Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 37
ara- og Gerplustræti, samanber
nöfn tveggja skáldsagna Laxness,
það er Vefarinn mikli frá Kasmír og
Gerpla. Íbúðagöturnar bera hins
vegar nöfn kvenpersóna í bókum
höfundarins; það er Ástu-Sóllilju-,
Bergrúnar-, Snæfríðar-, Sölku- og
Uglugata. Fleira í þessum dúr bæt-
ist við síðar og víst er af nægu að
taka í þeim efnisríka hillufaðmi sem
bækur bóndans á Gljúfrasteini svo
sannarlega er.
Vel sett með byggingarland
Íbúum í Mosfellsbæ hefur fjölgað
mikið á síðustu árum. Um aldamótin
voru þeir 5.869 og fyrir áratug það
er árið 2009 voru Mosfellingar 8.403.
Og síðan þá hefur mikið gert. Skv.
tölum í lok nýliðins árs eru þeir nú
11.466 en voru 10.556 á sama tíma
árið 2017. Það er rúmlega 8% fjölg-
un sem hefur kallað á mikla upp-
byggingu innviða og margvíslegs
annars starfs af hálfu sveitarfélags-
ins. Mikið hefur verið byggt í Leir-
vogstungu og Helgafellslandi og nú
er svo komið að huga verður að upp-
byggingu á fleiri svæðum.
Í því efni tiltekur bæjarstjórinn að
skv. aðalskipulagi sé gert ráð fyrir
íbúðabyggð í landi Blikastaða og
Lágafells. Einnig í Reykjahverfinu
svonefnda það er landi Sólvalla,
Akra og Suður-Reykja. Í öllum til-
vikum séu þetta þó lönd sem séu í
eigu einkaaðila sem af hálfu sveitar-
félagsins kalli á viðræður og samn-
inga um hvernig verður staðið að
uppbyggingu á. Hafi þau mál verið í
skoðun síðustu misseri.
„Mosfellsbær er mjög vel settur
með byggingarland. Á þeim svæð-
um þar sem gert er ráð fyrir íbúða-
byggð samkvæmt aðalskipulag gæti
Mosfellsbær verið 30-40 þúsund
manna bær fullbyggður. Þar er auð-
vitað horft til langrar framtíðar en
klárlega felast í þessu miklir mögu-
leikar fyrir okkur,“ segir Haraldur
Sverrisson.
Ljósmynd/Mosfellingur
Skóladagur Eins og jafnan gerist í nýjum byggðum er Helgafellshverfið barnmargt og því er oft líf í tuskunum.
Ljósmynd/Hilmar Gunnarsson
Sumar Húsin standa þétt en á móti kemur að stutt er út í náttúrúna eða í fjallgöngu á Helgafellið sem víðsýnt er af.
FRÉTTIR 37Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
HYUNDAI SANTA FE III STYLE
nýskr. 05/2017, ekinn 79 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
leður o.fl. Verð 5.390.000 kr.
Raðnúmer 380283
FORD FIESTA TITANIUM
nýskr. 05/2017, ekinn aðeins 7 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 2.290.000 kr.
Raðnúmer 380255
SUZUKI SX4 S-CROSS 1,0 GL
nýskr. 07/2018, ekinn 750 km! bensín, sjálfskiptur,
bakkmyndavél o.fl. TILBOÐSVERÐ 3.790.000 kr.
Raðnúmer 258614
FORD F350 KING RANCH 4X4
nýskr. 01/2008, ekinn 174 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
pallhús o.fl.Verð 3.490þkr.
TILBOÐ 2.990.000 stgr. Raðnúmer 288297
RENAULTMASTER DCI125 L2H2
nýskr. 08/2015, ekinn 51 Þ.KM, dísel (125hö), 6 gíra.
TILBOÐSVERÐ 2.590.000 kr. + vsk.
Raðnúmer 258697
Bílafjármögnun Landsbankans
„Skólahúsið nýja er góð og vel
hönnuð bygging. Hér eru skilyrði
til þess að nemendum og starfs-
fólki líði vel og ætlum við að móta
gott og árangursríkt skólastarf,“
segir Rósa Ingvarsdóttir, skóla-
stjóri Helgafellsskóla. Síðastliðinn
sunnudag var opið hús í skólanum
þar sem fólki gafst kostur á að
kynna sér húsið og skólastarfið
sem hófst nú í byrjun vikunnar.
Nú þegar er einn af fjórum
áföngum skólahússins tilbúinn. Sá
næsti kemst í gagnið í sumar, það
er leikskólinn svo og skrifstofur
ásamt aðstöðu starfsmanna.
Lokahönnun á 3. og 4. áfanga er
að ljúka og áætlað er að taka í
notkun hluta af því rými skólaárið
2021-2022. Fullbyggt verður húsið
um 7.300 fermetrar að flatarmáli.
Kostnaður við byggingu og frá-
gang 1. áfanga er nú um tveir millj-
arðar króna sem stendur nánast á
pari við áætlanir.
Fjölgar hratt
Í fullbúnu húsi verða undir einu
þaki heildstæður leik- og grunn-
skóli fyrir nemendur á fyrsta ári og
alveg upp í 10. bekk. Til að byrja
með á þessu skólaári verður 1.-5
bekkur í grunnskólahlutanum og
elstu nemendur leikskólans, það
er fjögurra og fimm ára börn.
„Í leikskóladeild verða um 20 börn
fyrsta kastið og tæplega 100 í
grunnskólanum. Þessar tölur hafa
reyndar breyst hratt síðustu daga
því bæði eru barnafjölskyldur að
flytja í hverfið og eins eru að koma
til okkar börn sem búa hér fyrir en
hafa verið í öðrum skólum bæjar-
ins. Fræðslu- og frístundasvið
fylgist með fjölda barna í hverfinu
og liggja þær tölur til grundvallar
til dæmis á þróun leikskóladeildar-
innar,“ segir Rósa.
Samtvinna kennslu
og frístund
„Meginlínurnar í skólastefnu
Helgafellsskóla verða hópkennsla
og fjölbreyttar kennsluaðferðir þar
sem allir nemendur fá nám við
hæfi og geta blómstrað í leik og
starfi. Í haust verður skólinn gerð-
ur að 200 daga skóla fyrir yngri
árganga í grunnskólanum þar sem
samtvinnast kennsla og frístund.
Samþætting verður á náms-
greinum og samvinna milli ár-
ganga. Áhersla verður lögð á lýð-
ræði og að búa nemendur sem
best undir þátttöku í þjóðfélagi
sem er í sífelldri þróun,“ segir
skólastjóri Helgafellsskóla.
Allir blómstri í leik og starfi
HEILDSTÆÐUR LEIK- OG GRUNNSKÓLI ER TEKINN TIL STARFA
Skólastjóri Móta gott og árangursríkt
skólastarf, segir Rósa Ingvarsdóttir.
Morgunblaðið/Hari
Helgafellsskóli Fullbyggt verður húsið um 7.300 fermetrar að flatarmáli.
Börn Fyrsta kastið verða um það bil 100 börn í grunnskóladeild skólans í Helgafelli.