Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ríkisstjórn Theresu May, forsætis-
ráðherra Bretlands, hélt velli í at-
kvæðagreiðslu í neðri deild breska
þingsins í gærkvöldi þegar tillaga um
vantraust gegn henni var felld með
325 atkvæðum gegn 306.
Daginn áður beið stjórn May auð-
mýkjandi ósigur á þinginu þegar
neðri deildin kolfelldi samning henn-
ar við Evrópusambandið um brexit,
útgöngu Bretlands úr sambandinu.
432 þingmenn greiddu atkvæði á móti
samningnum og aðeins 202 með hon-
um, rúmum tveimur mánuðum áður
en brexit á að taka gildi. Þetta er
mesti ósigur ríkisstjórnar á þinginu í
nútímasögu Bretlands, að sögn
breskra fjölmiðla. Á meðal þeirra
sem greiddu atkvæði gegn samningn-
um voru 118 þingmenn Íhaldsflokks-
ins, eða rúmur þriðjungur þing-
manna hans, og þingmenn DUP,
flokks sambandssinna á Norður-Ír-
landi. Þrír þingmenn Verkamanna-
flokksins greiddu atkvæði með samn-
ingnum.
Þessi sögulegi ósigur varð til þess
að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, lagði fram tillögu
um vantraust gegn ríkisstjórninni og
krafðist þess að efnt yrði til þingkosn-
inga. Þingmenn Skoska þjóðarflokks-
ins, Frjálslyndra demókrata, velska
flokksins Plaid Cymru og Græna
flokksins studdu vantrauststillöguna,
auk þingmanna Verkamannaflokks-
ins. Þingmenn DUP og Íhaldsflokks-
ins greiddu hins vegar atkvæði gegn
tillögunni, þrátt fyrir andstöðu
margra þeirra við stefnu stjórnarinn-
ar í brexit-málinu, einkum vegna þess
að þeir óttast að fall stjórnarinnar
verði til þess að Corbyn komist til
valda í kosningum.
Kosningar „það versta
sem gæti gerst“
Corbyn sagði í umræðunni á
þinginu um vantrauststillöguna að
stjórnin ætti að „gera það rétta“ og
segja af sér. Hann lýsti henni sem
„ríkisstjórn uppvakninga“ sem gæti
ekki lengur stjórnað landinu eftir að
hafa verið auðmýkt á þinginu. May
sagði hins vegar að það þjónaði „ein-
faldlega ekki hagsmunum þjóðarinn-
ar“ að rjúfa þing núna og kosningar
væru það „versta sem gæti gerst“.
Þingið hefði ákveðið að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu um brexit og
þyrfti nú að ljúka verkefninu. Hún
sagði að frestun á útgöngu Bretlands
úr ESB til að hægt yrði að halda þing-
kosningar gæti orðið til þess að brexit
drægist á langinn. Kosningar myndu
„auka sundrunguna, núna þegar
Bretland þarfnast einingar, og valda
glundroða“.
Þingmenn Íhaldsflokksins tóku
undir þetta. Einn þeirra, Chris Phil-
ip, sakaði Corbyn um „blygðunar-
lausa pólítíska hentistefnu“ og sagði
hann setja hagsmuni Verkamanna-
flokksins ofar þjóðarhag.
May hét því að hefja viðræður við
leiðtoga annarra flokka um hvernig
ráða ætti fram úr vandanum og
kvaðst ætla að leggja fram nýja brex-
it-áætlun á þinginu á mánudaginn
kemur. Hún sagði hins vegar ekkert
um hvers konar tilslakanir kæmu til
greina í viðræðunum við hina flokk-
ana. Hún áréttaði að hún myndi
standa fast á tveimur grundvallar-
atriðum í brexit-stefnu stjórnarinnar,
þ.e. rétti Breta til að takmarka inn-
flutning fólks frá ESB-löndum og til
að framfylgja sjálfstæðri stefnu í ut-
anríkisviðskiptum. Verkamanna-
flokkurinn er hlynntur því að Bret-
land eigi aðild að tollabandalagi
Evrópusambandsins en May virðist
hafna þeim möguleika með því að
standa fast á þessari grundvallar-
stefnu sinni.
