Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 59
ÍSLENDINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Veldu mat frá yfir 100 veitingastöðum,
við sendum eða þú sækir
er ég bara að fjalla um og skrifa
um bækur á samfélagsmiðlunum.“
Kolbrún vann einnig í nokkur ár í
leikhúsum landsins og kom stutt-
lega við í kvikmyndabransanum
líka.
Kolbrún greindist með berkla-
æxli við heilann eftir leiklistar-
ferðalag til Búdapest og var skorin
upp og æxlið fjarlægt í febrúar
2002. „Ég var á lyfjum í heilt ár á
eftir og frá vinnu í einhvern tíma
en fór svo að vinna aftur hjá Ey-
mundsson eftir að ég jafnaði mig af
þessu. Vann um tíma hjá Ey-
mundsson í Leifsstöð en eftir að ég
eignaðist fyrri son minn 2007 fór
ég aftur að vinna hjá Eymundsson
í bænum.
Eftir að ég lét af störfum hjá
Eymundsson fór ég að vinna í
Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð og
er mjög stolt af störfum mínum
þar í að gera það að almennilegri
bókabúð með góðu úrvali.“ Þaðan
fór Kolbrún svo að vinna hjá Heim-
kaup.is – byrjaði þar sem vöru-
stjóri bóka og er í dag ennþá vöru-
stjóri en með töluvert fleiri flokka
af vörum á sínum snærum heldur
en bara bækur.
„Með fastri vinnu hef ég líka í 10
ár unnið aukalega við það að vera
plötusnúður, en er nýlega hætt því,
og var þá aðallega að spila á árshá-
tíðum, í brúðkaupum og veislum
ásamt Nalla vini mínum.“
Fjölskylda
Eiginkona Kolbrúnar er Áslaug
Dröfn Sigurðardóttir, f. 12.10.
1979, gervahönnuður. Hún vann
Edduna í fyrra fyrir gervahönnun í
sjónvarpsþáttunum Föngum. For-
eldrar hennar: Sigurður Jónsson
og Anna Skúladóttir. Fyrrverandi
eiginkona Kolbrúnar er Lilja
Torfadóttir, f. 9.6. 1976, hársnyrtir.
Núverandi maki Lilju er Guðbjörg
Árnadóttir grunnskólakennari.
Börn: 1) Felix Skafti Liljuson, f.
31.12. 2007, 2) Róbert Máni Kol-
brúnarson, f. 8.11. 2016. „Einnig tel
ég mig eiga stóran hlut í fyrrver-
andi stjúpbörnum mínum þeim
Alex Una Haraldssyni, f. 2000 og
Elísabetu Rut Diego, f. 1995, sem
eru börnin hennar Lilju sem ég var
gift. Sem og Bríet Ólínu Kristins-
dóttur sem ég passaði mikið fyrstu
fimm árin hennar.“
Systkini: Hjalti Þór Skaftason, f.
24.10. 1989, sérfræðingur í fyrir-
tækjaráðgjöf hjá Kviku, bús. í
Reykjavík, og Hanna Kristín
Skaftadóttir, f. 21.9. 1981, frum-
kvöðull í Bandaríkjunum.
Foreldrar: Hjónin Sara Magnús-
dóttir, f. 23.6. 1956, forstöðumaður
í Reykjavík, og Skafti Harðarson,
f. 10.9. 1956, framkvæmdastjóri í
Reykjavík.
