Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 32

Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 ÚR BÆJARLÍFINU Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Það var allt vaðandi í kökum og kruðeríi í Valsárskóla á Svalbarðs- strönd um liðna helgi. Tilefnið enda ærið til að koma saman og gúffa í sig kökum. Sá langlangþráði áfangi hef- ur nú loksins náðst að Vaðlaheiðar- göng hafa verið opnuð fyrir umferð. Formlegi borðaklippingadagurinn var á laugardag, viðstaddir allir helstu mektarmenn og máttar- stólpar byggðalaganna sín hvorum megin ganganna auk lengra að kom- inna gesta. Vel var til fundið að fá elstu íbúa sveitarfélaganna, Sval- barðsstrandahrepps og Þingeyj- arsveitar, til að klippa á borðann, þau Hólmfríði Ágústsdóttur á Sval- barðsstönd, 92 ára og Friðrik Glúmsson í Vallakoti í Reykjadal, sem verður 100 ára á komandi sumri.    Og talandi um kökur. Gestum var líka boðið upp á sætabrauð í gamla barnaskólanum í Skógum en í tilefni dagsins var sett upp bækistöð austan megin ganganna. Þangað var stöðugur straumur yfir daginn. Fé- lagar úr björgunarsveitinni Súlum á Akureyri voru á svæðinu og sá um að ferja fólkið á milli skólans og ganganna, en þar var metanstræó í stöðugum ferðum enda á milli. Súlu- félagar sáu líka um að flytja bakk- elsið frá Valsárskóla og yfir í Skóga þegar fór að ganga á veitingarnar eystra. Rétt að geta þess í framhjá- hlaupi að heiðurinn af öllum köku- bakstrinum áttu konur í kven- félögum Fnjóskdæla og Svalbarðsstrandar.    Hátíðarhöld eru að baki og hversdagsleikinn tekinn við með sín- um ísköldu vetrardögum. Og veg- gjöldum. Nú þarf að veifa kortum, skrá bílinn sem á að fara um göngin á vefsíðunni veggjöld.is og borga uppsett verð, 1.500 krónur fyrir eina staka ferð fólksbíls. Einmitt þessi veggjöld og útfærslan á þeim hefur orðið mönnum umræðuefni í bland við annað síðustu daga. Sumum finnst verðið sann- gjarnt, enda hægt að fara um göngin á lægra verði ef keyptar eru margar ferðir fyrirfram í einu. Öðrum finnst verðið of hátt og láta að því liggja að Víkurskarðið muni njóta þess um ókomna tíð. Á þann veg hafa for- svarsmenn SBA-Norðurleiðar talað, en þeir eru umsvifamiklir í ferða- þjónustu norðan heiða og víðar. Gríðarlegur fjöldi áætlanabíla á þeirra vegum er á ferðinni með far- þega úr skemmtiferðaskipum austur í Mývatnssveit að sumarlagi. Veg- gjöldin koma því vel við pyngjuna segja þeir, 700 þúsund kall eða um það bil þegar ferðirnar eru hvað flestar. Tíminn mun leiða í ljós hvernig mál þróast, en í ljósi reynslunnar hafa samgöngubætur á borð við jarðgöng ævinlega haft jákvæð áhrif á samfélagið. Engin ástæða er til að ætla annað en sú verði raunin með Vaðlaheiðagöng.    Og þá er kannski rétt að nefna að Akureyringar rétt löfðu í að vera 19 þúsund talsins um nýliðin áramót, 18.927 nákvæmlega svo því sé til haga haldið. Bæjarbúum fjölgaði um 140 á milli ára. Sem þykir nú ekki neitt svakalegt. Og varð til þess að Reykjanesbær skaust upp fyrir höf- uðborg hins bjarta norðurs, sem nú vermir fimmta sæti þegar kemur að fjölda íbúa í hverju sveitarfélagi.    