Fréttablaðið - 10.05.2019, Síða 40

Fréttablaðið - 10.05.2019, Síða 40
Sjúklingurinn getur orðið fyrir óhappi fari hann of snemma heim af sjúkra- húsi, til dæmis falli sem getur valdið beinbroti. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Árið 2017 urðu 110.000 manns fyrir einhvers konar skaða á sjúkrahúsum í Noregi, samkvæmt tímaritinu Sykepleien. no. Það gerir um 13,7% þeirra sem þurftu á sjúkrahúsvist að halda. Stefnt er að því markvisst að lækka þessa tölu enda er talið að í helmingi tilfella hefði verið hægt að forðast skaðann. Rannsóknin frá háskólanum í Bodø byggist á viðtölum við fimm- tán hjúkrunarfræðinga á hjúkr- unarheimilum, heimilishjúkrun og á skurðstofum. Rannsakendur vildu kanna hættuna samfara því að flytja aldraða sjúklinga á milli deilda eða hæða þegar þeir væru á leið í skurðaðgerð. „Allir hjúkr- unarfræðingarnir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu upplifað ein- hvers konar óheppilegar uppákom- ur á vinnustað,“ segir Eli Eliassen, einn af vísindamönnunum á bak við rannsóknina. „Allt voru þetta atvik sem áttu ekki að geta gerst. Atvikið gæti tengst rannsókn á sjúklingi, meðferð, umönnun, endurhæfingu eða heimsókn til læknis.“ Rannsakendur uppgötvuðu hættu á óheppilegum atvikum hjá öldruðum þegar þeir eru sendir til og frá sjúkrahúsum jafnvel einir. Fólk sem er mikið veikt og á erfitt með að tjá sig er sent eitt á milli sjúkrahúsa. Upplýsingar á milli deilda skila sér ekki til samstarfs- félaga á sjúkrahúsinu. Tölvur milli deilda „tala“ ekki saman þannig að um misskilning verður að ræða. Fólk með heilabilun er meðal þeirra sem lenda í margvíslegum mistökum fagfólks. „Oft eru aldr- aðir sjúklingar í ruglástandi eftir aðgerðir og það getur reynst örðugt að miðla til þeirra mikilvægum upplýsingum við útskrift,“ segir Eli. „Sjúklingar eiga mjög oft erfitt með að skilja hvað sé að gerast og getur verið erfitt fyrir hjúkrunar- fræðing að fá réttar upplýsingar frá hinum sjúka. Ófullnægjandi upplýsingar geta haft áhrif á niður- stöðu meðferðarinnar, til dæmis hvort sjúklingur hafi tekið inn lyf eða ekki. Þá er fólk flutt frá sjúkrahúsi á endurhæfingardeildir eða hjúkrunarheimili án tilskilinna og mikilvægra upplýsingaskjala. Loks er of algengt að aldraðir séu sendir heim of snemma og séu ekki orðnir nægilega frískir til að nýta sér heimaþjónustu. Því miður getur sjúklingurinn orðið fyrir alvarlegum óhöppum fari hann of snemma heim af sjúkrahúsi, til dæmis falli sem getur valdið beinbroti og í versta falli dauðs- falli. Mismunandi tölvukerfi milli heilsugæslu og spítala getur auk þess komið í veg fyrir að mikil- vægar upplýsingar komist í hendur heilbrigðisstarfsmanna sem eiga að annast sjúklinginn. Hjúkr- unarfræðingurinn hefur ekki nógu fullkomnar upplýsingar um breytingar á lyfjum, sýkingum eða annarri umönnunarþörf. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæta þurfi sam- starf á öllum sviðum heilbrigðis- þjónustunnar í Noregi svo öryggis sjúklinga, sérstaklega aldraðra, sé gætt. Mælt er með að frekari tékklistar verði þróaðir sem tryggja nauðsynlegar og mikilvægar upplýsingar. Þá ættu að vera til neyðarviðbrögð fyrir einstæða aldraða sjúklinga ef þeir þurfa fylgd til og frá sjúkrahúsi. Ekki eru allir með tiltæka aðstandendur ef neyð kemur upp. Árið 2016 var gerð greining á högum og líðan aldraðra á Íslandi. Þar kom í ljós að fámennur hópur eldri borgara hafði upplifað van- rækslu en ellefu einstaklingar höfðu orðið fyrir vanrækslu af hálfu skyldmenna, annarra umsjónarmanna, samfélagsins eða annarra. Fleiri aldraðir en áður töldu að heilbrigðisþjónusta hefði versnað eða 45%. Hvort gerð hafi verið rannsókn á viðhorfi hjúkr- unarfræðinga eins og í Noregi er okkur ekki kunnugt um. Ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt að kann- anir í nágrannalöndum okkar eiga margt sameiginlegt með því sem gerist hér á landi. Greinin birtist á vefmiðlinum forskning.no. Aldraðir sjúklingar stundum berskjaldaðir á sjúkrahúsum Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Nord háskólann í Bodø í Noregi er algengt að aldraðir séu sendir of snemma heim eftir aðgerðir á sjúkrahúsum. Einnig er algengt að fólk sé skilið eftir eitt fyrir og eftir aðgerð. Rannsóknin var gerð meðal norskra hjúkrunarfræðinga. Er mögulegt að gamla fólkið gleymist á spítalanum? Er það sent alltof fljótt heim með tilheyrandi hættu á að það detti og brotni? Norskir hjúkrunarfræð- ingar segja í nýrri rannsókn að margt megi bæta í umönnun aldraðra. Oft er gamalt fólk mjög ruglað eftir aðgerðir og erfitt að fá réttar upplýsingar frá því. BRÚÐKAUPSÞEMA Í Fréttablaðinu föstudaginn 17. maí. Allt sem hugsast getur varðandi brúðkaup. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550-5654 / jonivar@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að d gurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér tt auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F 8 -2 7 B C 2 2 F 8 -2 6 8 0 2 2 F 8 -2 5 4 4 2 2 F 8 -2 4 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.