May ýjaði að þeim möguleika að
brexit yrði frestað til að hægt yrði að
efna til frekari samningaviðræðna og
sagði að leiðtogar Evrópusambands-
Ríkisstjórn May hélt velli
Vantrauststillaga felld eftir að stjórnin beið auðmýkjandi ósigur í atkvæðagreiðslu um brexit-samn-
ing hennar Íhaldsmenn óttuðust að fall stjórnarinnar gæti orðið til þess að Corbyn kæmist til valda
320
Theresa May forsætisráðherra beið mikinn ósigur í atkvæðagreiðslunni
Með
Á móti
Meirihluti
Þingið hafnaði brexit-samningnum
Heimild: Breska þingið
Græni
flokkurinn
Íhaldsflokkurinn
Frjálslyndir
demókratar
Verkamanna-
flokkurinn
Skoski þjóðar-
flokkurinn
Plaid Cymru
(Wales)
118 248
202
35
3 3
1110
Flokkur sam-
bandssinna
á N-Írlandi
Óháðir
5 1
196
432
4
Theresa May
Forsætisráðherra Bretlands
62 ára
Frá 1997
Þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn
2010-16
Var innanríkisráðherra og beitti sér
gegn fjölgun innflytjenda
2016
Var andvíg útgöngu úr ESB
Júlí 2016
Varð forsætisráðherra
8. júní 2017
Íhaldsflokkurinn missti meirihluta
sinn á þinginu í kosningum
15. janúar 2019
Beið ósigur í atkvæðagreiðslu á
þinginu um brexit-samninginn
AFP
Verst vantrausti Theresa May talar á breska þinginu þegar vantrauststillaga gegn stjórn hennar var rædd í gær.
Andreas Norlén, forseti sænska
þingsins, tilnefndi í gær Stefan Löf-
ven, leiðtoga Sósíaldemókrataflokks-
ins, í embætti forsætisráðherra og
gert er ráð fyrir því að tilnefningin
verði staðfest í atkvæðagreiðslu á
þinginu morgun, föstudag, fjórum
mánuðum eftir að þingkosningar fóru
fram.
Löfven stefnir að því að Sósíal-
demókrataflokkurinn og Umhverfis-
flokkurinn myndi stjórn með stuðn-
ingi Miðflokksins og Frjálslynda
flokksins eftir að hafa náð samkomu-
lagi um það í vikunni sem leið. Mið-
flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn
hafa verið í bandalagi með hægri-
flokknum Moderaterna og Kristilega
demókrataflokknum.
Jonas Sjöstedt, leiðtogi Vinstri-
flokksins, skýrði í gær frá því að
flokkurinn ætlaði að sitja hjá við at-
kvæðagreiðsluna á morgun og talið er
að sú ákvörðun verði til þess að til-
nefningin fái nægan stuðning á
þinginu. Ekki er nauðsynlegt að til-
nefningin fái meirihluta atkvæða, en
hún fellur ef meirihluti þingmanna
greiðir atkvæði gegn henni.
Sjöstedt sagði að Vinstriflokkurinn
hefði fallist á að sitja hjá við atkvæða-
greiðsluna vegna þess að tryggt hefði
verið að hann myndi hafa áhrif á
stefnu stjórnarinnar. „Við höfum
tryggt að þegar Löfven myndar ríkis-
stjórn fái Vinstriflokkurinn pólitísk
áhrif. Ákvæðið um að Vinstriflokkur-
inn hafi ekki nein áhrif hefur í raun
verið gert að engu,“ sagði Sjöstedt.
Þetta stangast á við yfirlýsingu
Annie Lööf, leiðtoga Miðflokksins,
sem sagði að með samkomulaginu við
Löfven væri tryggt að Vinstriflokk-
urinn myndi aldrei hafa áhrif á stefnu
stjórnarinnar.
Stefnir í að Löf-
ven myndi stjórn
Tilnefndur forsætisráðherra á ný
AFP
Tilnefning Þingforsetinn Andreas
Norlén (t.v.) og Stefan Löfven.