Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
✝ Róbert Ró-bertsson fædd-
ist á Urðarstíg 4 í
Reykjavík 3. janúar
1925. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 8. jan-
úar 2019.
Foreldrar hans í
Reykjavík voru
Guðrún Bryndís
Skúladóttir hús-
freyja, f. 1901, d.
1938, og Róbert Þorbjörnsson
bakarameistari, f. 1903, d. 1956.
Systkini sammæðra voru Gunn-
ar Aðalsteinn Ragnarsson, sjó-
maður og smiður í Vestmanna-
eyjum, f. 1922, d. 1954, og
Stefanía Thoroddsen, f. 1934, d.
1935. Bróðir samfeðra var Sig-
þór í Reykjavík, f. 1927, d. 1950.
Fósturforeldrar hans voru
hjónin á Gelti í Grímsnesi, Sig-
ríður Guðrún Guðmundsdóttir
ljósmóðir, f. 1876, d. 1960, og
Brynjólfur Þórðarson bóndi, f.
1872, d. 1964. Börn þeirra voru:
Guðmundur Ragnar, f. 1912, d.
1988, Kristinn, f. 1913, d. 1990,
Borghildur, f. 1914, d. 1998, og
Elínborg, f. 1919, d. 1995. Auk
Róberts tóku Galtarhjónin í fóst-
ur bræðurna Ásmund Jónsson, f.
1925, d. 1964, og Kristin Finn-
björn Jónsson, f. 1928, d. 1964.
Eiginkona Róberts var Ásdís
Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10.
febrúar 1935 á Bjarnargili,
Fljótum, Skagafirði, d. 17. apríl
býlið Brún, á bökkum Brúarár,
á spildu úr landi Syðri-Reykja,
og reistu þar einbýlishús 1959,
þar sem þau bjuggu frá 1960-
2005, er þau fluttu í Grænumörk
2 á Selfossi.
Róbert sat í hreppsnefnd
Biskupstungna 1962-90, í rit-
nefnd Bergþórs 1962-68, gjald-
keri fjallskilasjóðs Biskups-
tungna 1966-2008, í skólanefnd
barnaskólans í Reykholti í mörg
ár, gjaldkeri húsnefndar Ara-
tungu í níu ár, gjaldkeri Reyk-
holtssundlaugar, í sóknarnefnd
Torfastaðakirkju í 12 ár, gjald-
keri Ungmennafélags Biskups-
tungna 1987-90, og í stjórn
Veiðifélags Hvítárvatns. Róbert
var gjaldkeri sjálfstæðisfélags-
ins Hugins í 15-16 ár.
Róbert gekk í Vörubifreiða-
stjórafélagið Mjölni 1951, var
formaður félagsins 1966-67,
endurskoðandi 1969-72, gjald-
keri 1965, 1975-91 og 1993-96,
meðstjórnandi 1963-64 og 1973-
74, ritari 1992, sat í trúnaðar-
mannaráði 1957-60 og 1970-72,
laganefnd frá 1970, húsbygg-
ingarnefnd, Sjúkra- og styrktar-
sjóði Mjölnis í 29 ár, og sat á
þingum Landssambands vöru-
bifreiðastjóra í fjögur ár.
Róbert var gerður að heiðurs-
félaga í Vörubifreiðastjóra-
félaginu Mjölni 1991, og í Ung-
mennafélagi Biskupstunga
2008, og fékk viðurkenningu
Búnaðarfélags Biskupstungna
fyrir félagsmálastörf.
Útför Róberts fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 17. janúar
2019, klukkan 13.30.
2016. Börn þeirra
eru: 1) Bryndís
Guðrún, f. 22. júlí
1959. 2) Anna Rósa,
f. 10. nóvember
1966, sambýlis-
maður hennar er
Tómas Luo
Shunke, f. 5. ágúst
1956. Sonur hennar
er Álfgeir Alej-
andro Önnuson, f.
23. mars 1994. 3)
Róbert Sveinn, f. 3. apríl 1968,
sambýliskona hans er Þórunn
María Bjarkadóttir, f. 3. sept-
ember 1974. Synir þeirra eru
Bjarki Fannar f. 14. nóvember
2008, og Birkir Róbert, f. 23.
febrúar 2017.
