Mosfellingur - 10.01.2019, Side 24

Mosfellingur - 10.01.2019, Side 24
 - Mosfellingurinn Eva Björk Sveinsdóttir24 Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Aníta Jóhannsdóttir og úr einkasafni. Barn getur aðeins átt eitt lögheimili og það telst eiga fasta búsetu þar sem það á lögheimili. Það getur því oft reynst erfið ákvörðun fyrir foreldra sem standa í skilnaði hvar skal skrá barn- ið eða börnin. Oftar en ekki eru foreldrar hvattir af fulltrúum Sýslumanns að fara út í sameiginlega forsjá. Eva Björk Sveinsdóttir er ein af þeim sem fór þá leið er hún stóð í skilnaði. Hún á tvo syni og voru þeir skráðir hvor á sitt heimilið. Það sem Eva gerði sér ekki grein fyrir þá er að hún yrði ósýnileg í kerfinu og samfélaginu gagnvart syninum sem skráður var hjá föðurnum. Eva Björk er fædd í Reykjavík 25. júní 1976. Foreldrar hennar eru þau Sigurbjörg Guðjónsdóttir fyrrv. starfsmaður í Varmár- skóla og Sveinn Árnason fyrrv. verktaki. Eva á tvö systkini, þau Brynjar Örn f. 1971 og Önnu Rún f. 1984. Þetta var oft mikið ævintýri „Ég flutti í Mosfellssveitina fjögurra ára gömul, það var yndislegt að alast hér upp enda vil ég hvergi annars staðar búa. For- eldrar mínir, systkini og tengdaforeldrar búa hér líka svo hér er allt mitt fólk,“ segir Eva og brosir. „Í æsku minni dvaldi fjölskyldan öll sumur úti á landi þar sem pabbi vann við að plægja niður símastreng út um allt land og svo síðar þegar ljósleiðarinn var lagður hringinn í kringum landið. Mamma sá um að elda fyrir pabba og hina vinnumennina og við systkinin fylgdum með. Við bjuggum í hinum og þessum sam- komuhúsum, skólum og gömlum bónda- bæjum og þetta var oft mikið ævintýri.“ Keyptum gjafirnar í Mosraf „Ég gekk í Varmárskóla og Gagnfræða- skóla Mosfellsbæjar. Ég var í frábærum bekk sem hélst alveg upp í 10. bekk. Kristín Sigsteinsdóttir kenndi okkur öll árin í Varmárskóla og bekkurinn var mjög samheldinn. Við áttum það t.d. til að safna reglulega í púkk og kaupa gjöf fyrir kennar- ann okkar en þá var Mosraf aðal gjafavöruverslunin. Þar fékkst hið fína úrval af kökudiskum og kisustyttum og einhverra hluta vegna held ég að hún hafi átt orðið mikið safn af þessu öllu saman,“ segir Eva og hlær. „Það var líka virkilega skemmtilegur tími í Gaggó Mos og við æskuvinkonurnar höfum alltaf haldið góðu sambandi. Eftir Gaggó fór ég í Verzlunarskóla Íslands.“ Fjölbreytt og skemmtileg vinna „Eftir stúdentinn tók ég mér frí frá námi og vann í eitt ár en fór svo í Tæknihá- skóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BSc í alþjóðamarkaðsfræði. Mér fannst markaðsfræðin mjög skemmtileg en tölur lágu betur fyrir mér og ég fór að vinna í bókhaldi í heildverslun foreldra minna. Við það kviknaði áhugi á frekara námi svo ég skellti mér í Háskóla Íslands og sótti svo um vinnu hjá KPMG og byrjaði þar á endurskoðunarsviði árið 2005. Ég starfaði við endurskoðun í sex ár en flutti mig svo á skatta- og lögfræðisvið árið 2011 og er þar enn. Ég hef sérhæft mig í tekju- skatti félaga og stýri verkefnum við gerð skattalegra áreiðanleika- kannana. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtileg vinna.“ Allir fá að njóta sín í sínu Eva á tvo syni með fyrrverandi eiginmanni sínum, þá Ísak Mána f. 2003 og Adam Orra f. 2006 en þau slitum samvistum árið 2008. Hún kynntist núverandi eiginmanni sínum, Valdimari Róberti Tryggvasyni, sölustjóra hjá Gler- borg árið 2010 og þau gengu í hjónaband árið 2016. „Þegar við Valdi fórum að vera saman þá græddi ég fjögur stjúpbörn í leiðinni, Breka f. 1997, Heklu f. 2000, Telmu f. 2003 og Viktor f. 2006. Við bjuggum hvort á sínum staðnum fyrstu tvö árin eftir að við kynntumst. Það getur verið flókið að sameina tvær fjölskyldur, sérstaklega þegar þær búa í sitthvoru sveitarfélaginu og því tókum við okkur góðan tíma í þetta allt saman. Við keyptum okkur svo hús í Mosfellsbæ 2012. Allir í fjölskyldunni eiga svo sín áhuga- mál og við höfum reynt að leyfa hverjum og einum að njóta sín. Við förum svo öll sam- an í sumarbústaði, útilegur og svo höfum við skroppið út fyrir landsteinana.