Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 31
FRÉTTIR 31Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gottoggirnilegt
Núer ljúffengaGoða upphengiáleggið komið í umhverfis-
vænni umbúðir úr pappa. Því er ekkertmál að flokka og endurvinna.
Betra fyrirumhverfið
Goði - alltaf góður
NÝTT
Meðgóðri sAmvisku
Fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi
til Grænhöfðaeyja, eða Capo Verde,
var sl. mánudag á vegum ferða-
skrifstofunnar VITA. Flogið var
með vél Icelandair en ferðin var
farin í samstarfi við Moggaklúbb-
inn, sem er fríðindaklúbbur áskrif-
enda blaðsins.
Ferðaskrifstofan hyggst bjóða
upp á fleiri ferðir til Grænhöfða-
eyja í framtíðinni. Um er að ræða
eyjaklasa um 570 km undan vestur-
strönd Afríku og flugtími frá Kefla-
vík er u.þ.b. 7 klst. og 20 mín.
Fyrsta beina
leiguflugið til
Grænhöfðaeyja
Grænhöfðaeyjar Ferðamannastaður sem þekktur er fyrir suðrænt veður-
far, strendur, tæran sjó, menningu og sögu, segir í tilkynningu VITA.
Unglingspiltur var í gær handtekinn
vegna alvarlegrar líkamsárásar, en
hann veittist að öðrum unglingspilti
með eggvopni og hlaut sá stungu-
áverka. Ódæðið átti sér stað við Fjöl-
smiðjuna í Kópavogi í hádeginu.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Kópavogi er árásin í rann-
sókn hjá miðlægri rannsóknardeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur
á Landspítala. Ekki fengust í gær
upplýsingar um líðan piltsins.
Fjölsmiðjan í Ögurhvarfi er vinnu-
setur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-
24 til að þjálfa það fyrir almennan
vinnumarkað eða áframhaldandi
nám. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu barst tilkynning um alvar-
lega líkamsárás í hádeginu. Árásar-
maðurinn var handtekinn á staðnum
og er rannsókn á frumstigi.
Fjölsmiðjan hóf starfsemi 2001.
Stofnaðilar eru Rauði krossinn, fé-
lagsmálaráðuneytið og Vinnumála-
stofnun auk sveitarfélaga.
Piltur veittist að
öðrum með eggvopni
Handtekinn við Fjölsmiðjuna
Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins
sinnti í gærmorg-
un tveimur út-
köllum vegna
bruna.
Í öðru tilvikinu
var tilkynnt um
eld í dúfnakofa í
Reykjavík, en
eldurinn reyndist
minniháttar og
varð dúfunum ekki meint af, að sögn
varðstjóra hjá slökkviliðinu.
Í hinu tilvikinu kviknaði í vinnuvél
á vinnusvæði í borgarlandinu, en vél-
in, sem er beltagrafa, var frosin við
jörðina og hafði verið reynt að koma
henni af stað með því að hita hana
upp með gaslampa.
Ekki vildi betur til en svo að eldur
náði að læsa sig í belti gröfunnar.
Tveir dælubílar voru sendir á vett-
vang þar sem enginn brunahani var
nálægur. Þurftu slökkviliðsmenn að
dæla töluvert miklu magni af vatni
og froðu á gröfuna til að ná tökum á
brunanum.
Tvö minni-
háttar
brunamál
Slökkviliðsmenn
voru snöggir til.
Eldur kom upp í
dúfnakofa og gröfu