Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 50
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
„Ég ætla ekki að segja endilega að rykkornin hafi
verið mörg, en hjartslátturinn varð aðeins örari, ég
viðurkenni það alveg,“ segir Þorgerður einlæg. „Svo
fer maður bara að horfa yfir völlinn og þá er það bara
Ísland og það er stórkostlegt að horfa á strákana alla
spila.“
Þetta er fyrsta stórmót Gísla í handboltanum með
A-landsliðinu, sem og margra annarra í liðinu sem eru
að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu. Kynslóðaskipti
hafa orðið í liðinu og hefur Gísli Þorgeir þótt sprækur
í leikjunum en þessi ungi handboltamaður spilar með
Kiel í Þýskalandi, en þangað fór hann frá FH í fyrra.
Þannig fetar hann í fótspor þeirra Arons Pálmarssonar
og Guðjóns Vals Sigurðssonar sem báðir léku með
þessu sigursælasta liði Þýskalands, sem Alfreð Gísla-
son hefur þjálfað frá árinu 2008.
Áhorfandi landsliðsins í rúm 30 ár
Eiginmaður Þorgerðar og faðir Gísla er Kristján
Arason, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins og
því má segja að Þorgerður sé að verða manna fróðust
um karlalandsliðin í handbolta eftir að hafa fylgst vel
með liðinu yfir 30 ár. En er einhver munur að horfa á
barnið sitt spila eða eiginmann? Þorgerður hugsar sig
um. „Það er móðurtilfinningin. Þú vonar bara að allt
gangi vel en að hann slasist ekki. Og að honum líði vel.
En hitt er kannski meira keppnis,“ segir Þorgerður
einlæg.
Hún segist finna mikla stemningu innan sem utan
vallar og hrósar hún Þjóðverjunum fyrir framkvæmd
mótsins og áhorfendum íslenska liðsins fyrir frábæra
stemningu. Henni finnst óvenjugóð stemning í kringum
mótið í samanburði við önnur stórmót.
En varðandi liðið í heild og árangurinn á mótinu
segist hún verða alsæl nái liðið í milliriðil.
„Það sem ég er búin að sjá af liðinu hjá Gumma á
þessu móti finnst mér gefa fyrst og fremst góð fyrir-
heit um framtíðina.“
Munurinn er
móðurtilfinningin
„Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ’86, frá því á heims-
meistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa
á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 um það hvernig henni hafi
liðið uppi í stúku í leiknum á móti Spánverjum þar sem sonur hennar, Gísli
Þorgeir Kristjánsson lék með íslenska karlalandsliðinu í handbolta.
Ljósmyndir/Úr einkasafni á Facebook
Mæðgin Þorgerður Katrín
og Gísli Þorgeir uppi í
stúku eftir leik liðsins við
Spánverja á HM.
Handboltafjölskylda
Fjölskylda Gísla var
mætt til að fylgjast með
í München.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.
Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum
Loftkæling
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
og varmadælur