“ Sorgleg staðreynd „Við búum í þjóðfélagi þar sem bland- aðar fjölskyldur eru orðnar normið. Þegar ég og barnsfaðir minn skildum ákváðum við eftir ráðleggingu frá fulltrúa sýslumanns að hafa sameigin- lega forsjá yfir sonum okkar. Við skiptum þessu þannig að annar var með lögheimili hjá mér og hinn hjá pabba sínum enda áttum við þessa stráka saman og ætluðum að halda áfram að ala þá upp til jafns, annað kom aldrei til greina. Við gerðum ráð fyrir við þessa ákvörðun að báðir foreldrar tækju jafna ábyrgð á uppeldi barnanna en annað átti svo eftir að koma í ljós. Reyndin er sú að sameiginleg forsjá hefur mjög lítið gildi fyrir það foreldri sem ekki er með barnið skráð með lögheimili hjá sér. Lögheimilisforeldrið er skráð í opinberar skráningar. Hitt foreldrið er einfaldlega ekkert tengt barninu hjá hinu opinbera og er kallað umgengnisforeldri. Mér finnst það sorgleg staðreynd að son- ur minn sem ég gekk með og kom í heim- inn, hef fætt og klætt og alið upp til jafns við föður hans sé hvergi skráður sonur minn af því lögin eru gölluð og kerfið úrelt.“ Sárt að geta ekki sinnt sínu eigin barni „Það er langt frá því að vera eðlilegt að maður geti ekki sinnt sínu eigin barni og gert einföldustu hluti fyrir það eins og að stofna bankareikning, skrá það í tómstund- ir, unglingavinnu eða mötuneytisáskrift í skólanum svo dæmi séu tekin. Ég þarf oft og iðulega að segja við son minn þegar hann biður mig um eitthvað að því miður geti ég ekki gert það fyrir hann, hann verði að biðja pabba sinn. Þetta er ótrúlega sárt, bæði fyrir mig og hann. Ég get ekki skoðað sjúkrasögu hans á net- inu því ég hef ekki aðgang, eingöngu annar sonur minn er skráður á skattframtalið mitt og tryggingafélögin neita að tryggja þau börn sem búa á heimilinu hjá okkur aðra hverja viku, bara af því að þau eru ekki skráð með lögheimili. Til að kóróna allt þá barst bréf til okkar frá Sjúkratryggingum Íslands vegna heilsufarsmála sonar mins og var það stílað á stjúpföður hans en ekki mig, móðurina. Þegar ég leitaði upplýsinga hverju þetta sætti þá var mér tjáð að það væri regla að senda bréf á elstu kennitölu heimilisins.“ Það þarf að byggja upp nýtt kerfi „Málefni fráskildra foreldra og skiln- aðarbarna eru flókin. Það er löngu orðið tímabært að byggja upp kerfi þar sem báðir foreldrar eru skráðir forsjáraðilar og geta sinnt þörfum barna sinna jafnt. Þessu þarf að breyta hið fyrsta,” segir Eva að lokum er við kveðjumst. Við gerðum ráð fyrir við þessa ákvörðun að báðir foreldrar tækju jafna ábyrgð á uppeldi barnanna en annað átti svo eftir að koma í ljós. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Eva Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri hjá KPMG lætur sig málefni fráskildra foreldra varða HIN HLIÐIN Hvaða app notar þú mest? Outlook. Draumabíllinn? Var alltaf Ford Mustang en þegar maður eldist þá tekur praktíkin við svo núna er ég að skoða að skipta yfir í Golf rafmagnsbíl. Hvað hefur haft mest áhrif á líf þitt? Að finna ástina aftur. Ferðu ein í bíó? Nei, alls ekki. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Vinna á bókasafni eða í banka. Hver er besta tilfinning allra tíma? Að elska og vera elskuð. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Ed Sheeran tónleikum í Svíþjóð en hann kemur til Íslands í sumar og ég á miða á þá tónleika. Fallegasta augnablikið? Brúðkaupið okkar Valdimars. Sameiginleg forsjá hefur mjög lítið gildi tveggja ára á brúðkaupsdaginn Adam Orri, Viktor Rafn, Ísak Máni, Telma, Hekla, Eva Björk, Breki og Valdimar. á ferðalagi í ljubljana

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.