Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norðursegulskautið hefur færst svo mikið til að uppfæra þarf segullíkan jarðar (World Magnetic Model) fyrr en til stóð. Líkanið endurspeglar seg- ulsvið allrar jarðarinnar á hverjum tíma og hefur til þessa verið uppfært á fimm ára fresti. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef vísindaritsins Nature 9. janúar sl. Mikilvægt er að vita staðsetningu segulskautanna hverju sinni. Nál seguláttavita á norðurhveli jarðar vísar yfirleitt í átt að nyrðra segul- skautinu, nema staðbundin segul- áhrif trufli. Sjálfur norðurpóllinn er viðmiðunarpunktur landakorta og kyrr á sínum stað en nyrðra segul- skautið færist fram og aftur í takt við hreyfingar fljótandi segulmagnaðs járns í iðrum jarðar. Munurinn í stefnunni á norðurpólinn og nyrðra segulskautið er kallaður misvísun og þarf að taka hana til greina þegar stefna sem áttavitinn sýnir er færð yfir á landakort og öfugt. Er á leið frá Kanada til Síberíu Norðursegulskautið var lengi und- ir norðurhluta Kanada en svo tók það á rás og stefnir nú hraðbyri í átt til Síberíu. Um þessar mundir er nyrðra segulskautið undir Norður-Íshafinu. Ætlunin var að uppfæra segullíkan jarðar 15. janúar en vegna stöðvunar á greiðslum hins opinbera í Banda- ríkjunum er ekki von á uppfærslunni fyrr en 30. janúar. Segullíkanið er undirstaða nútíma siglingatækni sem byggist á seguláttavitum, allt frá áttavitum skipa til korta Google í snjallsímum. Segullíkan jarðar var síðast upp- fært árið 2015 og átti næsta upp- færsla að koma 2020. Vegna þess hve segulsviðið hefur breyst ört und- anfarin ár telja vísindamenn að upp- færa þurfi líkanið sem fyrst. „Skekkj- an eykst stöðugt,“ hefur Nature eftir Arnaud Chulliat, vísindamanni við Coloradoháskóla í Boulder og banda- ríska stofnun (NOAA) um umhverf- isupplýsingar. Snemma á síðasta ári sáu vísinda- menn við NOAA og bresku jarðvís- indastofnunina (British Geological Survey) í Edinborg að skekkjan í segullíkani jarðar var að verða meiri en siglingafræðileg skekkjumörk leyfðu. Tvær ástæður helstar Í frétt frá Reuters 11. janúar kem- ur fram að bandaríski herinn hafi far- ið fram á að segullíkan jarðar yrði uppfært fyrr en venjulega vegna þess hvað skekkjan var orðin mikil. Slík beiðni á sér engin fordæmi. Her- ir Atlantshafsbandalagsins, Banda- ríkjanna og Bretlands eru á meðal þeirra sem styðjast við segullíkanið líkt og borgaralegir siglingafræð- ingar og aðrir sem þurfa að rata sína leið. Að sögn Nature greindi Chulliat frá því á ráðstefnu bandaríska jarð- eðlisfræðisambandsins í Washington DC í síðasta mánuði að tvennt ylli þessum óvenjumiklu breytingum. Annars vegar að jarðsegulhnykkur undir Suður-Ameríku árið 2016 hafi komið á versta tíma, rétt eftir upp- færslu segullíkans jarðar árið 2015. Hins vegar hafi færsla nyrðra segul- skautsins aukið á vandann. Norður- segulskautið fer sínar eigin leiðir og hefur ferðalag þess vakið áhuga og fangað athygli landkönnuða og vís- indamanna allt frá því að James Clark Ross mældi það fyrst árið 1831 á heimskautasvæði Kanada. Um miðjan 10. áratug síðustu ald- ar jókst hraði tilfærslu nyrðra segul- skautsins frá því að hafa færst um 15 km á ári upp í að færast um 55 km á