Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 48
ANNARS SKILUR
MAÐUR EINNA SÍST
SJÁLFUR HVERT UNDIRMEÐ-
VITUNDIN ER AÐ FARA, MAÐUR
VERÐUR BARA AÐ TREYSTA
HENNI.
KLOF & PRÍ$ er yfir-sk r i f t m á l ve rk a-s ý n i n g a r H a l l -g r íms Helgasonar sem verður opnuð í dag, föstudaginn
10. maí, í Tveimur hröfnum á Bald-
ursgötu og stendur til 8. júní. „Þetta
eru málverk og teikningar sem mér
tókst að vinna í vetur, einkum nú
á útmánuðum. Ég held að það séu
14 málverk og yfir 40 teikningar
á sýningunni,“ segir Hallgrímur.
„Nánast allar þessar myndir eru
af einhvers konar pörum, karli og
konu yfirleitt, og í þessum sam-
böndum hefur greinilega eitt-
hvað gerst eða er að fara að gerast.
Eitthvað sárt og dramatískt. Ég er
búinn að vera upptekinn af þessu
mótífi í nokkur ár og var búinn
að finna enska titilinn á þetta:
Women hungry, Men Angry. Hins
vegar tókst mér ekki að þýða hann
yfir á íslensku, þannig að úr varð
annar titill sem vísar kannski í
f leiri áttir en hinn: KLOF & PRÍ$.“
Þrúgandi og frelsandi
Verkin eru innblásin af MeToo og
skoðanir listamannsins á þeirri
byltingu eru sterkar og afdráttar-
lausar og sjálfur hefur hann sára
sögu að segja. „Það má segja að
ég stilli trönunum upp á bökkum
MeToo-f ljótsins og máli útsýnið
þaðan, þetta er svona mín sýn á
þjóðfélagið eins og það stendur
núna, einkum þessi kynjaátök
sem maður skynjar í samtímanum:
Framsækni femínista mætir þrota-
reiði feðraveldisins, brotaþolar
burðast með drauga fortíðar, ger-
endur neita eða gráta og meðvirkir
makar stara út í tómið. Mér finnst
Málað á bökkum MeToo-fljóts
Hallgrímur Helgason sýnir málverk og teikningar í Tveimur hröfnum. Málar sína
sýn á samfélag þar sem kynjaátök eru áberandi. Segir MeToo magnað fyrirbæri.
Myndirnar eru af pörum og í þessum samböndum hefur eitthvað gerst eða er að fara að gerast.
þessi MeToo-bylting alveg magnað
fyrirbæri, og sjálfsagt spilar þar
einnig inn í mín eigin reynsla. Fyrir
nokkrum árum kom ég út með
kynferðisof beldi sem ég varð fyrir
ungur, skápaopnun sem reyndist
mér bæði þrúgandi og frelsandi í
senn. Og stundum held ég að ég sé
að mála beint út frá þeirri reynslu,
bæði nauðguninni sjálfri og eftir-
málunum sem urðu þegar ég sagði
frá henni. Annars skilur maður
einna síst sjálfur hvert undirmeð-
vitundin er að fara, maður verður
bara að treysta henni.
Fyrir rúmu ári var ég einnig svo
heppinn að vera á Manhattan þegar
kvennagangan mikla, Women’s
March, fór fram. Að sjá þessar
milljón raddir rísa úr djúpinu var
Nú yfirgef ég ytri heiminn og hverf inn í mig; mála bara beint á strigann, allt óplanað og í hreinni óvissu, segir Hallgrímur Helgason. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
ekkert minna en stórfenglegt.
MeToo-bylgjan er Franska bylting
okkar daga og áhrifa hennar mun
gæta næstu 200 árin. Tuðið gegn
henni mun ekki koma neitt betur
út í ljósi sögunnar en ramakvein
franska aðalsins á sínum tíma. En
sagan mun einnig dæma illa þá sem
ganga of hart fram í nafni nýrra
tíma.“
Undirmeðvitundin leiðir
Á vissan hátt er Hallgrímur á
nýjum slóðum í þessari sýningu
sinni. „Á síðustu sýningum mínum
hefur realisminn ráðið ríkjum
en nú yfirgef ég ytri heiminn og
hverf inn í mig; mála bara beint á
strigann, allt óplanað og í hreinni
óvissu, með sömu aðferð og ég hef
teiknað í gegnum árin. Undirmeð-
vitundin leiðir og fær langan taum
frá yfirvitundinni. Ætli það sé ekki
sextugsaldurinn, maður nennir
ekki lengur að setja sig í einhverjar
stellingar og leyfir sínu innra rugli
að f læða óhindrað á strigann. Fyrir
vikið eru verkin sjálfsagt skrýtin í
augum sumra, en svona er maður
nú bara. Fyrir málarann í manni
er þetta hins vegar bara hátíð, og
gleðin og af köstin eftir því. Eina
vandamálið er að vita hvenær
maður á að hætta, eins og Kristján
heitinn Davíðsson sagði.“
1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
8
-4
A
4
C
2
2
F
8
-4
9
1
0
2
2
F
8
-4
7
D
4
2
2
F
8
-4
6
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K