Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Norðursegulskautið hefur færst svo
mikið til að uppfæra þarf segullíkan
jarðar (World Magnetic Model) fyrr
en til stóð. Líkanið endurspeglar seg-
ulsvið allrar jarðarinnar á hverjum
tíma og hefur til þessa verið uppfært
á fimm ára fresti. Þetta kemur fram í
grein sem birtist á vef vísindaritsins
Nature 9. janúar sl.
Mikilvægt er að vita staðsetningu
segulskautanna hverju sinni. Nál
seguláttavita á norðurhveli jarðar
vísar yfirleitt í átt að nyrðra segul-
skautinu, nema staðbundin segul-
áhrif trufli. Sjálfur norðurpóllinn er
viðmiðunarpunktur landakorta og
kyrr á sínum stað en nyrðra segul-
skautið færist fram og aftur í takt við
hreyfingar fljótandi segulmagnaðs
járns í iðrum jarðar. Munurinn í
stefnunni á norðurpólinn og nyrðra
segulskautið er kallaður misvísun og
þarf að taka hana til greina þegar
stefna sem áttavitinn sýnir er færð
yfir á landakort og öfugt.
Er á leið frá Kanada til Síberíu
Norðursegulskautið var lengi und-
ir norðurhluta Kanada en svo tók það
á rás og stefnir nú hraðbyri í átt til
Síberíu. Um þessar mundir er nyrðra
segulskautið undir Norður-Íshafinu.
Ætlunin var að uppfæra segullíkan
jarðar 15. janúar en vegna stöðvunar
á greiðslum hins opinbera í Banda-
ríkjunum er ekki von á uppfærslunni
fyrr en 30. janúar. Segullíkanið er
undirstaða nútíma siglingatækni sem
byggist á seguláttavitum, allt frá
áttavitum skipa til korta Google í
snjallsímum.
Segullíkan jarðar var síðast upp-
fært árið 2015 og átti næsta upp-
færsla að koma 2020. Vegna þess hve
segulsviðið hefur breyst ört und-
anfarin ár telja vísindamenn að upp-
færa þurfi líkanið sem fyrst. „Skekkj-
an eykst stöðugt,“ hefur Nature eftir
Arnaud Chulliat, vísindamanni við
Coloradoháskóla í Boulder og banda-
ríska stofnun (NOAA) um umhverf-
isupplýsingar.
Snemma á síðasta ári sáu vísinda-
menn við NOAA og bresku jarðvís-
indastofnunina (British Geological
Survey) í Edinborg að skekkjan í
segullíkani jarðar var að verða meiri
en siglingafræðileg skekkjumörk
leyfðu.
Tvær ástæður helstar
Í frétt frá Reuters 11. janúar kem-
ur fram að bandaríski herinn hafi far-
ið fram á að segullíkan jarðar yrði
uppfært fyrr en venjulega vegna
þess hvað skekkjan var orðin mikil.
Slík beiðni á sér engin fordæmi. Her-
ir Atlantshafsbandalagsins, Banda-
ríkjanna og Bretlands eru á meðal
þeirra sem styðjast við segullíkanið
líkt og borgaralegir siglingafræð-
ingar og aðrir sem þurfa að rata sína
leið.
Að sögn Nature greindi Chulliat
frá því á ráðstefnu bandaríska jarð-
eðlisfræðisambandsins í Washington
DC í síðasta mánuði að tvennt ylli
þessum óvenjumiklu breytingum.
Annars vegar að jarðsegulhnykkur
undir Suður-Ameríku árið 2016 hafi
komið á versta tíma, rétt eftir upp-
færslu segullíkans jarðar árið 2015.
Hins vegar hafi færsla nyrðra segul-
skautsins aukið á vandann. Norður-
segulskautið fer sínar eigin leiðir og
hefur ferðalag þess vakið áhuga og
fangað athygli landkönnuða og vís-
indamanna allt frá því að James
Clark Ross mældi það fyrst árið 1831
á heimskautasvæði Kanada.
