Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
Margverðlaunuð baðvifta
Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A)
Innbyggður raka-, hita-
og hreyfiskynjari.
Vinnur sjálfvirkt
3W
ALMAR
BAKARI
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari
Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn
Matreiðslumeistarinn Bjarni Sigur-
óli Jakobsson hefur æft af kappi
fyrir aðalkeppni Bocuse d’Or, sem
er ein virtasta matreiðslukeppni
heims. Fer hún fram í Lyon í
Frakklandi í lok janúar.
Síðasta æfing Bjarna hér á landi
fór fram í vikunni í húsakynnum
Fastus í Síðumúla. Í keppninni hef-
ur hann fimm og hálfa klukkustund
til að matreiða forrétt og kjötrétt
fyrir 20 dómara. Afraksturinn er
sannkallað listaverk, borið fram á
fallegum sérhönnuðum diskum og
glæsilegu fati.
Glæsilegur árangur Bjarna í for-
keppni Evrópu í fyrra gaf honum
keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse
d’Or. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn
Andrésson, bronshafi og Bocuse
d’Or keppandi 2017, og aðstoðar-
maður er Ísak Þorsteinsson.
Bjarni Siguróli hefur rúma fimm tíma til að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara
Æfir stíft
fyrir Bocuse
d’Or í Lyon
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meðalverð í viðskiptum með íbúðar-
húsnæði var 50,1 milljón króna á höf-
uðborgarsvæðinu á nýliðnu ári. Það
var til muna lægra í þéttbýliskjörn-
um næst höfuðborgarsvæðinu auk
Akureyrar í fyrra eða 39,1 milljón og
á öðrum svæðum landsins var með-
alviðskiptaverð með íbúðarhúsnæði
um 20,6 milljónir kr.
Þessar upplýsingar koma fram á
yfirliti Íbúðalánasjóðs yfir fasteigna-
markaðinn í fyrra sem birt er í mán-
aðarskýrslu sjóðsins.
Fasteignaviðskipti með íbúðar-
húsnæði voru meiri en á árinu á und-
an fjölgaði kaupsamningum í heild
vegna íbúðarhúsnæðis yfir landið
allt um 3% frá fyrra ári. Þar af var
5,3% aukning á höfuðborgarsvæðinu
frá árinu áður og 7,4 % í þéttbýlis-
kjörnum næst höfuðborgarsvæðinu,
auk Akureyrar.
Á öðrum svæðum landsins varð
hins vegar samdráttur í fyrra eða
alls um 12,4% á milli ára.
Mjög hægði á hækkun fasteigna-
verðs í fyrra saman borið við árið á
undan. Meðalverð íbúða hækkaði um
2,1% á höfuðborgarsvæðinu í fyrra
og um 2% í kjörnum utan þess svæð-
is en öllu meira á öðrum landsvæð-
um, þar sem verðið hækkaði um
5,2% að jafnaði. Á árinu 2017 voru
árshækkanir meðalverðs fasteigna
aftur á móti 16% til 22% á þessum
svæðum landsins.
Samanlögð velta með íbúðir nam
rúmlega 482 milljörðum króna á
seinasta ári sem er um 6,8% veltu-
aukning frá fyrra ári.
Viðskipti með íbúðir í fjölbýli voru
um 70,2% af heildaríbúðaviðskiptum
árið 2018.
Leiguverð hækkar
Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs
er einnig farið yfir þróunina á leigu-
markaði á seinustu mánuðum ársins
2018. Þar kemur fram að árshækkun
vísitölu leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu mældist 9,2% í nóvember en
til samanburðar hækkaði vísitala
íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu
um 6%. Er þetta níundi mánuðurinn
í röð þar sem árshækkun leiguverðs
mælist meiri en hækkun íbúðaverðs.
Í nóvember reyndist leigumarkað-
ur íbúða vera hvað virkastur í vest-
urhluta höfuðborgarsvæðisins og
var 19% allra þinglýstra leigusamn-
inga á landinu öllu vegna leigusamn-
inga á svæðinu vestan við Kringlu-
mýrarbraut að Seltjarnarnesi.
Flestir samningar á því svæði voru
vegna tveggja herbergja íbúða og
var meðalfermetraverð slíkrar íbúð-
ar rúmlega 3.000 kr. omfr@mbl.is
3% fjölgun kaupsamn-
inga vegna íbúða 2018
Samanlögð velta með íbúðir rúmlega 482 milljarðar í fyrra
Fjöldi árlegra kaupsamninga 2005-2018
Sem hlutfall af fjölda íbúða á viðkomandi svæði
16%
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Heimild: Íbúðalánasjóður
Höfuðborgarsvæðið
Önnur stærri kjarnasvæði
Önnur svæði á landinu
Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang
vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með
skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins.
Þar kemur fram að Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, hafi
farið ítarlega yfir stöðu öryrkja á vinnumarkaði á fundi með Katrínu Jak-
obsdóttur forsætisráðherra fyrir helgi. Þar benti Þuríður á að hið opinbera
yrði að tryggja framboð hlutastarfa fyrir fólk með skerta starfsgetu og tók
Katrín undir það markmið. Segir þar einnig að forsætisráðherra hafi jafn-
framt lýst því opinberlega að hún muni setja í gang vinnu til að bæta úr og
vill fá sveitarfélög til samstarfs. Einnig sé mikilvægt að atvinnurekendur
taki þátt í vinnunni.
Öryrkjabandalagið leggur til að forsætisráðherra setji saman starfshóp
þar sem hagsmunasamtök fatlaðs fólks eigi m.a. sæti. Verkefni hópsins
væri að marka stefnu stjórnvalda varðandi inngildan vinnumarkað og
hvernig Ísland uppfylli alþjóðlegar skyldur sínar í atvinnumálum fatlaðs
fólks. Starfshópurinn skili tillögum innan þriggja mánaða.
Tryggi hlutastörf fólks með skerta getu
Sigurður R.
Ragnarsson,
stjórnarformað-
ur verktaka-
fyrirtækisins
Ósafls og for-
stjóri Íslenskra
aðalverktaka,
heldur erindi í
Háskólanum í
Reykjavík í dag
um Vaðlaheiðar-
göngin. Erindið verður flutt kl.
12 í stofu V101 og er á vegum
MPM-náms skólans. Er reiknað
með að fundurinn taki um
klukkustund.
Sigurður mun fjalla sérstak-
lega um áhættustjórnun og þær
áskoranir sem einkenna verk af
þessari gerð og stærðargráðu, út
frá sjónarhóli verkefnastjórn-
unar.
Framkvæmd Vaðlaheiðarganga
hófst árið 2013 en þau voru form-
lega opnuð 12. janúar síðastlið-
inn.
Fundað um áhættu-
stjórnun vegna
Vaðlaheiðarganga
Sigurður R.
Ragnarsson