Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 41
FRÉTTIR 41Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vandaðir þýskir
póstkassar, hengi-
lásar, hjólalásar
og lyklabox.
MIKIÐ ÚRVAL
Vefverslun brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16 Fagmennska í 100 ár
ins myndu samþykkja það ef ljóst
væri að það gæti leitt til samkomu-
lags. Embættismenn ESB hafa sagt
að mögulegt sé að framlengja samn-
ingaviðræðurnar við Bretland en
þeim þurfi þó að ljúka áður en Evr-
ópuþingið kemur saman í júní eftir
kosningar. Breska forsætisráðuneyt-
ið sagði þó í gær að afstaða stjórn-
arinnar hefði ekki breyst og enn væri
stefnt að því að útgangan úr ESB
tæki gildi 29. mars.
Leiðtogar Evrópusambandsins
sögðu ítrekað fyrir atkvæðagreiðsl-
una um brexit-samninginn á breska
þinginu í fyrrakvöld að þeir myndu
ekki ljá máls á breytingum á honum.
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, sagði þó eftir atkvæðagreiðsl-
una að ef til vill væri „svigrúm til að
gera úrbætur á einu eða tveimur at-
riðum“, að sögn fréttaveitunnar AFP.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, léði einnig máls á frekari samn-
ingaviðræðum við bresku stjórnina.
„Við höfum enn tíma til að semja en
við bíðum núna eftir því að forsætis-
ráðherrann leggi fram tillögur sínar,“
sagði Merkel.
Vilja nýtt þjóðaratkvæði
Leiðtogar ESB gáfu þó ekki til
kynna að þeir léðu máls á tilslökunum
í þeim málum sem hafa mætt mestri
andstöðu á breska þinginu. Stjórn-
völd í nokkrum ESB-landanna sögðu
að auknar líkur væru á því að Bretar
gengju úr sambandinu án samnings
og margir bresku þingmannanna ótt-
ast að það skaði fyrirtæki og efnahag
Bretlands. Jean-Claude Juncker, for-
seti framkvæmdastjórnar ESB,
hvatti Breta til að útskýra hvað þeir
vildu. „Tíminn er að renna út,“ sagði
hann.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs
ESB, virtist leggja til að Bretland
yrði áfram í Evrópusambandinu. „Ef
samningur er ekki mögulegur og
enginn vill brexit án samnings, hver
verður þá loksins nógu hugrakkur til
að þora að segja hver eina jákvæða
lausnin er?“ tísti hann á Twitter.
Þingmennirnir sem greiddu at-
kvæði gegn brexit-samningnum
gerðu það af ólíkum ástæðum. Sumir
þeirra töldu hann verða til þess að
Bretland yrði áfram í of nánum
tengslum við ESB en aðrir að hann
tryggði ekki nægan aðgang að innri
markaði sambandsins. Tugir breskra
þingmanna hafa hvatt til þess að efnt
verði til nýrrar þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið og þjóðin verði þá
spurð hvort hætta eigi við brexit.
Brexit og sterlingspundið
Heimild: Yahoo Finance/Ljósmyndir: AFP
23. júní 2016
Brexit samþykkt
í þjóðar-
atkvæði
15. jan. 2019
Breska þingið hafnaði
brexit-samningnum
8. júní
Íhaldsflokkurinn
missti meirihluta
á þinginu
David
Cameron
forsætis-
ráðherra
sagði af sér
daginn eftir
13. júlí 2016
Theresa May
varð forsætisráðherra
29. mars 2017
Bretar virkjuðu 50. grein
Lissabon-sáttmálans um
útgöngu úr ESB
8. des. 2017
Stjórn May og ESB
náðu samkomulagi
í megindráttum
um brexit
26. júní 2018
Frumvarp
um útgöngu
úr ESB varð
að lögum
8. júlí
2018
Brexit
málaráð-
herrann
David Davis
sagði af sér
29. mars
Bretland á
að ganga
úr ESB
14. nóv.
Stjórn May
samþykkti brexit-
samninginn
15. nóv.
Fjórir ráð-
herrar
sögðu
af sér
12. desember 2018
May stóð af sér vantraust-
lögu í Íhaldsflokknum
16. jan., kl. 08.30
1,30
1,20
1,40
1,50 $ á pund
1 £ = 1,2840 $
2016 2017 2018 2019
Helstu atburðir í tengslum við brexit, útgöngu Bretlands úr ESB
Gengi pundsins
gagnvart dollar
Bresk dagblöð sögðu í gær að
niðurstaða atkvæðagreiðslunnar
á breska þinginu um brexit-
samninginn í fyrrakvöld væri auð-
mýkjandi ósigur fyrir Theresu
May forsætiráðherra.
„Algjör auðmýking,“ sagði The
Daily Telegraph í forsíðufyrirsögn.
Blaðið sagði í forystugrein að May
hefði lagt rangt mat á þingið.
„Ríkisstjórnin þarf að endur-
heimta traust þingsins, endur-
skoða samninginn, leita aftur til
ESB-ríkjanna og sýna samstöðu.
Hvort það verður May sem stjórn-
ar þeirri umleitun er ákvörðun
sem hún þarf að íhuga vandlega.“
„Brexit-samningur May er
dauður eins og dúdú,“ sagði The Sun með teikningu á forsíðu þar sem höf-
uð forsætisráðherrans var sett á dúdú, ófleygan fugl sem varð útdauður
fyrir löngu. Einn stjórnmálaskýrenda blaðsins lýsti leiðtogum stjórnarinnar
og stjórnarandstöðunnar sem „uppvakningum“ og sagði að þingið þyrfti
að taka fram fyrir hendurnar á þeim til að ráða fram úr vandanum.
„Enginn samningur, engin von, engin vitglóra, ekkert traust,“ sagði The
Daily Mirror í forsíðufyrirsögn. The Daily Mail sagði að May berðist nú fyrir
pólitísku lífi sínu. „Nú er kominn tími til að þingmenn geri skyldu sína og
vinni með Theresu May að samkomulagi sem samræmist vilja þeirra 17,4
milljóna kjósenda sem greiddu atkvæði með brexit … Ekki bregðast okk-
ur!“ sagði The Daily Express á forsíðu.
„Algjör auðmýking“ fyrir May
BREXIT-SAMNINGURINN „DAUÐUR EINS OG DÚDÚ“
Ósigur Theresu May og samningi hennar
var líkt við dúdú-fugl á forsíðu The Sun.
AFP