Úr frændgarði Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur
Kolbrún Ósk Skaftadóttir
Hörður Felixson
skrifstofustj. í Rvík og
fv. landsliðsm. í fótbolta
Skafti Harðarson
framkvæmdastjóri Í Reykjavík
Guðjón Bjarnason
brunavörður í Rvík
Ágústa Bjarnadóttir
kennari í Reykjavík
Felix Pétursson
bókari í Reykjavík
Sigurbjörg Sigurðardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Skafti Þórarinsson
skrifstofumaður í Rvík
Hörður Felixson
skrifstofustj. í Rvík og fv. landsliðsm. í fótbolta
Bjarni Felixson fv. íþróttafréttam. og landsliðsm. í fótbolta
Gunnar Felixson fv. forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar og fv. landsliðsm. í fótbolta
Sara Magnúsdóttir
húsmóðir á Ytra-Lágafelli í
Miklaholtshr., síðar í Hafnarfirði
Hulda Svava Elíasdóttir
húsfr. á Skarði á
Ströndum og í Rvík
Elías Snæland
Jónsson
rithöfundur
og fv. ritstjóri
Elías Kristjánsson
bóndi í Arnartungu og á Elliða í
Staðarsveit, síðar á Ytra-Lágafelli
Magnús Elíasson
sölumaður í
Hafnarfirði
Hanna Elíasdóttir
kaupmaður í Reykjavík
Arndís Ingunn Kjartansdóttir
saumakona í Hafnarfirði
Elías Gíslason
sjómaður í Hafnarfirði
Sara Magnúsdóttir
forstöðumaður í Reykjavík
Kristján Elíasson ritstjóri í Rvík
Gay Pride Kolbrún ásamt eldri syni sínum og stjúpbörnum.
Árni Einarsson fæddist 17. jan-úar 1907 á Hvoli á Akranesi.Foreldrar hans voru hjónin
Einar Tjörfason, f. 1864, d. 1922, sjó-
maður á Akranesi, og Sigríður Guð-
rún Sigurgeirsdóttir, f. 1876, d. 1956.
Árni ólst upp í foreldrahúsum á
Akranesi og hóf þar bakaranám
1922. Hann flutti til Reykjavíkur og
hélt áfram námi í iðninni til 1925 en
veiktist þá af berklum og var mikið
til á sjúkrahúsum til 1933.
Árni var meðal stofnenda Sam-
bands íslenskra berklasjúklinga
(SÍBS) 1938 og sat í stjórn þess í
mörg ár. Hann var kjörinn formaður
fyrstu byggingarnefndar Reykja-
lundar 1942. Fyrsti áfangi Reykja-
lundar varð tilbúinn á tilsettum tíma
1.2. 1945 og varð Árni formaður
stjórnar heimilisins. Fyrst varð
Oddur Ólafsson bæði yfirlæknir og
framkvæmdastjóri á Reykjalundi en
hjá ört vaxandi stofnun var það orðið
of mikið starf svo að Árni tók við
sem framkvæmdastjóri á Reykja-
lundi. Hann flutti að Reykjalundi
með fjölskyldu sína og gegndi starf-
inu til 1977.
Árni starfaði í Kommúnistaflokki
Íslands 1934-38 og var meðal stofn-
enda Sósíalistaflokksins 1938 og
gegndi ýmsum nefndarstörfum fyrir
flokkinn 1938-48. Áður en Árni var
framkvæmdastjóri á Reykjalundi
hafði hann fyrst verið afgreiðslu-
maður hjá Verkalýðsblaðinu eftir að
hann náði sér af berklunum og síðan
Þjóðviljanum og var framkvæmda-
stjóri Prentsmiðju Þjóðviljans og
Þjóðviljans 1944-48.
Í minningargrein um Árna skrif-
aði Oddur læknir: „Þjóðin stendur
því í þakkarskuld við þann sem nú er
kvaddur, starf hans mun um ókomin
ár tryggja betur en ella félagslegt
öryggi og heilbrigði í þessu landi.
Árni var greindur og bókhneigður
maður sem las hvenær sem færi
gafst. Heimili hans var þekkt menn-
ingarheimili.“
Eiginkona Árna var Hlín Ingólfs-
dóttir, f. 20.10. 1909, d. 8.11. 1993.
Börn þeirra: Auður, Svala, Ingólfur,
Hlín, Einar og Páll.
Árni Einarsson lést 5.4. 1979.
