.
Fjölbreytt fyrirtæki hafa sprottið
upp sem byggja starfsemi sína í
kringum íshellaskoðanir, jökla-
ferðir, siglingar, kajakferðir og
f leira.
„Við erum líka með mjög góða
veitingastaði, sem hafa sprottið
upp síðustu ár. Fyrir tíu árum var
hægt að velja úr svona tveimur
til þremur stöðum, mestmegnis
skyndibitastöðum, en nú eru
þetta háklassa veitingastaðir eins
og finnast á höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir Matthildur
Mikil gróska á Hornafirði
Jöklasýn frá strandstígnum á Höfn.
Frá barnastarfi
Menningar-
miðstöðvar við
Vestrahorn.
Svæðið er rómað
fyrir náttúru-
fegurð. Ný fyrir-
tæki spretta upp
og atvinnutæki-
færum fjölgar.
Öflugt félagslíf
Á Hornafirði er öf lugt félagslíf.
Þar er meðal annars fjöldi kóra og
tónlistarskóli. Ungmennafélagið
Sindri er með öf lugt og fjölbreytt
íþróttastarf. Þar er boðið upp á
fótbolta, körfubolta, fimleika,
sund, blak og frjálsar íþróttir. Í
sveitarfélaginu er líka glæsileg
sundlaug og níu holu golfvöllur.
Það er því úr nógu að velja.
„Við höfum lagt áherslu á að
skipuleggja allt íþróttastarf strax
í kjölfar skóla. Þá eru börnin búin
með sinn vinnudag þegar foreldr-
arnir koma heim. Það hefur verið
stefna sveitarfélagsins að yngri
börnin klári sitt tómstundastarf
að mestu fyrir klukkan fjögur á
daginn,“ segir Matthildur.
„Það sem við höfum og er oft
vanmetið, er þessi smæð. Það
tekur bara fimm mínútur að
fara á milli staða, í vinnu og með
börn á leikskóla og í skóla. Tíma-
sparnaðurinn er vanmetinn og
aukatíminn sem fólk vinnur sér
inn getur það nýtt í tómstundir,
samveru með fjölskyldu og f leira.“
Í Sveitarfélaginu eru tveir
grunnskólar. Einn á Höfn og
annar í Öræfasveit rétt hjá Skafta-
felli. Öræfasveit er 100 kílómetra
frá Höfn. „Þar er ákveðin sérstaða
líka,“ segir Matthildur. „Það er
eins konar smáþorp í sveitarfélag-
inu. Það eru aðeins í kringum 10
börn í skólanum en skólinn þar er
miðstöð alls félagslífs í sveitinni.
Leikskólarnir eru einnig tveir,
annar í Öræfum og svo er nýr
leikskóli hér á Höfn í glæsilegu
húsnæði.“
Ferðamannastraumur
allt árið
Ferðaþjónusta hefur einnig byggst
hratt upp í Öræfasveit. Það koma
um það bil 2.000-3.000 ferðamenn
að Jökulsárlóni og Skaftafelli
á hverjum einasta degi. Það er
fjöldi sem svipar til íbúafjöldans
á Höfn. Ferðatíminn er að lengjast
svo hann nær yfir allt árið. „Það er
nánast sama umferð á svæðinu frá
desember fram í febrúar og yfir
hásumarið,“ segir Matthildur.
Á Höfn er allt til alls. Það
er framhaldsskóli á staðnum
til húsa í Nýheimum. Í fram-
haldsskólanum er boðið upp á
hefðbundið nám ásamt list- og
verknámi og síðast en ekki síst
fjallamennskunám. Í húsnæði
Nýheima er einnig að finna menn-
ingarmiðstöð, þekkingarsetur,
háskólasetur og Náttúrustofu
Suðausturlands. Uppbygging
íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil
síðustu tvö ár enda fjölgun íbúa
umfram væntingar samkvæmt
aðalskipulagi.
Fram undan hjá sveitarfélaginu
er Humarhátíðin sem haldin er
síðustu helgina í júní ár hvert. Um
verslunarmannahelgina verður
svo Unglingalandsmót UMFÍ
haldið á Höfn í þriðja sinn. Það
er því ljóst að allir sem leggja leið
sína í sveitarfélagið í sumar ættu
að finna sér eitthvað við að vera.
„Sveitarfélagið tekur vel á móti
gestum og hvetjum við Íslendinga
til að heimsækja Hornafjörð.“
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
8
-2
C
A
C
2
2
F
8
-2
B
7
0
2
2
F
8
-2
A
3
4
2
2
F
8
-2
8
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K