Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Sálfræðiþjónusta er ókeypisfyrir börn og unglinga að 18ára aldri á öllum stöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Öflugur hópur sálfræðinga starfar á stöðvunum við mat á vanda, með- ferð og ráðgjöf. Sálfræðingarnir eru í samstarfi við lækna, hjúkr- unarfræðinga og annað fagfólk á hverri stöð. Einnig er samstarf eft- ir þörfum við skóla- og félags- þjónustu, barnavernd og barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Kvíði, þunglyndi og heðgunarvandi Þeir sem telja barn sitt þurfa að- stoð eða þjónustu sálfræðinga panta tíma hjá heimilislækni. Í samráði við hann er ákveðið hvort vísa eigi til sálfræðings á stöðinni. Bið eftir tíma hjá sálfræðingi er nokkuð mismunandi eftir stöðvum. Stundum er engin bið og almennt er bið ekki lengri en tólf vikur. Málefni hvers og eins er skoðað og erindum forgangsraðað þannig að ef málið er aðkallandi þá er tími gefinn fljótt. Ef um biðtíma er að ræða getur fólk fengið upplýsingar um sjálfshjálparefni til dæmis á vefsíðum og bókum. Lista yfir sjálfshjálparefni má sjá hér fyrir neðan. Hægt er að leita til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum með ýmis mál. Sálfræðingar meta eðli vanda og í framhaldinu er ákveðið hvort þörf sé á meðferð og þá hvernig. Vandi eins og kvíði, þunglyndi og hegð- unarvandi eru mjög algengt við- fangsefni. Til dæmis þegar barn á í erfiðleikum með að fara eftir fyrir- mælum eða tekur tíð skapofsaköst, getur ekki gist hjá vinum eða farið í skólaferðalög eða vill ekki mæta í skóla. Foreldrar með í fyrsta viðtal Þegar barn á erfitt með að mæta í skóla þarf að ganga úr skugga um hvar vandinn liggur, til dæmis hvort námserfiðleikar eða einelti sé til staðar, erfiðar heimilisaðstæður, þunglyndi eða hvort barnið sé að gera allt of miklar kröfur til sjálfs sín um frammistöðu. Einnig þarf að muna að kvíði, depurð, sorg og pirringur geta verið mjög eðlilegar tilfinningar við ákveðnar aðstæður og krefjast ekki endilega inngripa. Þegar vandi er alvarlegur eða sérhæfður getur sálfræðingur á heilsugæslustöð vísað í greiningu og meðferð annars staðar og auð- veldað þannig aðgengi að þeirri þjónustu sem barnið eða unglingur- inn þarfnast. Sálfræðingar á heilsu- gæslustöðvunum gera ekki grein- ingar á námserfiðleikum eða þroskafrávikum eins og ADHD og einhverfu. Boðið er upp á einstaklings- meðferð, foreldraráðgjöf og á sum- um stöðvum hópmeðferð. Foreldrar koma yfirleitt með í fyrsta viðtal, gefa upplýsingar um þroskasögu og sína sýn á vandann ásamt því að leitað er eftir upplýsingum frá barninu eða unglingnum. Stálpaðir unglingar mæta oftast einir í ein- staklingsviðtöl eða í hópmeðferð. Foreldrar taka yfirleitt fullan þátt í meðferð barna undir 12 ára, það er mæta með barninu og aðstoða við heimaæfingar á milli tíma, hvort sem um er að ræða einstaklings- viðtöl eða hópmeðferð. Árangur næst oft fljótt Meðferð barna á leikskólaaldri fer nær eingöngu fram í gegnum foreldra. Það á einnig við um ráð- gjöf vegna hegðunarvanda. Þá eru t.d. viðbrögð foreldra skoðuð og síð- an fá foreldrar leiðbeiningar um æskilegri viðbrögð í samskiptum við barnið. Lengd meðferðar er mismunandi og fer eftir vanda. Al- mennt næst árangur á 4-6 tímum, jafnvel á styttri tíma en stundum lengri. Þegar meðferð er lokið þá er hægt að bjóða eftirfylgdartíma eða símtal eða bjóða foreldrum að hafa samband ef bakslag verður. – Nán- ari upplýsingar um sálfræðiþjón- ustu á heilsugæslustöðvum má finna á www.heilsugaeslan.is /thjonusta-stodvanna/salfraedi- thjonusta Bjargráð á biðtíma Upplýsinga- og fræðsluvefur: heilsuvera.is Reiði, neikvæðni, áhyggjur, svefnvandi: Hvað get ég gert bæk- urnar. hvadgeteggert.is Ýmis hagnýt ráð frá Þroska- og hegðunarstöð – ADHD og kvíði: www.heilsugaeslan.is/serthjonusta/ throska-og-hegdunarstod Fræðsluefni frá BUGL: www.barnaspitali.is/barnaspitali- hringsins/barna-og-unglingaged- deild-bugl/fraedsluefni-bugl Sjálfsstyrking og sjálfsmynd: sjalfsmynd.com Fræðsla um Hugræna atferlis- meðferð, ætlað unglingum: thinnbestivinur.is Greina hvar vandi liggur Heilsuráð Dr. Agnes Agnarsdóttir og Sigríður Snorradóttir sál- fræðingar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Getty Images Barn Fyrir unga sál er lífið oft þraut og þá er gott að eiga hjálpina vísa. Sálfræðingar Sigríður Snorradóttir t.v. og Agnes Agnarsdóttir eru í hópi sem starfar á heilsugæslustöðvum og metur vanda og veitir ráð. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Þrír hlutu viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar fyrir árið 2018, Sólveig Magnúsdóttir, kennari við Kópavogsskóla, Berglind Pála Bragadóttir, kennari við Snæ- landsskóla, og Samkóp, samtök for- eldrafélaga í Kópavogi. Viðurkenn- ingin var afhent í Salnum í Kópavogi síðastliðinn fimmtudag. Sólveig Magnúsdóttir starfar með íslensku sem annað móðurmál. Hún nýtir fjölbreytilega kennsluhætti við kennsluna og hefur hag nemenda af erlendum uppruna í huga í sínum störf- um. Berglind Pála Bragadóttir er kennari í samfélagsfræði og hefur m.a. sett upp frumsamda söngleiki og kennt félagsfærni á unglingastigi. Samkóp, samtök foreldrafélaga í Kópavogi, sem einnig fengu verðlaun, halda úti öfl- ugu starfi sem styrkir skólana m.a. í þágu velferðar barna. Fengu viðurkenningar í Kópavogi Kópavogur Viðurkenningar afhentar. Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti, ásamt fylltum paprikum. Bragðlaukarnir verða ekki sviknir af þessari hollustu. gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og snjallsímanum. bakaðar kjúklingabringur Hollustan hefst á gottimatinn.is Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Nýkomin sending af buxum frá Str. 38-58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.