Fæðingum á Sjúkrahúsinu á Akureyri fjölgaði þó um 3% á milli áranna 2017 og 2018, en á liðnu ári fæddust þar 392 börn samanborið við 382 árið á undan. Það hversu nákvæmlega margir íbúarnir eru skiptir eflaust ekki höf- uðmáli. Aðalatriðið að fólkinu líði sæmilega og búi við góða þjónustu. Yfir því er í flestum tilvikum ekki hægt að kvarta. Að minnsta kosti ekki yfir snjómokstri. Hann er yfir- höfuð með mestu ágætum. Einn gaurinn sem vinnur við að moka snjó af götum bæjarsins vakti á því at- hygli nýverið að þess væru þó nokk- ur dæmi að íbúar væru með leiðindi og gerðu lítið annað en að ausa sér yfir moksturmenn. Tilefnið á stund- um æði lítið. Því er hér lagt til að Ak- ureyringar andi eðlilega næstu ríf- lega tvo mánuði og taki lífinu, með eða án snjómoksturs með ró.    Akureyrarbær rekur líkast til eina umsvifamestu matsölu bæjar- ins, en nokkur þúsund börn borða hádegismat í grunnskólunum sem foreldrar og forráðamenn greiða fyrir. Hádegisverðurinn hækkaði um 3% um nýliðin áramót og kostar nú fyrir barn sem er í áskrift, þ.e. borðar í mötuneytinu alla skóladaga, 446 krónur hver máltíð. Hægt er að vera utan áskriftar og kaupa staka máltíð, en sú regla er í gildi að minnst þarf að panta 10 slíkar stak- ar máltíðir. Stöku máltíðirnar kosta 599 krónur eftir áramótahækkunina. Munurinn er 26%.    Starfsfólkið fær hádegismat- inn í grunnskólunum og kannski víð- ar á 318 krónur, næstum því helm- ingi lægra verði en þau börn sem kaupa staka máltíð. Vissulega er Ak- ureyrarbæ heimilt að gera vel við starfsfólk sitt og selja því hádegis- verð gegn vægu gjaldi. En þessi 26% munur á verði máltíðanna á milli blessaðra barnanna þykir fleirum en þeim sem þetta ritar heldur mikill. Það er nefnilega svo að þau börn sem ekki borða kjöt og fisk, eru grænmetisætur af ýmsum ástæðum hafa ekki kost á að komast í áskrifta- hópinn og fá hádegismatinn á lægra verðinu. Það eru ekki í boði nema örfáar máltíðir sem henta þeim hópi, súpur, grautar og skyr og að jafnaði er ein máltíð í mánuði grænmetis- tengd. Og auðvitað má í framhaldinu spyrja sig af hverju ætti að kaupa eina skál af skyr af Akureyrarbæ og greiða fyrir það 600 kall þegar hægt er að kaupa skyrdós í lágvöruverðs- verslun fyrir 200 krónur. En það er svo sem annað mál.    Sú nýjung hefur verið tekin upp í einhverjum af grunnskólum bæjar- ins að bjóða nemendum upp á vísi að salatbar meðfram hádegisverðinum og hafa þeir þá val um hvað þeir setja á diska sína. Sá galli er þó á þeirri góðu gjöf Njarðar að ekki er hægt að kaupa einungis aðgang að salatbarnum góða. Hann er bara innifalinn í verðinu hjá þeim sem kaupa matinn. Þannig að hann gagnast ekki áðurnefndum hópi barna sem ekki vilja kjöt og fisk. Bæjarfélag sem reynir að koma á móts við þarfir sem flestra hlýtur að taka þetta mál upp, einhvern tíma að minnsta kosti. Því þeim sem kjósa að haga mataræði sínum með þeim hætti að sneiða hjá kjöti og fiski mun aðeins fara fjölgandi á komandi ár- um. Jarðgöngum fagnað með kökum og kruðeríi Morgunblaðið/Margrét Þóra Moka snjó Snjómokstur er yfirhöfuð með ágætum á Akureyri þótt fyrir komi að bæjarbúar séu ekki alveg sáttir. Hollt Salatbar í skólamötuneyti. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Klippt á borðann Friðrik Glúmsson og Hólmfríður Ásgeirsdóttir opnuðu Vaðlaheiðargöngin með formlegum hætti. www.apotekarinn.is - lægra verð REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsog , p ín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. stöflur orða lástur. Inniheldur nikót * * 15% afsláttur af öllu lyfjatyggigúmmí, öllum styrkleikum og pakkningarstærðum. Afslátturinn gildir út janúar 2019. Ný vefsíða www.Nicotinell.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.