Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þú ert það sem þú borðar ættir þú
að draga úr neyslu á fæðu sem er ekki holl
fyrir þig. Magavandamál þín munu hverfa ef
þú hlustar á líkamann.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ættir að ráðast í þrif á heimilinu í dag
og virkjaðu heimilisfólk með þér. Þér verður
boðið í skemmtilega veislu innan skamms.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú ertu komin/n með lausn á
vandamáli sem hefur verið að naga þig að
undanförnu. Þú laðast að manneskju sem þú
hefur nýverið hitt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki gera lítið úr heimspekilegum við-
horfum eða trúarskoðunum einhvers í dag.
Hlustaðu í einlægni og umhyggjusemi, alveg
eins og þú vilt að aðrir hlusti á þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Óskhyggja getur verið upphaf vegferðar
ef maður leyfir sér að tala upphátt. Tilhugs-
unin um að þú getir allt sem þú vilt fyllir þig
krafti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einbeittu þér að því sem þú kemst
auðveldlega yfir og getur leyst svo vel fari.
Einhvern veginn tekst þér að finna leiðir til
þess að nota hæfileika þína sem þú hefur nóg
af.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur það á tilfinningunni að sam-
starfsmenn þínir efist um hæfileika þína.
Morgunstund gefur gull í mund, þú vaknar
alltaf snemma, notaðu tímann í eitthvað upp-
byggilegt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Annaðhvort ertu með frábært
tengslanet eða þú ert ótrúlega heppin/n.
Myrkar tilfinningar frá liðnum dögum eru
horfnar. Leiðin til sigurs er breið og bein hjá
þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Njóttu viðurkenningar og ástúðar
sem þér er sýnd. Láttu þig dreyma um stund
og helltu þér síðan út í framkvæmdir. Mundu
að sinna vinum þínum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gætir þurft að sætta þig við
málamiðlanir í dag. Hvað eina sem þú tekur
upp á til þess að bæta líkamlegt form skilar
sér margfalt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hláturinn lengir lífið svo það er
ágætt að hafa gamanmál á takteinum þegar
það á við. Nýr maki er ekki alltaf málið, hugs-
aðu málið til enda.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dómgreindin er ekki upp á sitt besta
núna. Þú verður að kyrra hugann til að geta
tekið góðar ákvarðanir.
ÁLeirnum dregur Davíð Hjálm-ar Haraldsson upp mynd af
nýjustu tíðindum af mengun hafsins:
Í leirfjöru lá’ann í kasti
og læknir sem skar’ann í hasti
ögn ráðþrota stóð
er rann ekkert blóð,
svo fullur var Finnur af plasti.
„Ófærð í höfuðborginni og víðar“
verður Davíð Hjálmari að yrkisefni:
Í borginni það býr við vanda,
blessað fólkið, óvant snjó,
en upp úr ljósastaurar standa
á stöku hæðum, tel ég þó.
Davíð Hjálmar skilaði inn umsögn
á samráðsgátt um klukku og sólar-
gang:
Nauðsynlegt er næturhúmið.
Náttúran þitt bætti geð
ef þú færir fyrr í rúmið
og frúnni þinni byðir með.
Á laugardaginn vakti Davíð
Hjálmar athygli á því, að frétt og
auglýsing komu í útvarpinu um að
Vaðlaheiðargöng yrðu lokuð allan
þann dag vegna formlegrar opn-
unar ganganna. Göngin höfðu verið
opin síðustu vikur og verða það
áfram:
Hér koma gestir með hátíðarbrag,
heillafull mörg eru slokuð
við göngin svo opin hvern einasta dag
og opnuð í dag en þó lokuð.
Og síðan bætti hann við: „Ég hélt
að ég myndi skilja málið með því að
yrkja um það en ég er engu nær!“
Þetta gaf Fíu á Sandi tilefni til að
gera þessa athugasemd: „Vinkona
mín sagði í gær að það eina sem
gæti gert hana vita vitlausa væri
óskiljanleg nútímatækni og óskilj-
anlegt nútímamálfar.
„Vilji er allt sem þarf“ er semsé
frasi sem á ekki við hana lengur.
Svo ég sendi henni þessa:
Mig skortir ei hugrekki og veit hvað ég vil
en víst er að núið er snúið.
