Mosfellingur - 10.01.2019, Qupperneq 4

Mosfellingur - 10.01.2019, Qupperneq 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 13. janúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Batamessa í Lágafellskirkju kl. 17, messa á vegum Vina í bata. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. sunnudagur 20. janúar Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. sunnudagur 27. janúar Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl.11. Sr. Arndís Linn. Sunnudagaskólinn hefst 13. janúar og verður á sunnudögum kl. 13 í Lágafellskirkju - Fréttir úr bæjarlífinu64 Vinningshafar í jóla­ krossgátu blaðsins Í jólablaði Mosfellings gafst lesendum kostur á að spreyta sig á verðlaunakrossgátu. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og eru sigurvegararnir þau Ólafur Guðmundsson, Klapparhlíð 1 og Hafdís Óskarsdóttir, Reykjabyggð 24. Vinningshafarnir fá gjafabréf á veitingastaðinn Blik Bistro & Grill og verður gjafabréfum komið til þeirra á næstu dögum. Lausnarorð krossgátunnar var „Gátan er ráðin“. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju. - Jólakrossgáta 201838 Verðlauna krossgáta Mosfellingur og Blik Bistro & Grill bjóða upp á jólakrossgátu Verðlaun í boði Blik Dregið verður úr innsendum lausnar­ orðum og fá tveir heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréf frá Blik Bistro & Grill. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1­12, á netfangið krossgata@mosfellingur.is eða heimilisfangið Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ. Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 6. janúar. Rafræn kosning um íþróttakarl og ­konu Búið er að tilnefna 22 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfells- bæjar 2018. 13 karlar eru tilnefndir og 9 konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar annars staðar í blaðinu. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa. Kosningin fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 10.-15. janúar. Velja skal í 1., 2. og 3. sæti. Úrslit verða kynnt fimmtu- daginn 17. janúar kl. 19 í íþrótta- miðstöðinni að Varmá. Þangað eru allir velkomnir. Á myndinni hér að ofan má sjá íþróttamenn Mosfells- bæjar 2017, þau Guðmund Ágúst og Thelmu Dögg. sÓkn Í sÓkn – liFandi saMFÉlag Vertu með í sókninni! Komið er að því að hefja skólastarf í Helga- fellsskóla tveimur árum eftir að skóflu- stunga var tekin að skólabyggingunni. Í upphafi verður einn af fjórum áföngum skólans tekinn í notkun. Í sumar verður annar áfangi tilbúinn til notkunar og síðari tveir áfangarnir verða svo teknir í notkun í framhaldinu. Þriðjudaginn 8. janúar var skrúðganga frá Brúarlandi yfir í Helgafellsskóla. Nem- endur og starfsfólk skólans gengu fylktu liði og tóku með sér í krukkum hið góða og notalega andrúmsloft Brúarlands sem var svo sleppt út í Helgafellsskóla. Bæjarfulltrúar og nemendur opnuðu Þegar í skólann var komið hófst opnunar- athöfnin. Gestir voru nemendur og starfs- fólk skólans, fulltrúar í ráðum og nefndum bæjarins og fulltrúar þeirra fyrirtækja sem komið hafa að byggingu skólans. Við opnunina fluttu Haraldur Sverris- son bæjarstjóri og Kolbrún Þorsteinsdóttir formaður fræðsluráðs ávörp þar sem þau fóru yfir aðdragandann að stofnun skólans og þeirri hugmyndafræði sem skólinn mun byggja á. Nemandi skólans, Katla Birgisdóttir, spilaði á þverflautu. Nemendur opnuðu svo skólann með formlegum hætti með aðstoð bæjarfulltrúa. Opið hús sunnudaginn 13. janúar. Sunnudaginn 13. janúar verður opið hús í skólanum þar sem öllum bæjarbúum og öðrum þeim sem áhuga hafa á skóla- starfinu er boðið að heimsækja skólann. Helgafellsskóli verður opinn frá kl. 13 til 15 og verða uppákomur og skemmtiatriði flutt af nemendum skólans. Skólastarf hefst mánudaginn 14. jan- úar en í upphafi verða í skólanum um hundrað nemendur í 1. til 5. bekk en þeim mun fjölga ört á næstu misserum. Innan skamms hefst svo leikskólastarf en í upp- hafi verður um að ræða eina deild fyrir elstu árganga leikskólabarna. listaskólinn með aðsetur á staðnum Tómstunda- og tónlistarstarf verður fléttað inn í skólastarfið og mun Listaskóli Mosfellsbæjar hafa aðstöðu til kennslu í skólanum. Frístundastarf verður í skólanum að lok- inni kennslu fyrir yngstu nemendurna og einnig munu tómstundafræðingar koma að Fyrsti áfangi Helgafellsskóla tilbúinn • Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á mánudag • Skrúðganga frá Brúarlandi • Opið hús á sunnudaginn Opnunarhátíð í helgafellsskóla nemendur fengu aðstoð bæjarfulltrúa og opnuðu skólann með formlegum hætti rósa skólastjóri og nemendur í röðum stór dagur í mosfellsbæ Vinkonur Við Vígsluathöfn MOSFELLINGUR hvað er að frétta? sendu Okkur línu... mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.