Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Farðu nýja leið út í heim
Safnaðu Vildarpunktum eftir ýmsum leiðum og draumafríið gæti verið innan seilingar.
Þú getur blandað saman punktum og peningum þegar þú greiðir fyrir farmiðann.
Hefur þú kannað hvað leynist í punktunum þínum?
LEYNIST RÓMANTÍK
Í PUNKTUNUM ÞÍNUM?
PUNKTARPENINGAR
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
8
86
18
01
/1
9
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stjórn Veiðifélags Hítarár hefur ekki
kannað formlega hvort skylt er að
gera umhverfismat vegna fram-
kvæmda við að koma ánni í sinn fyrri
farveg. Grafa þarf skurð í gegnum
skriðu sem féll í sumar yfir farveg ár-
innar þannig að hún varð að finna sér
nýja leið. Formaður félagsins telur
ólíklegt að svo sé, miðað við forsögu
málsins.
Verkfræðingur sem undirbúið hef-
ur verkið fyrir stjórn Veiðifélags Hít-
arár hefur reiknað út að grafa þurfi
um 1,5 kílómetra leið í gegnum skrið-
una, eftir gamla farveginum. Skriðan
er 10 metra þykk þar sem dýpst er á
farveginn. Telur verkfræðingurinn að
moka þurfi til um 300 þúsund rúm-
metrum af jarðvegi.
Í lögum um mat á umhverfisáhrif-
um segir að framkvæmdir þar efn-
istaka sem raskar meira en 50.000
fermetrum eða efnismagn er meira
en 150.000 rúmmetrar skuli ávallt
háðar mati á umhverfisáhrifum. Að
því er fram kemur á vef Skipulags-
stofnunar er forsendan sú að slíkt
efnismagn teljist til stærri fram-
kvæmda sem líklegar eru til að geta
haft veruleg umhverfisáhrif.
Við umhverfismat þarf að skila
matsáætlun og síðan frummats-
skýrslu og loks matsskýrslu áður en
Skipulagsstofnun gefur álit á áhrifum
framkvæmdarinnar. Almenningi og
öðrum hagsmunaaðilum gefst tæki-
færi til að segja álit sitt og kæra á
fleiri en einu stigi og sýnir reynslan
að ferlið getur tekið langan tíma, sér-
staklega ef framkvæmdir eru um-
deildar.
Ekki verið að fórna neinu
Ólafur Sigvaldason, formaður
Veiðifélags Hítarár, telur ólíklegt að
þörf verði talin á umhverfismati. Þótt
efnismagn sé mikið sé ekki verið að
fórna gróðri eða náttúru. Áin hafi
runnið í þessum farvegi í þúsundir
ára og því ljóst hvaða áhrif það hafi á
umhverfið að færa ána í sinn forna
farveg. Framkvæmdin hafi augljós-
lega jákvæð áhrif á lífríkið. Nefnir
Ólafur að 38% af búsvæðum seiða í
ánni nýtist ekki vegna skriðunnar.
Þannig sé svæðið sem þornaði upp
mjög gott uppeldissvæði. Tekur hann
fram að þetta þýði þó ekki endilega að
veiði minnki mikið í framtíðinni.
Ólafur segist hafa meiri áhyggjur
af óbreyttu ástandi, það er að segja af
nýja farveginum. Áin eigi eftir að
festa sig í honum. Töluverður fram-
burður af sandi sé til dæmis í hlið-
arána, Tálma, sem vatn Hítarár fer
nú um.
Veiðifélagið hefur áhuga á að hefj-
ast sem fyrst handa, helst í vor, og
hefur óskað eftir leyfi Borgarbyggðar
sem landeiganda til að byrja. Byggð-
aráð hefur óskað eftir frekari upplýs-
ingum og leitað álits umhverfis-,
skipulags- og landbúnaðarnefndar
sveitarfélagsins. Ólafur á von á því að
fjallað verði um málið á þeim vett-
vangi í byrjun næsta mánaðar.
Verkfræðingurinn áætlaði að gröft-
urinn myndi kosta 264 milljónir en
stjórnin vonast til að fá hagstæðari
tilboð. Ólafur segir að vinna við fjár-
mögnun verksins sé komin ágætlega
af stað. Vonast hann til að Fiskrækt-
arsjóður aðstoði félagið eitthvað.
Náttúruhamfarasjóður bætir ekki
slíkar skemmdir þar sem áin eða
hlunnindi hennar eru eðli málsins
samkvæmt ekki brunatryggð. Ólafur
segir hins vegar ekki óeðlilegt að ríkið
hjálpi til, til dæmis með því að sleppa
virðisaukaskatti af vinnunni.
Hítará gæti þurft umhverfismat
Ef endurheimt Hítarár í sinn fyrri farveg þarf að fara í umhverfismat getur verkið tafist Moka þarf
300 þúsund rúmmetra Formaður Veiðifélags Hítarár segir áhrif framkvæmdarinnar vera þekkt
Berghlaup
» Skriðan féll úr Fagraskógar-
fjalli í Hítardal í byrjun júlí og
er um 1,8 ferkílómetrar að flat-
armáli. Er hún talin stærsta
skriða sem fallið hefur hér á
landi á sögulegum tíma.
» Fjallshlíðin var vatnsósa eft-
ir rigningar í sumar. Vatnið fór
ofan í bergsprungur og veikti
jarðveginn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hítardalur Skriðan fór yfir farveg Hítarár og við það lokuðust af 38% af uppeldissvæðum seiða í ánni.