Um miðjan 10. áratug síðustu ald-
ar jókst hraði tilfærslu nyrðra segul-
skautsins frá því að hafa færst um 15
km á ári upp í að færast um 55 km á
ári. Eftir síðustu aldamót var nyrðra
segulskautið komið undir Norður-
Íshafið. Í fyrra fór svo norður-
segulskautið yfir daglínuna og yfir á
austurhvel jarðar. Það stefnir nú óð-
fluga í átt til Síberíu, að því er segir í
Nature. Ljóst er að þeir sem fylgj-
ast með þróun segulsviðs jarðar
munu hafa nóg að gera á næstunni.
Áhrifin mest næst pólnum
Þorsteinn Sæmundsson stjörnu-
fræðingur sá um rekstur segulmæl-
ingastöðvarinnar í Leirvogi frá 1963
til 2005 og gerð segulkortsins. Hann
segir að þær breytingar sem hér er
lýst hafi mest áhrif nálægt heim-
skautunum. Þeirra hafi gætt hér á
landi en engin stökkbreyting orðið
frá síðustu aldamótum. Kort sem
sýnir misvísun áttavitans er birt á
hverju ári í Almanaki Háskóla Ís-
lands en uppfært á fimm ára fresti.
Það er teiknað á Raunvísinda-
stofnun Háskólans eftir mælingum í
segulmælingastöðinni í Leirvogi og
samanburðarmælingum í mælistöð-
um úti á landi. Þorsteinn segir að
þegar fyrsta kortið birtist 1971 hafi
misvísun farið minnkandi um eina
gráðu á 15 árum. Breytingin varð
örari og frá árinu 2000 hefur hún
numið einni gráðu á þremur árum.
Þorsteinn bendir á að hér hafi seg-
ulmögnuð jarðlög svo mikil áhrif á
áttavita að stefna nálarinnar sé afar
breytileg frá einum stað til annars.
Gunnlaugur Björnsson, stjarneðl-
isfræðingur við Raunvísindastofnun
Háskólans, tók við segulmæling-
unum og útreikningum segulkortsins
af Þorsteini. „Segulsviðið er ekki
mjög einfalt, fyrir utan að vera
breytilegt,“ segir Gunnlaugur. „Mér
sýnist ekkert óvenjulegt hafa verið í
gangi, af því sem ég er búinn að
skoða. Ég er reyndar, líkt og aðrir, að
bíða eftir viðbótarupplýsingum með-
al annars frá Bandaríkjunum.“
Hann segir að misvísunarkort sem
gefin eru út séu flest byggð á mæl-
ingum. Þá fari menn og sannreyni
hvernig segulsviðið og segulstefnan
sé á hverjum stað. Niðurstaðan pass-
ar ekki alltaf við segullíkan jarðar
vegna staðbundinna aðstæðna.
Gunnlaugur segir að svo virðist
sem staðbundnir straumar djúpt í
jörðu undir Kanada hafi valdið þess-
um breytingum í ferð segulpólsins.
„Við verðum ekki vör við þessa
breytingu hér hjá okkur. Hún er
meiri næst norðursegulskautinu
norður af Kanada,“ segir Gunn-
laugur.
Hann segir að segulskautið færist
ekki jafnt og þétt heldur virðist það
taka stökk. Upp úr 1980 jókst hrað-
inn þannig að færslan sem hafði num-
ið einni gráðu á 15 árum frá Íslandi
séð varð ein gráða á fimm árum. Rétt
fyrir síðustu aldamót stökk tilfærslan
upp í að nema einni gráðu á hverjum
þremur árum og er hún á því róli nú.
Norðursegulskautið færist stöðugt
nær norðurpólnum frá okkur séð
þannig að misvísun í Reykjavík, þ.e.
bilið á milli stefnunnar á segulpólinn
og stefnu á norðurpólinn, minnkar.
„Við verðum að uppfæra misvís-
unarkortin reglulega því skip og flug-
vélar geta þurft á því að halda ef t.d.
gps-kerfið dettur út og önnur nú-
tímaleiðsögutæki. Seguláttavitinn
virkar alltaf . Þess vegna verður að
halda þessu við,“ sagði Gunnlaugur.
Hann sagði að yrðu breytingar á seg-
ulsviðinu hraðari, þótt þær séu stað-
bundnar, þá þyrfti að gefa þær út og
betrumbæta segullíkan jarðar.
Er pólvending í vændum?
Haraldur Sigurðsson eldfjalla-
fræðingur bloggaði 2011 um fleygi-
ferð nyrðra segulskautsins. Þar
varpaði hann því fram hvort þessi
hraða hreyfing gæti bent til þess að
segulskaut jarðar væru komin að því
að pólvendast? Hann sagði að jarð-
sagan sýndi að segulskautin pólvent-
ust á nokkur hundruð þúsund ára
fresti. Síðasta vending var fyrir um
780 þúsund árum.
Þá sýnir jarðsagan að í fyrri til-
fellum tók það um eitt þúsund til tíu
þúsund ár fyrir segulsviðið að steyp-
ast á koll. Hann skrifar að segulsvið
jarðar sé myndað af straumum í
kjarna jarðar. Yfirborð bráðins
kjarnans er á um 2.900 km dýpi og
hann er um 5.000°C heitur.
Nyrðra segulskautið á hraðferð
Uppfæra þarf segullíkan jarðar fyrr en ráðgert var vegna mikilla breytinga í segulsviðinu
Áhrifin eru mest næst heimskautunum Breytingin hefur áhrif á merkingu flugbrauta
Norðursegulskautið tekur á stökk yfi r Norður-Íshafi ð í átt að Síberíu
Misvísun seguláttavita í Reykjavík
Auðkenni fl ugbrauta
Norðurpóllinn
(e. Geographic North
Pole) og suðurpóllinn
mynda þann öxul
sem jörðin snýst um. Norður-
póllinn er jafnframt landfræði-
legt „rétt“ norður sem notað er
á öllum landakortum.
Segulpóll (e. Magnetic Pole)
er póll segulsviðs jarðarinnar á
yfi rborði hennar. Nál seguláttavita
bendir á norður-segulpólinn. Hann
færist til um 55 km á ári. Misvísun segulátta-
vita, eða munurinn á segulnorðri og réttu
norðri, breytist því ár frá ári. Núverandi mis-
vísun er um 13 gráður og 14 mín. í Reykjavík.
Færsla segulpólsins frá 1900
60
40
20
0
55 kílómetra er segulpóllinn
að færast á hverju ári
Kílómetrar á ári
1900 1920 1940 1960 1980 2000 2020
Heimild: Earth, Planets
and Space, 2015
Spá fyrir
2015-’20
Jan. 1919
-32° 40.56’
Jan. 1994
-20° 20.04’
Jan. 2019
-13° 14.10’
Heimild: geomag.nrcan.gc.ca - magnetic declination calculator
Flugbraut
31 á Reykja-
víkurfl ugvelli
liggur í 310°
stefnu segul-
áttavita.Heimild: Earth, Planets and Space
G RÆ N L A N D
Í S L A N D
K A N A DA
2.200 kílómetra eða um
20° hefur segulpóllinn
færst síðan árið 1900
Norðurljósabeltið snýst um norður-
jarðsegulpólinn en hann færist lítið
sem ekkert ár frá ári. Norðurljósin
verða því áfram á sínum stað.
Jarðsegulpóll (e. Geomagnetic Pole)
er norður (eða suður) póll segulsviðs
jarðarinnar út á við í segulhvolfi nu.
Barentshaf
70°
80°
N
orðurheim
skautsbaugur
Jarðsegul-
póllinn 2015
Norðurpóllinn
Segulpóllinn 2015
(síðasta mæling)
1900
1900
1940 1980 2000
2010
1920 1960
ISAVIA hefur þurft að breyta
merkingum á endum flugbrauta
sinna vegna breytts segulsviðs,
að sögn Þrastar Söring, fram-
kvæmdastjóra rekstrarsviðs.
Brautirnar eru merktar eftir
segulstefnu. Þannig er brautar-
endi í stefnu 190° merktur 19 og
gagnstæður endi í 10° stefnu
merktur 01. Í heilum hring eru
360° og með því að nota einugis
fyrstu tvo stafina í stefnunni
eru innifalin 10° skekkjumörk í
merkingum.
„Á síðustu 30 árum erum við
búnir að breyta merkingum
tvisvar. Síðast var það gert á
Keflavíkurflugvelli sumrin 2016
og 2017,“ sagði Þröstur. „Staf-
irnir eru næstum 20 metra stór-
ir og það er því mikil vinna að
breyta þessum merkingum.“
Uppfæra
merkingar
ISAVIA
Þú finnur næsta sölustað á www.facebook.com/tetesepticeland
EKKI
láta veturinn
ná þér