Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 7. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  14. tölublað  107. árgangur  WIZAR HÆGINDASTÓLL Fullt verð frá: 199.900 (Tau) ÚTSÖLUVERÐ FRÁ 159.920 STILLANLEG HEILSURÚM VERÐ FRÁ 264.065 Á ÚTSÖLUNNI Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-70% AFSLÁTTUR HANGIR STUND- UM ALGERLEGA Á NÖGLUNUM TÆKIFÆRI Í GAGNA- VERUNUM ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS VIÐSKIPTAMOGGINN FINNA VINNU 8 SÍÐURELÍSABET RONALDSDÓTTIR 62 Ljósmynd/NASA/C. Perry Tækni Eldflaug Nasa skotið á loft í Noregi.  „Við byrjuðum í þessu verkefni af alvöru haustið 2017 en háskólinn í Ósló hefur unnið að þessu samstarfi við NASA síðustu fjögur ár. Þetta gekk vel og það er vilji til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna Líf Gunnarsdóttir, nemi í geimverkfræði við háskólann í Tromsö í Noregi. Tinna er í hópi þeirra sem fengu það verkefni að hanna, smíða og setja tæki í eldflaug í samstarfi við geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Var eldflauginni skotið á loft síðastliðinn sunnudag með góð- um árangri. Í samtali við Morgunblaðið segir Tinna það í raun hafa verið tilviljun að hún komst í verkefnið. „Ég fór til Kanada til að gera annað verk- efni og af því ég tók þátt í því komst ég inn í þetta,“ segir hún. »26 Komst í eldflauga- verkefni með NASA fyrir tilviljun Skattrannsóknarstjóri » Bryndís Kristjánsdóttir hef- ur verið skattrannsóknarstjóri frá árinu 2007. » Hótanir og tilraunir til múta eru hluti af starfi þeirra sem vinna hjá embættinu. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Bryndísi Kristjánsdóttur, skatt- rannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum af- skiptum í einstökum málum. Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í ViðskiptaMogganum. „Ég hef fengið hótanir og það hef- ur líka verið reynt að múta mér,“ segir Bryndís en hún segir að í slík- um málum sé þó erfitt með sönnun þar sem slíkar hótanir séu sjaldnast gerðar í vitna viðurvist. Bryndís seg- ir þó slík afskipti engin áhrif hafa. Þau séu hluti af starfinu. „Það er auðvitað mitt starf og okk- ar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég full- yrði það og stend og fell með því,“ segir Bryndís, sem staðið hefur í hringiðu mála sem fylgdu fjármála- hruninu. Hótað og reynt að múta  Skattrannsóknarstjóri segir hótanir og tilraunir til múta vera hluta af veruleika þeirra sem vinna hjá embættinu  Brotastarfsemin skipulagðari en áður var MViðskiptaMogginn »8-9 Stjórn Theresu May, forsætisráðherra Bret- lands, hélt velli í atkvæðagreiðslu á þinginu um vantrauststillögu gegn henni í gærkvöldi, sólar- hring eftir að hún beið auðmýkjandi ósigur þeg- ar neðri deild þingsins kolfelldi brexit-samning hennar við Evrópusambandið. May sagði eftir að tillagan var felld að hún hefði boðið leiðtogum flokkanna á þinginu til viðræðna um hvernig leysa ætti deilurnar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May hlær hér að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í um- ræðu á þinginu um vantrauststillöguna. »40-41 Býður leiðtogum flokkanna til viðræðna um brexit AFP Stjórn May hélt velli í atkvæðagreiðslu á breska þinginu eftir auðmýkjandi ósigur  „Þarna misnot- aði Kastljós gróf- lega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélags- umræðu án þess að ég hefði hug- mynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu,“ segir Elín Björg Ragnars- dóttir, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fisk- framleiðenda, í aðsendri grein. Vísar hún í máli sínu til viðtals sem Kastljós RÚV tók við hana árið 2012, klippti úr samhengi og birti um tveimur mánuðum síðar í tengslum við umfjöllun þeirra um húsleit hjá Samherja. »43 Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“ Elín Björg Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.