Það virðist þar fátt sem ég veit eða skil
en verst er að ölið er búið.“
Þetta lét Ólafur Stefánsson ekki
fram hjá sér fara:
Víst er það snúið og verður ei bætt,
þótt viljinn sé enn fyrir hendi,
að lífið það býður oss súrt bæði’og sætt,
og sullið með bjórinn fær endi.
Þorsteinn Erlingsson orti:
Líkast er það ljósum draum
að liggja svona og heyra
heillar nætur glasaglaum
glymja sér við eyra.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mengun hafsins, ófærð og
Vaðlaheiðargöng
„ÉG ER MEÐ MARGFALDAN PERSÓNULEIKA.
ÉG ER HEILA EILÍFÐ AÐ KOMAST Í
GEGNUM VEGABRÉFAEFTIRLITIÐ.”
„VERTU ALVEG HEIÐARLEGUR! HANN ER
SVOLÍTIÐ ELLILEGUR MIÐAÐ VIÐ AÐ VERA
56 ÁRA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera ánægð með
líkama sinn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VARÚÐ
LYGAHUNDUR
HEFURÐU
GRENNST?
ÞÚ HLÝTUR AÐ
LYFTA
ÞÚ ERT SVO
UNGLEGUR JE, JE, JE …
MAMMA, ERTU
TILBÚIN AÐ FARA
Á MARKAÐINN?
JÁ, EN ÉG VIL EKKI AÐ PABBI ÞINN
GLEYMI AÐ TAKA MEÐALIÐ SITT Á
MEÐAN VIÐ ERUM Í BURTU!
ÉG SETTI ÞAÐ
ÞAR SEM ÞAÐ
GETUR EKKI
FARIÐ FRAMHJÁ
HONUM!
Tíminn er sjaldnast á bandi Vík-verja. Í það minnsta líður honum
eins og tíminn sáldrist í gegnum
hendurnar á honum gjörsamlega
stjórnlaust. Þessa dagana er mikið
rætt um tímann. Mætti ætla að með
því að eiga við klukkuna yrði allt
betra í samfélaginu. Allir yrðu
morgunhressir, börnum yrði
skemmt í skólum og allt myndi ein-
faldlega ganga betur. Víkverji vonar
vitaskuld að þetta sé allt saman hár-
rétt.
x x x
Víkverji þekkir til erlendis og veittil þess að í mörgum löndum er
meira samræmi milli klukkunnar og
sólargangs en hér. Kemur þetta
meðal annars fram í því að þar er há-
degi þegar sól er hæst á lofti. Í
mörgum þessara landa er í ofanálag
hringlað með klukkuna tvisvar á ári,
fram og til baka. Víkverji minnist
þess ekki að hafa verið hressari á
morgnana þegar hann hefur dvalið í
löndum þar sem svo er búið um
hnútana. Honum fannst annað fólk
þar heldur ekkert áberandi hressara
en annað fólk hér á landi. Hann hef-
ur heldur ekkert séð um að ung-
menni þar séu meiri námshestar eða
gleðjist meira yfir skólagöngu sinni,
en íslensk ungmenni. Honum virtist
frekar að allur gangur væri þar á og
var þá ekki að hugsa um sólargang.
x x x
Þessar athugasemdir eru hins veg-ar allt annað en vísindalegar og
því sennilega ekkert að marka þær.
x x x
Víkverji hefur satt að segja meiriáhyggjur af því sem hann nefndi
í upphafi þessa pistils. Honum finnst
tíminn líða alltof hratt og hann
sjaldnast ná að koma öllu því í verk,
sem hann vildi. Helst vildi hann geta
ýtt á taka sem frystir tímann. Vík-
verji gæti þá unnið upp það sem
hann á ógert og sett síðan tímann
aftur í gang. Slíkur frystihnappur
hefur nýst honum vel þegar hann
horfir á sjónvarp og þarf að bregða
sér frá. Þetta minnir Víkverja á til-
vitnun, sem hann rakst á: „Gallinn er
sá að tíminn flýgur, kosturinn er sá
að þú ert flugmaðurinn.“
vikverji@mbl.is
Víkverji
Áform verða að engu þar sem engin er
ráðagerðin en ef margir leggja á ráðin
rætast þau.
(Orðskviðirnir 15.22)