Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 37
ara- og Gerplustræti, samanber nöfn tveggja skáldsagna Laxness, það er Vefarinn mikli frá Kasmír og Gerpla. Íbúðagöturnar bera hins vegar nöfn kvenpersóna í bókum höfundarins; það er Ástu-Sóllilju-, Bergrúnar-, Snæfríðar-, Sölku- og Uglugata. Fleira í þessum dúr bæt- ist við síðar og víst er af nægu að taka í þeim efnisríka hillufaðmi sem bækur bóndans á Gljúfrasteini svo sannarlega er. Vel sett með byggingarland Íbúum í Mosfellsbæ hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Um aldamótin voru þeir 5.869 og fyrir áratug það er árið 2009 voru Mosfellingar 8.403. Og síðan þá hefur mikið gert. Skv. tölum í lok nýliðins árs eru þeir nú 11.466 en voru 10.556 á sama tíma árið 2017. Það er rúmlega 8% fjölg- un sem hefur kallað á mikla upp- byggingu innviða og margvíslegs annars starfs af hálfu sveitarfélags- ins. Mikið hefur verið byggt í Leir- vogstungu og Helgafellslandi og nú er svo komið að huga verður að upp- byggingu á fleiri svæðum. Í því efni tiltekur bæjarstjórinn að skv. aðalskipulagi sé gert ráð fyrir íbúðabyggð í landi Blikastaða og Lágafells. Einnig í Reykjahverfinu svonefnda það er landi Sólvalla, Akra og Suður-Reykja. Í öllum til- vikum séu þetta þó lönd sem séu í eigu einkaaðila sem af hálfu sveitar- félagsins kalli á viðræður og samn- inga um hvernig verður staðið að uppbyggingu á. Hafi þau mál verið í skoðun síðustu misseri. „Mosfellsbær er mjög vel settur með byggingarland. Á þeim svæð- um þar sem gert er ráð fyrir íbúða- byggð samkvæmt aðalskipulag gæti Mosfellsbær verið 30-40 þúsund manna bær fullbyggður. Þar er auð- vitað horft til langrar framtíðar en klárlega felast í þessu miklir mögu- leikar fyrir okkur,“ segir Haraldur Sverrisson. Ljósmynd/Mosfellingur Skóladagur Eins og jafnan gerist í nýjum byggðum er Helgafellshverfið barnmargt og því er oft líf í tuskunum. Ljósmynd/Hilmar Gunnarsson Sumar Húsin standa þétt en á móti kemur að stutt er út í náttúrúna eða í fjallgöngu á Helgafellið sem víðsýnt er af. FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI HYUNDAI SANTA FE III STYLE nýskr. 05/2017, ekinn 79 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður o.fl. Verð 5.390.000 kr. Raðnúmer 380283 FORD FIESTA TITANIUM nýskr. 05/2017, ekinn aðeins 7 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.290.000 kr. Raðnúmer 380255 SUZUKI SX4 S-CROSS 1,0 GL nýskr. 07/2018, ekinn 750 km! bensín, sjálfskiptur, bakkmyndavél o.fl. TILBOÐSVERÐ 3.790.000 kr. Raðnúmer 258614 FORD F350 KING RANCH 4X4 nýskr. 01/2008, ekinn 174 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, pallhús o.fl.Verð 3.490þkr. TILBOÐ 2.990.000 stgr. Raðnúmer 288297 RENAULTMASTER DCI125 L2H2 nýskr. 08/2015, ekinn 51 Þ.KM, dísel (125hö), 6 gíra. TILBOÐSVERÐ 2.590.000 kr. + vsk. Raðnúmer 258697 Bílafjármögnun Landsbankans „Skólahúsið nýja er góð og vel hönnuð bygging. Hér eru skilyrði til þess að nemendum og starfs- fólki líði vel og ætlum við að móta gott og árangursríkt skólastarf,“ segir Rósa Ingvarsdóttir, skóla- stjóri Helgafellsskóla. Síðastliðinn sunnudag var opið hús í skólanum þar sem fólki gafst kostur á að kynna sér húsið og skólastarfið sem hófst nú í byrjun vikunnar. Nú þegar er einn af fjórum áföngum skólahússins tilbúinn. Sá næsti kemst í gagnið í sumar, það er leikskólinn svo og skrifstofur ásamt aðstöðu starfsmanna. Lokahönnun á 3. og 4. áfanga er að ljúka og áætlað er að taka í notkun hluta af því rými skólaárið 2021-2022. Fullbyggt verður húsið um 7.300 fermetrar að flatarmáli. Kostnaður við byggingu og frá- gang 1. áfanga er nú um tveir millj- arðar króna sem stendur nánast á pari við áætlanir. Fjölgar hratt Í fullbúnu húsi verða undir einu þaki heildstæður leik- og grunn- skóli fyrir nemendur á fyrsta ári og alveg upp í 10. bekk. Til að byrja með á þessu skólaári verður 1.-5 bekkur í grunnskólahlutanum og elstu nemendur leikskólans, það er fjögurra og fimm ára börn. „Í leikskóladeild verða um 20 börn fyrsta kastið og tæplega 100 í grunnskólanum. Þessar tölur hafa reyndar breyst hratt síðustu daga því bæði eru barnafjölskyldur að flytja í hverfið og eins eru að koma til okkar börn sem búa hér fyrir en hafa verið í öðrum skólum bæjar- ins. Fræðslu- og frístundasvið fylgist með fjölda barna í hverfinu og liggja þær tölur til grundvallar til dæmis á þróun leikskóladeildar- innar,“ segir Rósa. Samtvinna kennslu og frístund „Meginlínurnar í skólastefnu Helgafellsskóla verða hópkennsla og fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem allir nemendur fá nám við hæfi og geta blómstrað í leik og starfi. Í haust verður skólinn gerð- ur að 200 daga skóla fyrir yngri árganga í grunnskólanum þar sem samtvinnast kennsla og frístund. Samþætting verður á náms- greinum og samvinna milli ár- ganga. Áhersla verður lögð á lýð- ræði og að búa nemendur sem best undir þátttöku í þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun,“ segir skólastjóri Helgafellsskóla. Allir blómstri í leik og starfi HEILDSTÆÐUR LEIK- OG GRUNNSKÓLI ER TEKINN TIL STARFA Skólastjóri Móta gott og árangursríkt skólastarf, segir Rósa Ingvarsdóttir. Morgunblaðið/Hari Helgafellsskóli Fullbyggt verður húsið um 7.300 fermetrar að flatarmáli. Börn Fyrsta kastið verða um það bil 100 börn í grunnskóladeild skólans í Helgafelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.