Róbert gekk í farskóla í
Grímsnesi og tók fullnaðarpróf
1939. Hann tók meirapróf í
Reykjavík 1946. Róbert var
vinnumaður á Björk í Grímsnesi
1940-41, á Syðri-Reykjum í
Biskupstungum frá 1942-48 og
áfram samhliða eigin vöru-
bifreiðarrekstri til 1959. Róbert
rak eigin vörubifreið frá 1948-
98 og flutti m.a. vörur, græn-
meti, tilbúinn áburð, steypumöl,
rauðamöl og sand. Stór hluti af
rekstri hans var einnig vega-
gerð fyrir ríki, sveitarfélög og
einkaaðila. Hann var fram-
kvæmdastjóri Vörubifreiða-
stjórafélagsins Mjölnis frá 1992
til dánardægurs.
Róbert og Ásdís stofnuðu ný-
Elsku besti pabbi minn. Það er
næstum því óbærilega sárt að þú
sért farinn frá okkur. Það er erfitt
að hugsa til þess að geta aldrei
komið við hjá þér á Selfossi aftur
og spjallað um daginn og veginn,
sérstaklega um pólitíkina sem þú
hafðir svo gaman af. Á móti kemur
mikið þakklæti. Þakklæti fyrir allt
það sem þú gerðir fyrir mig og alla
aðra í kringum þig. Hugur minn
fer í ferðalag þegar ég hugsa um
allar minningarnar, þá sérstak-
lega frá æskuslóðunum að Brún.
Þegar ég fékk að fara með þér í
áburðarferð og við stoppuðum
alltaf á Litlu kaffistofunni í Svína-
hrauni og ég fékk malt og tebollu.
Þegar þú tókst mig með í ferðir
um sveitina til að safna fyrir aðra
sem áttu bágt. Allar ferðirnar sem
þú keyrðir mig á íþróttaæfingar í
Aratungu. Ég tala nú ekki um
ferðirnar sem við fórum til að vitja
um netin í Hvítá eða allar fjall-
göngurnar um helgar. Hvernig þú
kenndir mér að brýna ljáinn og
fyrsta skiptið sem þú leyfðir mér
að setja rauða Bronco-inn í gang
aleinn. Allt ógleymanlegar gæða-
stundir. Það má segja að þú hafir
verið maður verka og vinnu.
Vinnusamur með eindæmum.
Alla tíð hafðir þú eitthvað fyrir
stafni. Ef það var ekki að flytja
varning til fólks í sveitinni, þá
voru það félagsmálastörfin eða
hreppsnefndin og ekki síst starf
þitt sem framkvæmdastjóri
Mjölnis sem þú gegndir til dauða-
dags – í orðsins fyllstu merkingu.
Fólk af þinni kynslóð þekkti ekki
annað. Þvílík atorka. Þú sagðir
alltaf að þér myndi bara fara að
leiðast heima ef þú hefðir ekki
eitthvað fyrir stafni. Ég held að
það hafi verið rétt.
Þótt missirinn sé mikill og afar
sár þá er samt gott að hugsa til
þess hvað þú varst lánsamur á
margan hátt um ævina. Sérstak-
lega með heilsu. Það heilsuhraust-
ur að ég man bara aldrei eftir þér
veikum nema rétt undir lokin þá
orðinn 93 ára.
Ég held að þetta sé karma. Þú
varst alltaf kærleiksríkur, vildir
öllum vel í samfélaginu og hjálp-
aðir þeim sem áttu bágt. Þú tal-
aðir ekki mikið um þetta en varst
góð fyrirmynd og í raun leiðtogi
sem hægt var að læra af. Yndis-
legt var hvernig þú leyfðir mér, án
þess að segja orð, að gera allra
handa vitleysu svo að ég gæti lært
af skóla lífsins. Þú vissir að ég var
að leita. Ég er nokkuð viss um að
þú hafir ekki alltaf verið sammála
mér um leiðir en þú kvartaðir
aldrei. Þetta var mikilvægasti
skólinn fyrir mig. Takk pabbi.
Það var líka fallegt hvernig þú
stóðst alltaf eins og klettur við
hliðina á mömmu. Alla tíð. Fjöl-
skyldan var ykkur allt. Ég veit að
þú munt halda áfram að vaka yfir
okkur og vernda um alla framtíð.
