Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 32
Dimmuborgir eru heimsþekktur viðkomustaður. Þar er nú búið að malbika nokkra stíga og er stórkostlegt að labba um borgirnar í góðu veðri. Mývatnssveitin er æði – allan sólahringinn,“ sungu Hljómar forðum daga um eina fegurstu sveit landsins. Enginn efast um nátt- úrufegurðina en sveitin hefur margt að bjóða annað en náttúru- fegurðina. Jarðböðin eru einstök og búin að skipa sér sess í hugum lands- manna. Fuglasafn Sigurgeirs er magnaður viðkomustaður, Víti, Hverfjall og Dimmuborgir, Höfði og tökustaðir Game of Thrones. Þetta eru allt þekktar stærðir sem f lestir kannast við. Þeir sem ekki þekkja ættu að skella sér norður og kynnast þessum undrum því þetta er ekki allt. Jólasveinarnir eru úr Dimmu- borgum og þar má finna helli jólasveinanna. Í Vogafjósi er dásamlega framreiddur matur og hægt að borða í návist kvíga og nauta. Anton í GeoTravel tekur á móti öllum sem vilja kíkja í Loft- helli. Gísli Rafn og Mývatn Tours keyra alla upp að Öskju sem það vilja. Einstakur viðkomustaður. Fyrir þá sem vilja sjá fegurðina úr lofti er Mýf lug með ferðir. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa leitað í Mývatnssveit. Fast 8 var tekin þarna upp og Game of Thrones valdi sveitina til að vera „handan veggjarins“. Þeir sem vilja sjá Grjótagjá þar sem Jon Snow og Ygritte elskuðust svo innilega geta það auðveldlega þó að vatnið sé of heitt til að baða sig í. Heimamenn baða sig í gjánni þar við hliðina á en henni hefur verið læst vegna átroðnings. Fjölmörg hótel eru í sveitinni og nóg af tjaldstæðum. Edda Hrund, hótelstýra á Hótel Laxá, tekur á móti öllum sem vilja með sínu fallega brosi og Fosshótel hefur slegið í gegn. Icelandair hefur einnig nýverið tekið Hótel Reyni- hlíð í gegn og þar er gott að vera. Þótt sveitin sé smá dugar varla helgarferð því margt er enn óupp- talið. Góður dagur í Mývatnssveit Fegursta sveit landsins, Mývatnssveit, tekur gestum opnum örmum. Þar er margt að skoða, hægt að borða dýrindismat og drekka öl á einum af börum sveitarinnar. Mynd sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins og vakti mikla lukku. Fyrir neðan má sjá jólasveinana í Dimmuborgum Það er margt að sjá og skoða í Mý- vatnssveitinni hvert sem litið er. Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is | sími 486-6100 netfang: skeidgnup@skeidgnup.is Nútímaleg sveit með blómlegri byggð, náttúruperlum og ægifögrum Þjórsárdal þar sem eru Háifoss, Hjálparfoss og Stöng. Skammt frá er tignarlegur Gaukshöfðinn. Notalegir þéttbýlisstaðir eru á Brautarholti, við Árnes og blómleg byggð. Sterkir innviðir og gott mannlíf. Í S L A N D Skoðaðu 170 gististaði um allt land á hey.is Njóttu kyrrðar og upplifana í sveitinni. 14 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RLANDSBYGGÐIN 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F 8 -4 0 6 C 2 2 F 8 -3 F 3 0 2 2 F 8 -3 D F 4 2 2 F 8 -3 C B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.