Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 33
 Í sveitinni eru góð gistihús, kaffihús og veitingastaðir ásamt jóga, hestaleigum, frá- bærum gönguleiðum, fallegri náttúru og sólar- musteri svo fátt eitt sé nefnt. Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðar-sveit, segir að ferðaþjónustan sé öflug, jafnt fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. „Í sveitinni eru góð gistihús, kaffihús og veitinga- staðir ásamt jóga, hestaleigum, frábærum gönguleiðum, fallegri náttúru og sólarmusteri svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Finnur og bætir við að útivistarstígnum á milli Hrafnagils og Akureyrar hafi verið ákaflega vel tekið en hann var tekinn í notkun síðastliðið haust. „Það er orðið feikivinsælt að ganga eða hjóla um stíginn allt árið um kring. Leiðin liggur meðfram Eyja- fjarðará og er gríðarlega falleg en þar má sjá ána liðast niður farveg sinn innan um notalegt landslag sveitarinnar,“ segir Finnur. „Við stefnum á að finna fallegan góð- viðrisdag til að vígja formlega útivistarstíginn okkar og gera úr því skemmtilega uppákomu í júní. Það er alltaf gaman þegar gott fólk kemur saman,“ segir hann. „Þegar stígurinn er genginn má sjá dýralíf, fallega náttúru og dug- lega heimamenn á ferð sinni um stíginn í bland við ferðalanga ann- ars staðar að af landinu. Við syðri enda stígsins er Hrafnagilshverfi með frábæra og fjölskylduvæna sundlaug, skemmtilegt leiksvæði og fallegan skógarlund. Þar má einnig finna hinn geysivinsæla Jólagarð sem sett hefur svip sinn á ferðaþjónustu á Norðurlandi um langt árabil.“ Sex kirkjur Þegar Finnur er spurður um sér- stöðu sveitarinnar, segir hann: „Eyjafjarðarsveit á reyndar stærstu kerlingu landsins en hún gnæfir bústin og mikil yfir bónda sínum sem stendur örlítið norðar. Kerling er hæsta fjall Norðurlands og er 1.583 m há og er stórbrotið útsýni þaðan. En að öllu gamni slepptu þá er þetta útivistaparadís fyrir alla þá sem vilja ganga og hjóla eða bara njóta íslenskrar náttúru. Það er einnig óhætt að segja að kirkjurnar í Eyjafjarðarsveit séu aðdráttarafl út af fyrir sig en þær eru sex talsins og hver annarri fallegri. Eitt sem vert er að nefna er Smámunasafnið en það er ótrú- legt að ganga þar um og skoða þá muni sem þar eru. Þangað koma margir gestir á hverju ári af öllum þjóðernum og f lestir finna þar hluti sem þeir kannast við og hafa mikið gaman af að velta þessu merkilega safni fyrir sér,“ segir Finnur og minnir á alla skemmti- legu matsölustaðina á Eyjafjarðar- svæðinu. Gaman í Kaffi Kú „Það er í algjöru uppáhaldi hjá krökkunum mínum að koma á Kaffi Kú en þar er lögð áhersla á að nota hráefni sem gert er á býlinu sjálfu. Þar er hægt að fylgjast með kúnum meðan þær eru mjólkaðar á nútímavæddu kúabúi og rölta svo í fjósið til að komast í enn meiri nánd við kýrnar. Í Holtseli fær maður síðan heimagerðan ís sem er með þeim allra besta og ég er mikill ísmaður. Þar er líka frá- bært umhverfi. Lambinn er einnig að gera góða hluti bæði í gistingu og mat og leggur áherslu á mat úr héraði og ekki má gleyma Brúnir Horse, kaffihús þar sem hægt er að njóta bæði listar og hestasýninga. Búið er að opna Hælið á Kristnesi en það er setur um sögu berklanna og í leiðinni skemmtilegt kaffihús. Allir þessir staðir setja metnað sinn í heimalagað kruðerí. Vin- sælustu stoppin eru Kaffi Kú og Jólagarðurinn en ég held að ferða- mennirnir séu almennt að sækja í karakter sveitarinnar. Það er svo margt í boði hér á litlu svæði og mikið að sjá og margs að njóta.“ Handverkshátíðin 2019 Undirbúningur fyrir Handverks- hátíð 2019 er á fullu og hefur aðsókn sýnenda stóraukist milli ára. „Það eru mjög flottar stelpur sem tóku að sér framkvæmda- stjórn núna og munu stýra skútunni að minnsta kosti næstu þrjú árin, þær Kristín Anna og Heiðdís Halla sem eiga jafnframt og reka fyrirtækið Duodot á Akur- eyri en þær brenna af ástríðu fyrir verkefninu og því ljóst að hátíðin mun vaxa og dafna skemmtilega á næstu árum. Ég fæ þann heiður að sitja sem formaður nefndar fyrir þetta stórskemmtilega verkefni og hlakka mikið til að sjá afrakstur- inn í sumar og get lofað því að gestir verða ekki síður ánægðir en fyrri ár,“ segir Finnur. Fjölbreytt flóra „Það er alveg frábært að sjá þá fjölbreyttu flóru sem hér er í boði en það má finna bæði hótel og stór gistihús sem og litlar perlur eins og Íslandsbæinn. Ég leit þangað inn fyrir skömmu fyrir forvitni sakir, hann er í Hrafnagili og hreif mig verulega. Það hefur virkilega verið vandað til verka þar og hugað að öllum smáatriðum. En það er ein- mitt mín upplifun af öllum þeim ferðaþjónustuaðilum sem ég hef hitt hér í sveitinni, þeir leggja sig alla fram og veita þjónustu sína af innlifun og ástríðu.“ Hægt er að fræðast meira um Eyjafjarðarsveit á heimasíðunni www.esveit.is Ævintýrin gerast í Eyjafirði Ferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Margir þjónustuaðilar eru í sveitinni og flestir geta fundið eitthvað við hæfi. Á Hrafnagili er flott tjaldsvæði og sundlaug. Það er margt áhugavert að finna fyrir börnin í Eyjafjarðarsveit. Það er alltaf skemmtilegt fyrir fjölskylduna að koma í Kaffi Kú. Jólagarðurinn dregur að sér marga ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Jólin eru allan ársins hring í Jólahúsinu. Það er ævintýri líkast að kíkja inn í Jólahúsið og hægt að láta sig dreyma og hlakka til næstu jóla. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðar- sveitar. KYNNINGARBLAÐ 15 F Ö S T U DAG U R 1 0 . M A Í 2 0 1 9 LANDSBYGGÐIN 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -4 F 3 C 2 2 F 8 -4 E 0 0 2 2 F 8 -4 C C 4 2 2 F 8 -4 B 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.