Þín verður saknað afar sárt,
elsku pabbi. Ég læt seinustu orðin
sem ég sagði við þig áður en þú
fórst að sofa aðfaranótt 8. janúar
verða þau síðustu hérna líka – ég
elska þig óendanlega.
Þinn sonur,
Róbert Sveinn.
Róbert Róbertsson
Afi í sveitinni er
dáinn. Það er skrítið
að hugsa til þess að
knúsin og samver-
urnar verði ekki
fleiri.
Elsku afi, það var svo gott að
vera hjá ykkur ömmu í sveitinni.
Við nutum þess að hjálpa til á
sumrin, nóg var af verkefnum og
okkur treyst fyrir hinum ýmsu
störfum. Það hefur átt stóran
þátt í því að móta þá einstaklinga
sem við erum í dag.
Við eigum öll svipaðar minn-
ingar um veruna hjá ykkur þrátt
fyrir aldursmuninn á okkur
systkinum. Á vorin fengum við frí
síðustu vikurnar í skólanum til að
koma og hjálpa til við sauðburð.
Það var skemmtilegur og lær-
dómsríkur tími.
Heyskapurinn var okkar
uppáhaldstími á sumrin og öll
fengum við þau verkefni að stýra
böggunum í baggatínuna, losa þá
ef þeir festust og jafnvel hlaupa á
undan afa sem keyrði dráttarvél-
ina og snúa böggunum. Gaman
var að leika sér í hlöðunni þegar
hún var orðin hálffull. Þá voru
bundin reipi í sperrurnar og við
sveifluðum okkur eins og Tarzan.
Öll höfum við gist í hlöðunni á
einhverjum tímapunkti sem var
mjög spennandi en um leið nokk-
uð ógnvekjandi.
Okkur var treyst ungum til að
fara niður að vatni og vitja um
netin.
Hermann
Jónsson
✝ Hermann Jóns-son fæddist 13.
nóvember 1938.
Hann lést 1. janúar
2019. Útför Her-
manns fór fram 12.
janúar 2019.
Afi var mikill
húmoristi og höfð-
um við gaman af
því að horfa með
honum á Spaug-
stofuna í sjónvarp-
inu.
Við notuðum
suma frasana mik-
ið í samtölum okk-
ar á milli. Hann var
einnig mjög músík-
alskur og spilaði
oft á nikkuna.
Afi eignaðist níu langafabörn
og hafði gaman af því að fá þau í
heimsókn og spjalla við þau.
Elsku afi, þín verður sárt
saknað.
Bryndís, Hermann og Auður.
Stundin líður, tíminn tekur
toll af öllu hér
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veiti yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson)
Það var gott að eiga vináttu
þína, Hermann minn.
Það var gott að fá knúsin frá
þér og finna hlýjuna og væntum-
þykjuna.
Skemmtilegar voru stundirnar
þegar þú tókst upp nikkuna og
sungið var af hjartans lyst.
Þú átt stóran sess í hjörtum
barna minna enda reyndist þú
þeim góður afi.
Hermann, takk fyrir allt sem
þú varst mér.
Kæra fjölskylda, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Agnes.
Yndislega Alda
mín. Aldrei, aldrei er
maður tilbúinn að
kveðja góðan vin/
vinkonu.
Ég kynntist Öldu
þegar ég fór að
vinna á Bautanum, þá 18 ára göm-
ul og var svo lánsöm að öll þau 15
ár sem ég starfaði þar vorum við
saman á vakt. Alda var ekki bara
frábær samstarfsmaður hún var
góð vinkona, traust, skemmtilega
stríðin og margt gott sem maður
gat lært af henni svo sem að virða
vinnuveitendur, samstarfsfólk og
starfið sem hún vann svo sannar-
lega af mikilli vandvirkni, sam-
visku, list og snyrtimennsku.
Það var líka ósjaldan þegar ég
mætti til vinnu að morgni kl. 8 að
Alda var löngu mætt og búin að
reiða fram marga bakka af snitt-
um eða öðru góðgæti og hvergi hef
Alda
Þorgrímsdóttir
✝ Alda Þorgríms-dóttir fæddist
11. ágúst 1936. Út-
för hennar fór fram
14. janúar 2019.
ég fengið betri klein-
ur en hjá Öldu minni.
Aldrei fór ég til
Íslands öðruvísi en
að heimsækja Öldu á
fallega og snyrtilega
heimilið hennar og
alltaf var tekið vel á
móti manni og jafn-
vel rifjuð upp Bauta-
árin.