ári. Eftir síðustu aldamót var nyrðra segulskautið komið undir Norður- Íshafið. Í fyrra fór svo norður- segulskautið yfir daglínuna og yfir á austurhvel jarðar. Það stefnir nú óð- fluga í átt til Síberíu, að því er segir í Nature. Ljóst er að þeir sem fylgj- ast með þróun segulsviðs jarðar munu hafa nóg að gera á næstunni. Áhrifin mest næst pólnum Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur sá um rekstur segulmæl- ingastöðvarinnar í Leirvogi frá 1963 til 2005 og gerð segulkortsins. Hann segir að þær breytingar sem hér er lýst hafi mest áhrif nálægt heim- skautunum. Þeirra hafi gætt hér á landi en engin stökkbreyting orðið frá síðustu aldamótum. Kort sem sýnir misvísun áttavitans er birt á hverju ári í Almanaki Háskóla Ís- lands en uppfært á fimm ára fresti. Það er teiknað á Raunvísinda- stofnun Háskólans eftir mælingum í segulmælingastöðinni í Leirvogi og samanburðarmælingum í mælistöð- um úti á landi. Þorsteinn segir að þegar fyrsta kortið birtist 1971 hafi misvísun farið minnkandi um eina gráðu á 15 árum. Breytingin varð örari og frá árinu 2000 hefur hún numið einni gráðu á þremur árum. Þorsteinn bendir á að hér hafi seg- ulmögnuð jarðlög svo mikil áhrif á áttavita að stefna nálarinnar sé afar breytileg frá einum stað til annars. Gunnlaugur Björnsson, stjarneðl- isfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans, tók við segulmæling- unum og útreikningum segulkortsins af Þorsteini. „Segulsviðið er ekki mjög einfalt, fyrir utan að vera breytilegt,“ segir Gunnlaugur. „Mér sýnist ekkert óvenjulegt hafa verið í gangi, af því sem ég er búinn að skoða. Ég er reyndar, líkt og aðrir, að bíða eftir viðbótarupplýsingum með- al annars frá Bandaríkjunum.“ Hann segir að misvísunarkort sem gefin eru út séu flest byggð á mæl- ingum. Þá fari menn og sannreyni hvernig segulsviðið og segulstefnan sé á hverjum stað. Niðurstaðan pass- ar ekki alltaf við segullíkan jarðar vegna staðbundinna aðstæðna. Gunnlaugur segir að svo virðist sem staðbundnir straumar djúpt í jörðu undir Kanada hafi valdið þess- um breytingum í ferð segulpólsins. „Við verðum ekki vör við þessa breytingu hér hjá okkur. Hún er meiri næst norðursegulskautinu norður af Kanada,“ segir Gunn- laugur. Hann segir að segulskautið færist ekki jafnt og þétt heldur virðist það taka stökk. Upp úr 1980 jókst hrað- inn þannig að færslan sem hafði num- ið einni gráðu á 15 árum frá Íslandi séð varð ein gráða á fimm árum. Rétt fyrir síðustu aldamót stökk tilfærslan upp í að nema einni gráðu á hverjum þremur árum og er hún á því róli nú. Norðursegulskautið færist stöðugt nær norðurpólnum frá okkur séð þannig að misvísun í Reykjavík, þ.e. bilið á milli stefnunnar á segulpólinn og stefnu á norðurpólinn, minnkar. „Við verðum að uppfæra misvís- unarkortin reglulega því skip og flug- vélar geta þurft á því að halda ef t.d. gps-kerfið dettur út og önnur nú- tímaleiðsögutæki. Seguláttavitinn virkar alltaf . Þess vegna verður að halda þessu við,“ sagði Gunnlaugur. Hann sagði að yrðu breytingar á seg- ulsviðinu hraðari, þótt þær séu stað- bundnar, þá þyrfti að gefa þær út og betrumbæta segullíkan jarðar. Er pólvending í vændum? Haraldur Sigurðsson eldfjalla- fræðingur bloggaði 2011 um