Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 39
FRÉTTIR 39Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Árleg bílasýning í Detriot í Michigan í Bandaríkjunum stendur nú sem hæst. Þar sýna bílaframleiðendur bæði bíla sem eru að koma á markað og einnig tilraunabíla sem hugsan- lega gefa til kynna hvernig farar- tæki verða á götum eftir ár eða ára- tugi. Það hefur vakið athygli á sýning- unni að bílaframleiðendur virðast ætla að veðja á að sportjeppar og -jepplingar séu að leysa hefðbundna fjölskyldubíla af hólmi en sala á litlum og miðlungsstórum fjöl- skyldubílum hefur dregist saman í Bandaríkjunum síðustu ár. Því eru fáir slíkir bílar til sýnis í Detroit. Meira er um sportjeppa, öfluga pall- bíla, stóra jeppa og sportbíla. „Bílafyrirtæki gera sér grein fyrir því að sportjeppasprengingin mun halda áfram,“ hefur AFP-fréttastof- an eftir Michelle Krebs, sérfræðingi hjá bílablaðinu Autotrader. AFP Vísindi Innréttingin í Infiniti QX Inspiration-hugmyndabílnnum gæti sem best verið tekin beint úr tölvuteiknuðum bíl í vísindaskáldsagnakvikmynd. AFP Dreki Bandaríski bílaframleiðandinn GAC sýndi tilkomumikinn bíl sem nefndur er Entranze og minnir á dreka. Lúxus Japönsku bílaframleiðendurnir Nissan og Toyota sýndu báðir lúxusbíla í Detroit sem hugsanlega munu sjást á götunum eftir nokkur ár. Til vinsti er IMs EV-bíll úr smiðju Nissan og til hægri er Lexus LC-sportbíll frá Toyota. Skyggnst inn í bíla framtíðarinnar GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Í YFIRRÉTTI (E. HIGH COURT OF JUSTICE) CR-2018-006267 FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OG WALES FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT) VARÐANDI ROYAL & SUN ALLIANCE INSURANCE PLC OG VARÐANDI RSA LUXEMBOURG S.A. OG VARÐANDI LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000 (E. THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000) HÉR MEÐ TILKYNNIST skv. 2. mgr. 114. gr. og 2. mgr. 114. gr. A í lögum um fjármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 („lögin”) að úrskurður skv. 111 gr. laganna um að heimila áætlun um framsal („framsalið”) frá Royal & Sun Alliance Insurance plc („RSAI”) á: (a) almennri vátrygginga- og endurtryggingastarfsemi hollenskra, belgískra, þýskra, franskra og spænskra útibúa RSAI (fyrir utan ákveðna endurtryggingastarfsemi, sem er undanskilin áætluninni); og (b) þeim hluta allra og hvers kyns vátrygginga (að undanskildum skírteinum sem sýna fram á samning um endurtryggingu) sem hið breska félag RSAI hefur veitt eða yfirtekið og varða áhættu sem er staðsett í EES-ríkjum öðrum en Bretlandi, ásamt tengdum sjóðum og endurtryggingaeignum og tiltekinni afgreiðslu krafna, til RSA Luxembourg S.A. („RSAL”) var kveðinn upp af yfirrétti Englands (e. High Court of Justice in England) hinn 29. nóvember 2018. Framsalið tók gildi í samræmi við ofangreindan úrskurð hinn 1. janúar 2019, þegar í stað eftir miðnætti (GMT). Í tilvikum þar sem áhættan í tengslum við framselda vátryggingu (að undanskildum skírteinum sem sýna fram á samning um endurtryggingu) er staðsett í EES-ríki er vátryggingartaka heimilt að nýta sér hvern þann rétt sem hann hefur samkvæmt lögum viðkomandi EES-ríkis til að segja upp vátryggingunni með skriflegri tilkynningu til RSAL stílaðri á RSA Luxembourg S.A., 3rd Floor, 40 rue du Cure, L-1368 Luxembourg, með skýrri eftirfarandi utanáskrift á framhliðinni: „RSA Luxembourg Part VII Transfer”, á allt að 21 dags tímabili frá birtingardegi þessarar tilkynningar eða í lengri tíma (eigi það við) sem kveðið er á um í lögum viðkomandi EES-ríkis. Dags.: 17. janúar 2019 Reynolds Porter Chamberlain LLP Tower Bridge House, St Katharine’s Way, London E1W 1AA, Bretlandi Tilv.: ROY25.23/AP02/MG02 HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Straumhvörf Audi A3 e-tron sameinar tvo heima Þú kemst á raforkunni einni saman í flestar ferðir með allt að 50 kílómetra drægni, eftir það tekur sparneytin bensínvélin við. Verð frá 4.560.000 kr. Til afhend ingar strax SMARTLAND Hvað er í bíó? mbl.is/bio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.