Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það sem við erum fyrsta hand-
verksbrugghús landsins fannst okk-
ur að við ættum að gera eitthvað
sniðugt. Þetta verður heljarinnar
hátíð enda ber bjórdaginn upp á
föstudag,“ segir Agnes Anna Sig-
urðardóttir, framkvæmdastjóri
Bruggsmiðjunnar Kalda á Ár-
skógssandi.
Bjóða öllum í heimsókn
Hinn 1. mars næstkomandi verða
30 ár liðin frá því sala bjórs var leyfð
á ný hér á landi og hyggjast Agnes
og hennar fólk fagna því með viðeig-
andi hætti – stórri bjórhátíð. „Við
ákváðum að bjóða öllum brugghús-
um landsins í heimsókn til okkar og
halda alvöru bjór festival. Hátíðin
verður haldin í brugghúsinu okkar
og hérna getur fólk smakkað alls-
konar íslenska framleiðslu,“ segir
Agnes.
Hún kveðst búast við því að 12-15
brugghús taki þátt, öll brugghús í
næsta nágrenni og mörg að sunnan.
Hvert þeirra mun kynna bjóra sína
á eigin bás. Miðaverði verður stillt í
hóf en innifalið í því verður bjór-
smakkið, smáréttir og rútuferðir til
og frá Akureyri. Hátíðin mun standa
yfir frá 16-22 á bjórdaginn sjálfan.
„Við verðum með um það bil 450
miða til sölu og ég held að það muni
seljast upp,“ segir Agnes en hátíðin
verður kynnt í næstu viku. „Það
verður nóg pláss fyrir alla og hér
mun öllum líða vel þegar þeir labba
á milli og smakka. Svo eru auðvitað
Bjórböðin okkar og veitingastaður-
inn þar skammt frá.“
Sérstakur gestur frá Tékklandi
Þó að íslensk brugghús verði í að-
alhlutverki á hátíðinni verður þó
minnst einn erlendur gestur. „David
Masa, fyrsti bruggarinn okkar, kem-
ur í heimsókn. Hann á orðið sjálfur
brugghús í Tékklandi og er mjög
ánægður að geta tekið þátt í þessu.“
Fagna 30 ára afmæli bjór-
dagsins með veglegri hátíð
450 manna hátíð
hjá Kalda á Ár-
skógssandi
Morgunblaðið/Hari
Skál! Þrjátíu ár eru liðin síðan bjórbanninu var aflétt og hinn 1. mars verð-
ur því fagnað í brugghúsi Kalda. Myndin er úr Bjórböðum Kalda.
Freyr Bjarnason
Jóhann Ólafsson
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra sagði að engin loforð hefðu
verið gefin um það að Gunnar Bragi
Sveinsson, þingmaður Miðflokksins
og fyrrverandi utanríkisráðherra,
yrði skipaður sendiherra. Kom þetta
fram á fundi í stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd Alþingis í gær, en til-
efnið er ummæli Gunnars Braga á
Klausturbar í nóvember sl. um til-
högun skipunar í embætti sendi-
herra. Aðspurður neitaði Guðlaugur
því að ýjað hefði verið að því við
hann, í tengslum við fyrri embættis-
færslur, að hann stæði í skuld við
einhvern eða bæri að gjalda ein-
hverjum greiða.
Guðlaugur Þór kvaðst kannast við
að hafa setið fund í Alþingishúsinu
síðasta haust með Bjarna Benedikts-
syni, fjármála- og efnahagsráðherra,
og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,
formanni Miðflokksins, og sagði
hann Sigmund Davíð hafa farið yfir
áhuga Gunnars Braga á að vera skip-
aður sendiherra. Sagðist Guðlaugur
Þór ekki hafa verið beittur þrýstingi
af þeim sem sátu fundinn, varðandi
fyrirgreiðslu eða eitthvað í þeim dúr.
Aðdragandi fundarins
ekki samkvæmt reglum
„Ég verð að halda því til haga að
mér sýnist að aðdragandi þess að
halda þennan opna fund sé ekki eins
og reglurnar kveða á um en það
truflar mig ekkert,“ sagði Bjarni
Benediktsson við upphaf fundarins í
gær. Bjarni sagði að Gunnar Bragi
hefði áður afturkallað allt sem kom
fram í máli hans í upptökunum þar
sem skilja mátti svo að hann ætti inni
greiða hjá Sjálfstæðisflokknum
vegna skipunar Geirs H. Haarde
sem sendiherra í Washington. „Ég
ítreka að ég átti enga aðkomu að
þeirri ákvörðun sem hann tók um
sendiherrastöðu í Washington og
það lágu engin loforð fyrir frá mér
um þá stöðu,“ sagði Bjarni.
Spurður sagðist hann kannast við
að hafa heyrt Gunnar Braga nefna
að hann hefði áhuga á því að starfa í
utanríkisþjónustunni í framtíðinni.
„Þau mál voru ekki rædd við mig til
að tryggja einhver loforð. Ég sat og
sit sem fjármálaráðherra og hef ekk-
ert með skipan sendiherra að gera,“
sagði Bjarni.
Ólögmæt hljóðritun
Helga Vala Helgadóttir, formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
las upp yfirlýsingar þeirra Gunnars
Braga og Sigmundar Davíðs, þing-
manna Miðflokksins, við upphaf
fundar en hvorugur þeirra mætti á
fundinn. Í yfirlýsingu Gunnars
Braga kom fram að tilefni fundarins
væri „ólögmæt hljóðritun af ummæl-
um sem ég lét falla í trúnaðarspjalli á
veitingastað í borginni“.
Hann segist hafa viðurkennt að
hafa farið með rangt mál sem eigi
ekki við rök að styðjast og kveðst
engu hafa við það að bæta.
Hann segir að alþingismönnum
beri ekki skylda til að mæta á fund-
inn sem um ræðir og talar um að
boðað hafi verið til fundarins „í þeim
annarlega tilgangi til að koma höggi
á andstæðinga“.
Í yfirlýsingu Sigmundar Davíðs
kom fram að engin rannsókn hefði
farið fram á tildrögum þess að hljóð-
upptökurnar voru teknar á barnum
og að ógjörningur sé að segja til um
hvað hafi verið klippt út úr þeim og
hvað hafi verið „soðið saman“.
Engin loforð gefin um stöðuna
Ráðherrar mættu á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna ummæla Gunnars Braga
um skipun í sendiherrastöðu Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð fjarverandi þrátt fyrir fundarboð
Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson sagðist sem fjármálaráðherra ekki hafa neina aðkomu
að því að skipa sendiherra. Engin loforð um skipun Gunnars Braga væru frá honum komin.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson sagði að hann hefði aldrei lofað því
að Gunnar Bragi yrði skipaður sendiherra og að ekki stæði til að skipa hann í stöðuna.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Gunnar Bragi
Sveinsson
Grikklandsævintýri
sp
ör
eh
f.
Vor 7
Í þessari mögnuðu ferð munum við kynnast einstöku
samspili náttúru og sögu Grikklands. Við skoðum þorpin
Fira og Oia á eyjunni Santorini, merkar fornminjar verða
á vegi okkar á meginlandinu og við kynnumst Aþenu sem
er heill heimur út af fyrir sig. Ferðinni lýkur með nokkurra
daga dvöl í Vouliagmeni þar sem stöðuvatn, strönd og
náttúra kemur saman í fögru samspili.
19. apríl - 2. maí
Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 537.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!