fleygi- ferð nyrðra segulskautsins. Þar varpaði hann því fram hvort þessi hraða hreyfing gæti bent til þess að segulskaut jarðar væru komin að því að pólvendast? Hann sagði að jarð- sagan sýndi að segulskautin pólvent- ust á nokkur hundruð þúsund ára fresti. Síðasta vending var fyrir um 780 þúsund árum. Þá sýnir jarðsagan að í fyrri til- fellum tók það um eitt þúsund til tíu þúsund ár fyrir segulsviðið að steyp- ast á koll. Hann skrifar að segulsvið jarðar sé myndað af straumum í kjarna jarðar. Yfirborð bráðins kjarnans er á um 2.900 km dýpi og hann er um 5.000°C heitur. Nyrðra segulskautið á hraðferð  Uppfæra þarf segullíkan jarðar fyrr en ráðgert var vegna mikilla breytinga í segulsviðinu  Áhrifin eru mest næst heimskautunum  Breytingin hefur áhrif á merkingu flugbrauta Norðursegulskautið tekur á stökk yfi r Norður-Íshafi ð í átt að Síberíu Misvísun seguláttavita í Reykjavík Auðkenni fl ugbrauta Norðurpóllinn (e. Geographic North Pole) og suðurpóllinn mynda þann öxul sem jörðin snýst um. Norður- póllinn er jafnframt landfræði- legt „rétt“ norður sem notað er á öllum landakortum. Segulpóll (e. Magnetic Pole) er póll segulsviðs jarðarinnar á yfi rborði hennar. Nál seguláttavita bendir á norður-segulpólinn. Hann færist til um 55 km á ári. Misvísun segulátta- vita, eða munurinn á segulnorðri og réttu norðri, breytist því ár frá ári. Núverandi mis- vísun er um 13 gráður og 14 mín. í Reykjavík. Færsla segulpólsins frá 1900 60 40 20 0 55 kílómetra er segulpóllinn að færast á hverju ári Kílómetrar á ári 1900 1920 1940 1960 1980 2000 2020 Heimild: Earth, Planets and Space, 2015 Spá fyrir 2015-’20 Jan. 1919 -32° 40.56’ Jan. 1994 -20° 20.04’ Jan. 2019 -13° 14.10’ Heimild: geomag.nrcan.gc.ca - magnetic declination calculator Flugbraut 31 á Reykja- víkurfl ugvelli liggur í 310° stefnu segul- áttavita.Heimild: Earth, Planets and Space G RÆ N L A N D Í S L A N D K A N A DA 2.200 kílómetra eða um 20° hefur segulpóllinn færst síðan árið 1900 Norðurljósabeltið snýst um norður- jarðsegulpólinn en hann færist lítið sem ekkert ár frá ári. Norðurljósin verða því áfram á sínum stað. Jarðsegulpóll (e. Geomagnetic Pole) er norður (eða suður) póll segulsviðs jarðarinnar út á við í segulhvolfi nu. Barentshaf 70° 80° N orðurheim skautsbaugur Jarðsegul- póllinn 2015 Norðurpóllinn Segulpóllinn 2015 (síðasta mæling) 1900 1900 1940 1980 2000 2010 1920 1960 ISAVIA hefur þurft að breyta merkingum á endum flugbrauta sinna vegna breytts segulsviðs, að sögn Þrastar Söring, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs. Brautirnar eru merktar eftir segulstefnu. Þannig er brautar- endi í stefnu 190° merktur 19 og gagnstæður endi í 10° stefnu merktur 01. Í heilum hring eru 360° og með því að nota einugis fyrstu tvo stafina í stefnunni eru innifalin 10° skekkjumörk í merkingum. „Á síðustu 30 árum erum við búnir að breyta merkingum tvisvar. Síðast var það gert á Keflavíkurflugvelli sumrin 2016 og 2017,“ sagði Þröstur. „Staf- irnir eru næstum 20 metra stór- ir og það er því mikil vinna að breyta þessum merkingum.“ Uppfæra merkingar ISAVIA Þú finnur næsta sölustað á www.facebook.com/tetesepticeland EKKI láta veturinn ná þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.