Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 33

Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Sjónvarpsstöðin SportTV hefur tryggt sér sýningarréttinn á þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Stöðin hyggst sýna 5-6 leiki í hverri umferð í opinni dagskrá. Leikina má nálgast á netinu og á sjónvarpsstöðvum Símans og Sýn- ar. Þýskir knattspyrnumenn snúa til baka um helgina að loknu vetrar- fríi. Á föstudagskvöldið klukkan 19.30 mun Sport TV sýna leik Hof- fenheim og Bayern Munchen. Á laugardag verða tveir leikir sýndir, Augsburg-Fortuna Dusseldorf klukkan 14.30 og RB Leipzig- Borussia Dortmund klukkan 17.30. Tveir Íslendingar leika með þýsk- um liðum, Alfreð Finnbogason með Augsburg og Aron Jóhannsson með Werder Bremen. Sýn sýndi í fyrra- vetur leiki í þýsku deildinni. SportTV tryggði sér fyrr í vetur sýningarréttinn á þýsku 1. deildinni í handknattleik. Einnig eru sýndir leikir í meistaradeildinni. „SportTV var stofnuð í septem- ber 2009 og skapaði sér sérstöðu með netútsendingum frá inn- lendum og erlendum íþrótta- viðburðum,“ segir á heimasíðu fyr- irtækisins. sisi@mbl.is Þýski bolt- inn í beinni á SportTV AFP Þýski boltinn Alfreð Finnbogason fagnar marki í leik Augsburg. Ný söngbók, Rósin – Söngbók heldri borgara, sem sérstaklega er hugsuð til notkunar í söngstarfi með eldri borgurum, hefur verið gefin út. Fjöldi hjúkrunar- og dval- arheimila, dagdvala, félagsmið- stöðva og stofnana víða um land, þar sem aldraðir dvelja eða koma saman, hefur fengið bókina að gjöf. Alls voru prentuð á annað þús- und eintök og fór síðasta afhend- ingin nýverið fram í Gerðubergi. Gerðubergskórinn fékk söng- bækurnar til eignar og af því tilefni hélt kórinn opna æfingu þar sem söngtextar bók- arinnar voru á efnisskránni. Útgáfuna og val á söngtextum annaðist Páll V. Sigurðsson, fé- lagi í Kiwanis- klúbbnum Hraunborg. Bók- in var gefin út af Styrktarsjóðnum Rósinni, sem er í umsjá Hraun- borgar. Þá studdu útgáfuna Sam- tök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem sendu bréf til aðildarfélaga sinna til að hvetja þau til að panta bókina. Upphaf þess að Páll ákvað að gefa söngbókina út má rekja til sl. vetrar þegar hann gaf líknardeild Landspítalans í Kópavogi eintök af Lífsperlunni, fyrirrennara nýju bókarinnar, sem Páll gaf einnig út fyrir nokkrum árum. Útgáfan var fjármögnuð með styrkjum frá ýmsum bakhjörlum, svo sem LEB, Reykjavíkurborg, FEB, Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga, Hafnarfjarðarbæ og Sel- tjarnarnesbæ. Rósin fyrir heldri söngvara Ljósmynd/Aðsend Söngbók Gerðubergskórinn ásamt stjórnanda sínum, Kára Friðrikssyni, með Rósina í hendi, eftir að hafa tekið opna æfingu í Gerðubergi.  Söngbók gefin út fyrir félagsstarf eldri borgara Sjóveðurfréttir verða framvegis lesnar klukkan 5.03, að loknum fimm fréttum alla daga á Rás 1 hjá RÚV. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu á veð Veður- stofunnar. Áður voru sjóveðurfréttir lesnar daglega klukkan 4.30. „Með breytingunum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarps- frétta á RÚV, en það fyrirkomulag er talið henta notendum betur,“ seg- ir í tilkynningunni. Veðurstofan vekur athygli á því að eftir sem áður sé nýjasta sjóveð- urspáin ávallt aðgengileg á vef stofn- unarinnar, www.vedur.is. Sjóveðurfréttir á nýjum tíma Fjarfestu f heilsunni meiri hreyfing betri heiIsa meiri ancEgja Eitt mesta urval landsins af t<Ekjum til lfkamsr<Ektar fyrir heimili, fyrirt<Eki, skip og lfkamsr<Ektarstoovar rn af prektcekjalfnunni 2Synisho 019 - 2020 l>rekhj6I .&. NordicTrack VR21 Recumbent Vandao prekhj61 sem tengist snjallsfma eoa spjaldtolvu meo Bluetooth. Moguleiki a iFit tengingu. Pulsm�lir handfongum.. Vero 179.990,- Fjol�jalfi Proform 450 LE ► Frab�r fjolpjalfi meo mjukum hreyfingum og miklum pyngdar­ moguleikum. Vero 139.990,- ◄ l>rekhj6I Proform 210CSX Einfalt og vandao prekhj61 sem hentar vel til heimilisnota. Vero 79.990,- ◄ Hlaupabraut Proform 205 CST Frab�r braut fyrir hlaup, gongu og f heimanotkun, samanbrj6tanleg. Vero 174.990,- ... Hlaupabraut Nordictrack T10.0 Mjog oflug braut sem hentar f mikla notkun, hvort sem er heima eoa a vinnustao, samanbrj6tanleg. l>rekhj6I ► Matrix Recumbent X1 Mjog vandao og oflugt prekhj61 meo led skja. Tengist snjallsfma eoa spjaldtolvu meo Bluetooth. USB tengi fyrir hleoslu a sfmum og spjaldtolvum. Mbguleiki a iFit tengingu. Pulsm�lir f handfongum o.m.fl. Vero 349.990,- Vero 299.990,- Meiri hreyfing fyrir al/a fjolskylduna ORNINN,- STOFNAD 1925 Faxafeni 8, Sfmi 588 9890 Gerum tilboa - Eingongu toppmerki - Cybex - Matrix - Nordic Track - Proform Opi8 virka daga 10-18 - Laugard. 11-15 -Visa-og Eurora5g - Netgfr6 -www.orninn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.