Merkir Íslendingar
Árni
Einarsson
104 ára
Guðríður Guðmundsdóttir
90 ára
Sigurður Haraldsson
85 ára
Björgvin Salómonsson
Höskuldur Jónsson
Jóhanna Þorbjarnardóttir
Sigurjón Þorbergsson
80 ára
Hersilía Guðrún
Þórðardóttir
María Ólafsdóttir
Signý Gunnarsdóttir
75 ára
Arnþrúður
Sæmundsdóttir
Ella Dóra Ólafsdóttir
Fanney M. Karlsdóttir
Þórður Tyrfingsson
70 ára
Björg Jósepsdóttir
Guðrún Alfreðsdóttir
Jóhanna Jósefsdóttir
Ólafur Ágústsson
Sveinfríður Ragnarsdóttir
Viðar Aðalsteinsson
60 ára
Friðrik Gunnarsson
Guðmundur Ásberg
Arnbjarnarson
Gunnar Þór Hannesson
Hrund Ólafsdóttir
Jón Hörður Hafsteinsson
Lára Hrönn Árnadóttir
Margrét Sigurðardóttir
Steinar Steinarsson
Sveinrún Bjarnadóttir
50 ára
Agnar Páll Agnarsson
Andrejus Dasevskis
Elín Bára Einarsdóttir
Guðbjörg Steinunn
Sigfúsdóttir
Guðríður Svavarsdóttir
Kolbrún Hjálmtýsdóttir
Kristjana Guðrún
Sigurðardóttir
Lilja Jónsdóttir
Maria Victoria Sastre Padro
Oddur Gunnar Jónsson
Rakel Bjarnadóttir
40 ára
Alda Björk Óskarsdóttir
Ágúst Elvar Bjarnason
Beata Honorata Neumann
Bryndís Björg
Einarsdóttir
Hrólfur Hreiðarsson
Jón Sigurður Friðriksson
Justyna Teresa Grosel
Katla Marín Jónsdóttir
Kolbrún Ósk Skaftadóttir
Matthildur Ragnarsdóttir
Ólöf Kristín Daníelsdóttir
Rúnar Pálmarsson
Snæbjörn Kristjánsson
Tinna Guðmundsdóttir
Þórhildur Rún
Guðjónsdóttir
30 ára
Benjamín Ingi
Guðgeirsson
Bjarki Jónsson
Grzegorz Pawel Misiak
Guðbjörg Lára
Guðjónsdóttir
Hugrún Margrét Óladóttir
Jón Anton Stefánsson
Ragnar Tryggvi Snorrason
Reda Rimkute
Sigurður Kjartan
Kristinsson
Sæunn Skúladóttir
Sævar Sveinsson
Torfi Ásgeirsson
Til hamingju með daginn
40 ára Katla er Reykvík-
ingur en býr á Álftanesi.
Hún er hjúkrunarfr.
Maki: Guðfinnur Karls-
son, f. 1974, er með sjálf-
stæðan rekstur.
Börn: Birta Marín, f. 1999,
Nanna Lilja, f. 2006,
Lovísa Sóley, f. 2009,
Aníta Kristín, f. 2010, og
Lena Kamilla, f. 2017.
Foreldrar: Jón Steinar
Ingólfsson, f. 1955, og
Berglind Ólafsdóttir, f.
1959.
Katla Marín
Jónsdóttir
40 ára: Þórhildur er úr
Hveragerði en býr í Mos-
fellsbæ. Hún er fram-
kvæmdastj. öryggistækni-
fyrirtækisins Nortek.
Maki: Sveinn Líndal Jó-
hannsson, f. 1968, með-
eigandi auglýsingastof-
unnar ENNEMM.
Börn: Jökull Ari, f. 2009,
og Óskar Örn, f. 2012.
Foreldrar: Guðjón Sig-
urðsson, f. 1948, og Vera
Ósk Valgarðsdóttir, f.
1953, skólastjórnendur.
Þórhildur Rún
Guðjónsdóttir
30 ára Sæunn er Norð-
firðingur en býr á Eski-
firði. Hún er lærður hár-
snyrtir en vinnur á
leikskólanum Dalborg.
Maki: Andri Bergmann
Þórhallsson, f. 1983,
netagerðarmaður hjá
Egersund.
Dóttir: Ylfa Bergmann, f.
2018.
Foreldrar: Skúli Aðal-
steinsson, f. 1956, og
Guðrún Brynjarsdóttir, f.
1963, bús. í Neskaupstað.
Sæunn
Skúladóttir