Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is E ldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir ein- hver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst her- bergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Þró- uninni í snjalltækninni í tólum og tækjum sem tengjast eldamennsku og mat virðast lítil takmörk sett og það eru spennandi tímar fram undan fyrir áhugafólk um tækni og tæki. Þeytarar og sleifar sem mæla skammtastærðir og senda upplýs- ingar um þyngd hráefnanna sem verið er að vinna með í app eru dæmi um hversu snjalltækjavædd elda- mennskan er að verða. Alexa: Hitaðu upp lasagnað! Bandarísku raftækjarisarnir LG og Whirlpool kynntu nýverið nýja línu eldhús- og heimilistækja sem stjórna má með snjallsímum og raddstýringartækjum og netversl- unin Amazon hóf nýlega framleiðslu raddstýrðra eldhústækja og er það fyrsta komið á markað, örbylgjuofn sem lýtur stjórn raddstýringartæk- isins Alexu. Hvorki þarf að stilla inn tíma né kerfi, heldur er nóg að gefa honum skipanir á borð við: „Alexa: poppaðu!“ Eða: Alexa: „Hitaðu upp lasagnað síðan í gær!“ Hapifork er stytting fyrir Happy Fork eða hamingjugaffall og hann nemur hreyfingar og neyslu- mynstur þess sem borðar með hon- um. Þegar hamingjugaffallinn skynjar að of hratt sé borðað fer hann að titra og blikka ljósum. Gaff- allinn sendir líka boð í app í snjall- símanum um hversu mikið var borð- að og þannig geta þeir sem það vilja haft yfirsýn yfir hvað þeir borða. Í snjallbollanum Ember verður kaffið aldrei kalt, en hann er þeirrar náttúru að stilla má hversu heitur vökvinn í honum á að vera. Hitinn er stilltur í appi í símanum sem lætur vita þegar drykkurinn hefur náð því hitastigi sem óskað er. Einnig er hægt að tala við bollann og segja honum hvað hann á að vera heitur. Snjallbox og kokteilavél Er frystirinn þinn fullur af afgöngum í plastboxum sem hafa verið þar lengur en elstu menn muna og enginn hefur lyst á? Banda- ríska fyrirtækið Ovie hefur hannað snjallbox. Matur er settur í boxið og ýtt á takka á loki þess, en við það tengist það appi sem m.a. inniheldur upplýsingar um æskilegan geymslu- tíma matvæla. Appið er síðan látið vita hvað er í boxinu og þegar líða fer á geymslutímann og innihaldið enn ósnert sendir það áminningu um hvort ekki eigi að borða matinn. Þetta er að sjálfsögðu líka raddstýrt. Ekki má gleyma matardisknum SmartPlate. Hann er búinn þremur myndavélum og skynjurum sem skrá inn í app í símanum hversu mikið er sett á hann og hann lætur vita sé skammturinn of stór. Einnig er hægt að skrá í appinu hvaða mat- ur er á diskinum og reiknar það þá samstundis út hitaeiningafjölda og gildi næringarefna. Svo er eitt splunkunýtt tæki til viðbótar sem fellur reyndar ekki undir snjalltæki en þykir býsna ný- stárlegt. Það er kokteilavélin Barte- sian sem er ekki ósvipuð Nes- presso-kaffivél að gerð. Í henni eru fimm tankar, í einum er vatn og í hinum áfengistegundir og í stað kaffihylkja notar vélin hylki sem innihalda bragðefni fyrir vinsæla kokteila. Það eina sem þarf að gera er að stinga hylkinu í vélina, velja áfengistegundina (eða vatnið, ef út- búa á óáfengan kokteil) og síðan rennur dýrðin úr vélinni. Talsvert hefur verið fjallað um Bartesian í erlendum fjölmiðlum sem eitt athyglisverðasta eldhús- tækið á árinu 2019, en samkeppnin um þá nafnbót virðist ætla að verða býsna hörð. Athugull gaffall og snjall diskur Raddstýrðar sleifar og kaffibolli sem tekur við skipunum. Þetta eru ekki fyrirbæri í hrollvekjandi framtíðarskáldskap um að heimilistækin hafi tek- ið völdin heldur eru þetta boðberar nýrra tíma í eldhúsum og meðal þess sem framleiðendur eld- hústækja og -áhalda hafa kynnt til sögunnar að undanförnu. Hamingjugaffallinn Hann áminnir þá sem háma í sig matinn með titringi og ljósum og sendir boð í snjallsíma um magn þess sem borðað er. Snjallbolli Í þessum bolla verður kaffið aldrei kalt, en bollanum er gefin skipun um hvert hitastig inni- haldsins í honum eigi að vera. Má bjóða þér kokteil? Bartesian afléttir þeirri þungu byrði af fólki að blanda eigin kokteila. Vélinni er spáð velgengni á eldhústækjamarkaðinum. Snjalltæki í eldhúsinu Sífellt fleiri framleiðendur eldhústækja og -áhalda framleiða tæki sem tengjast netinu og eldamennskan verður sífellt snjall- tækjavæddari. Mörgum þessara tækja er stýrt með raddstýringarbúnaði og virðist hugmyndaflugi framleiðenda vera fá takmörk sett. Tekur ál, stál og ryðfrí hnoð upp að 4,8mm. LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðum. Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu) M12 BPRT Alvöru hnoðbyssa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.