Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 ENNMEIRI VERÐ- LÆKKUN Á ÚTSÖLU- VÖRUM SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Komin undir 600 milljarða  Hrein skuld ríkissjóðs er nú lægri en 600 milljarðar í fyrsta sinn frá hruninu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endur- lánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Með þessum niðurgreiðslum hefur skuldin farið úr því að vera 50% af vergri landsframleiðslu í að vera rúm 21% af vergri landsframleiðslu. Þær upplýsingar fengust frá Seðlabankanum að hinn 26. febrúar næstkomandi væri stór flokkur á gjalddaga, nánar tiltekið skuldabréf að fjárhæð 52 milljarðar króna. Skuldin væri í krónum og hefði niðurgreiðslan áhrif á lausafjárstöðu ríkissjóðs. Fyrir vikið myndi niðurgreiðslan væntanlega ekki hafa áhrif á nettóskuldir en hins vegar lækka brúttóskuldir. Um væri að ræða skuldabréf sem gefið var út 2008 til 10 ára. Það var einmitt um haustið 2008 sem bankakerfið hrundi og er upp- gjörið á bréfinu því táknrænt fyrir hagsveifluna. Hafa lækkað um rúma milljón á mann Landsmenn voru 321.857 í ársbyrjun 2013 en voru orðnir 355.620 í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra. Hefur hrein skuld ríkissjóðs á hvern lands- mann því lækkað úr 2,75 milljónum í desember 2013 í hér um bil 1,67 milljónir. Endanleg tala fyrir 2018 verður ljós þegar íbúatölur verða uppfærðar. Þessi afborgun samsvarar á fimmtu milljón á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. -293886 593 Hrein skuld ríkissjóðs Í desember 2013-2018 *VLF=Verg landsframleiðsla Heimild: Lánamál ríkisins 50,0 21,1 -28,9 2013 2018 2013 2018 Milljarðar kr. % af VLF* 2013 886 50,0 2014 807 41,6 2015 820 37,3 2016 816 33,9 2017 704 27,9 2018 593 21,1 Breyting -293 -28,9 Hrein skuld, milljarðar kr. Hlutfall skulda af VLF* Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ sagði Ásgeir Guð- jónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Ásgeir er einn þeirra fulltrúa Landhelgisgæslu Íslands sem voru að störfum á Ísafirði ásamt lögreglu eftir að tilkynnt var um torkennileg- an hlut sem þar fannst í grunni húss við Þvergötu. Í ljós kom að um æfingasprengju var að ræða og var hún í kjölfarið fjarlægð úr húsinu og eytt á skömm- um tíma með sprengihleðslu. Engin hætta var á ferðum þar sem sprengja sem þessi veldur almennt ekki líkamstjóni á mönnum, en æf- ingasprengjur gefa oftast frá sér ljós eða reyk. Ásgeir segir ekki alveg ljóst hverrar tegundar sprengjan er sök- um þess hve illa farin hún er. Hann segir þó greinilega um einhvers kon- ar æfingabúnað að ræða og hefur sprengjan að öllum líkindum borist inn í húsið með sjávarmöl sem finna má í húsgrunninum. „Okkur finnst líklegast að þetta komi úr sjónum með einhverju slíku, það hafa verið verkefni þar sem hafa fundist gamlar sprengjur sem hafa komið úr sjó, það er alveg þekkt. En þetta er ekki eitthvað sem er í jarð- veginum í gamla bænum [á Ísafirði]. Þetta hefur verið flutt að.“ „Sennilega æfingasprengja frá seinna stríði“ á Ísafirði  Sprengjusérfræðingur Gæslunnar kallaður á staðinn Ljósmynd/Ágúst Atlason Ísafjörður Mikill viðbúnaður var fyrir vestan í gærkvöldi. Það var glampandi sól og snjór yfir öllu þegar gervitungl NASA átti leið yfir landið og tók þessa mynd klukkan 13.40. Landið skar sig vel úr dökku hafinu og útlínur þess sáust vel. Þó var aðeins skýjað yfir norðausturhorninu. Þunn skýjaslæða teygði sig þvert yfir landið. Í suðri má greina Heimaey í gegnum þunna slæð- una og svo sést skugginn af henni norður yfir Húnaflóa og Strandir. Ísland bar nafn með rentu í gær Gervihnattamynd/MODIS (NASA) Skjannahvítt Ísland sást vel utan úr geimnum Fólk hugsar meira um umhverfis- og loftslagsmál en það gerði fyrir rúmu ári. „Við sjáum að fólk hefur auknar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreyt- inga á lifnaðarhætti þess. Íslend- ingar segjast finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í sínu sveitarfé- lagi, þeir telja sig vera að upplifa breytingarnar,“ segir Ólafur Elínar- son, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup á Íslandi. Fyrirtækið hefur kannað afstöðu landsmanna til loftslagsbreytinga og umhverfismála á síðastliðnum tveimur árum. Á morgun, föstudag, verða niðurstöður nýrrar könnunar um þetta efni kynntar á umhverfis- ráðstefnu Gallup og samstarfsaðila. Ráðstefnan verður haldin í Norður- ljósasal Hörpu. Þar verður fjallað um viðhorf og hegðun í tengslum við umhverfismál og loftslagsmál. Standa sig betur Meðal annarra niðurstaðna nýju könnunarinnar má nefna að þeim hefur fækkað lítillega sem telja að stjórnmálamenn geri of lítið til að takmarka losun gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi. Dagskrá ráðstefnunnar hefst klukkan níu um morguninn með ávarpi Guðmundar Inga Guðbrands- sonar, umhverfis- og auðlinda- ráðherra. Eftir að Ólafur hefur kynnt niðurstöður rannsóknar Gall- up segja fulltrúar nokkurra fyrir- tækja, stofnana og samtaka frá því hvernig þeir horfa til framtíðar varð- andi umhverfismál og loftslags- breytingar. helgi@mbl.is Íslenskir stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda? H ei m ild : G al lu p Sammála 40% Mjög sammála 26% sept. 2017 des. 2018 Sammála 42% Mjög sammála 21% Áhyggj- ur af hlýnun  Gallup með um- hverfisráðstefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.