En síðasta heim-
sókn mín til Öldu sl.
haust var á Kristnesi og þrátt fyr-
ir veikindin brosti hún og bar sig
vel. Það var líka árvisst eftir að ég
flutti utan að við hringdumst á á
afmælisdögum okkar en ekki
heyrði ég þó frá henni síðast og
óttaðist að nú hefði heilsu hennar
hrakað sem var raunin.
Ég er endalaust þakklát fyrir
allar okkar samstarfs- og sam-
verustundir og á góðar minningar
um góða konu.
Elsku Ómar, Smári, Palli, Ey-
dís, Viddi og fjölskyldur, ykkar
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Svandís Guðmundsdóttir.
Hún Laufey átti
aldrei kost á lífi sem
við göngum að sem
vísu, jafnvel án þess
að velta því fyrir okkur, að geta
menntað okkur, valið okkur starf,
stofnað fjölskyldu, ferðast um
landið, ferðast um heiminn. Samt
var hún alltaf glöð og kát, brosti
til allra sem hún hitti, hló og
kættist á góðri stund, naut þess
að fara á skemmtanir. Þrátt fyrir
fötlun sína naut hún þess að vera
til, alltaf jákvæð og vildi endilega
vera glæsilega til fara og ekki síð-
ur vandlega snyrt.
Fljótlega eftir fæðingu varð
fjölskyldunni ljóst að litla stúlkan
þyrfti mikla hjálp. Og hjálp og
ástúð fékk hún.
Þar sem Eiki var alltaf á sjón-
um hvíldi álagið mest á Þrúðu,
sem ætíð stóð með dóttur sinni í
blíðu og stríðu. Með ótrúlegum
dugnaði og seiglu tókst þeim að
Laufey
Eiríksdóttir
✝ Laufey Eiríks-dóttir fæddist
5. október 1980.
Hún lést 26. desem-
ber 2018.
Útför Laufeyjar
fór fram 8. janúar
2019.
búa svo um hnútana
að Laufey gat notið
lífsins á sinn já-
kvæða og glaðværa
hátt.
Fyrir rúmum
tveimur árum
greindist Laufey
með illkynja sjúk-
dóm og var ljóst að
hverju stefndi. Við
sem erum svo lán-
söm að ganga heil til
skógar eigum erfitt með að ræða
um dauðann. Og Laufey var sleg-
in yfir fréttunum og niðurdregin,
og auðvitað ekki sátt, en hún gat
rætt örlög sín. Þær mæðgur gátu
rætt um sjúkdóminn og dauðann
með aðstoð táknmáls. Þar kom
vel í ljós að Laufey vissi hvað hún
vildi. Á þessum erfiðu tímum gat
hún rætt af yfirvegun um lífið og
dauðann.
Laufey hafði skoðanir á eigin
útför, hún valdi bálför og að jarð-
neskar leifar hennar skyldu hvíla
í duftkeri. Það sýnir þroska Lauf-
eyjar að geta rætt þessi mál af
slíkri einurð og viljastyrk.
Við munum alltaf dást að
hennar léttu lund, jákvæðni,
glaðværð og hlýju.
Sigríður og Jón.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÖNNU PÁLU GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5
á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki.
Leifur Ragnarsson
Páll Ragnarsson Margrét Steingrímsdóttir
Árni Ragnarsson Ásdís Hermannsdóttir
Hólmfríður Ragnarsdóttir
Ólöf Sigríður Ragnarsdóttir Pétur Heimisson
Úlfar Ragnarsson Auðbjörg Friðgeirsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELÍNAR ÓLAFÍU ÞORVALDSDÓTTUR,
Hlíðarhúsum 7, Reykjavík.
Einnig færum við sérstakar þakkir til starfsfólks á Eir fyrir góða
umönnun.
Guð blessi ykkur.
Þorvaldur G. Ágústsson Anne Ágústsson
Grétar E. Ágústsson Hafdís Gísladóttir
Bárður J. Ágústsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför móður
minnar og ömmu okkar,
FJÓLU STEINSDÓTTUR MILERIS,
Skálagerði 5, Reykjavík.
Georg Mileris
Ana Maria Mileris George David Mileris
Vladimar Mileris Angelika Mileris Dawes
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar