Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 63

Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 deildinni við sama skóla frá og með haustinu. „Sviðsvinnan og leiklistin togar enn í mig og því varð óperusöngur fyrir valinu frekar en ljóðasöngur,“ segir Silja, sem var á leið á sína fyrstu æfingu með Sinfóníuhljóm- sveitinni þegar blaðamaður náði tali af henni fyrr í vikunni. „Ég er bara búin að æfa með píanista í Kalda- lóni,“ segir Silja sem líka hafði náð einni æfingu með hljómsveitarstjór- anum. „Það eru ótrúleg forréttindi að fá svona opinn og dásamlegan hljómsveitarstjóra sem hlustar á okkur sem tónlistarfólk og leyfir okkur að taka þátt í ákvörðunartöku um tónlistarflutninginn. Það er al- veg einstakt. Því það er alls ekki sjálfgefið að maður fái það. Hún er rosalegur fagmaður,“ segir Silja um Amadio, sem staðið hefur á stjórn- endapallinum í yfir 20 ár og er í dag aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníu- hljómsveitar Bogotá í Kólumbíu. Konsert í miklu uppáhaldi „Þessi konsert hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér eða frá því ég heyrði hann fyrst,“ segir Hjörtur Páll um sellókonsertinn í e-moll eftir Edward Elgar sem hann flytur ásamt SÍ í kvöld. Rifjar hann upp að hann hafi verið svo lánsamur að leika með hljómsveit sem flutti verk- ið með Sæunni Þorsteinsdóttur. „Þá kynntist ég verkinu vel og hef síðan látið mig dreyma um að spila þenn- an konsert sem einleikari,“ segir Hjörtur Páll og bendir á að konsert- inn sé eðlilega í miklu uppáhaldi hjá mörgum sellistum. „Enda er þetta frábær tónsmíð.“ Aðspurður segir Hjörtur Páll mikið fagnaðarefni að ungum ein- leikurum gefist kostur á að leika með SÍ. „Það er einstakt fyrir ungt tónlistarfólk sem er að leggja sig fram í námi erlendis að fá tækifæri til að koma heim og leika með hljóm- sveitinni. Í mörgum tilvikum eru ungu einleikarnir að fá tækifæri til að spila með framtíðarkollegum,“ segir Hjörtur Páll og segist þakk- látur fyrir þá jákvæðu stemningu sem ríki í garð ungu einleikaranna á æfingum með SÍ. Hjörtur Páll var aðeins tæplega fimm ára þegar hann hóf sellónám í Allegro Suzuki-tónlistarskólanum.. „Systkini mín þrjú spiluðu öll á fiðlu, en ég hreifst miklu meira af sellóinu. Þegar ég var pínulítill heyrði ég upptökur með Pablo Casals og þá varð ekki aftur snúið og sellóið eina hljóðfærið sem kom til greina,“ segir Hjörtur Páll sem er á öðru ári í bachelor-námi í sellóleik við Kon- unglega tónlistarskólann í Kaup- mannahöfn og þegar farinn að skoða möguleikann á því að halda áfram í framhaldsnámi við sama skóla. Auk framangreindra verka eru á efnisskrá kvöldsins Depuis le jour úr Louise eftir Gustave Charpen- tier; Glitter and be Gay úr Candide eftir Leonard Bernstein; Der Hölle Rache kocht in meinem Herzen úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart og Fiðlukonsert í d-moll eftir Jean Sibelius. Eftirvænting Guðbjartur Hákonarson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Hjörtur Páll Eggertsson og Harpa Ósk Björnsdóttir koma fram í Eldborg í kvöld. hjálpað til þegar kom að því að klipp- ingu. Hún ber leikstjóra myndar- innar, David Leitch, vel söguna. „Hann er svo opinn fyrir tillögum, fyrir þátttöku,“ segir hún og að hún hafi m.a. bent honum á hvað mætti betur fara þegar kom að kvikmynda- tökunni, þ.e. hvað mætti betur fara út frá sjónarhorni klipparans. „Betur sjá augu en auga,“ bendir Elísabet á. Egóinu strokið Við víkjum talinu að Eddie-verð- laununum fyrrnefndu og segir Elísa- bet tilnefninguna mikinn heiður. „Ég er náttúrlega tilnefnd með tveimur öðrum því ég var í fjóra mánuði á sjúkrahúsi, það þurfti að ráða aðra klippara til að halda vinnunni áfram,“ segir hún. Hún hafi svo haldið áfram þegar heilsan leyfði. Elísabet hefur fimm sinnum verið tilnefnd til Edduverðlauna og hefur hlotið þau þrisvar. Hún er spurð að því hvernig verðlaun leggist almennt í hana, bæði að vera tilnefnd og hljóta þau og segir hún þau vissulega hvatn- ingu. „Þetta peppar mann upp þegar maður hangir stundum algjörlega á nöglunum. Þetta er líka einmanalegt starf,“ svarar hún og líkir kvik- myndaverkefnunum við börn sem hún hafi tekið í fóstur. „Maður gerir sitt besta og ferlið vekur mestan áhuga hjá mér. Verð- launaafhendingar eru svona egó- klapp því það er enginn að halda því fram að sú kvikmynd sem fær verð- laun fyrir bestu klippingu sé endilega sú best klippta heldur einfaldlega hvatning til þess að fólk kíki í þessa átt. Maður eyðir öllu árinu einn inni í þessu herbergi,“ bendir Elísabet á og hlær að einverunni, að enginn komi að sjá hana og blaðamanni dettur í hug leikurinn „Ein ég sit og sauma“. Kannski litla músin kíki stundum í heimsókn? Varð ástfangin af ferlinu Elísabet nam kvikmyndagerð í London Film School og lagði sérstaka áherslu á kvikmyndatöku og út á hana gekk lokaverkefnið hennar. Að loknu námi fór hún strax að vinna fyrir sér, framan af sem aðstoðartökumaður hjá Karli Óskarssyni. „Ég tók reyndar upp eitt vídeó með Aha í London,“ seg- ir hún sposk og á þar við norsku popp- sveitina margfrægu. Sjá má af svip hennar að það var mikið fjör. En hvenær hófst þá klippiferillinn? „Í rauninni þegar Kalli Óskars og þeir komust að því að ég væri gengin sex eða sjö mánuði á leið með annan son minn. Ég var að setja upp ljós, klifra upp vinnupalla og svona,“ segir Elísabet sposk. Körlunum hafi þótt óþægilegt að horfa upp á þetta og sent hana inn í klippiherbergi hjá fyrirtæk- inu Sýn sem framleiddi m.a. þættina Maður er nefndur. „Ég varð bara ást- fangin af klippiferlinu, fannst það ótrú- lega skemmtilegt og þetta gerðist allt á réttum tíma,“ rifjar Elísabet upp. Þá varð ekki aftur snúið. Seinustu mynd- ir Elísabetar, þær sem hafa verið gerðar í Hollywood, eru allar hasar- myndir og segist hún ekki vilja fá þann merkimiða á sig að vera ein- göngu hasarmyndaklippari. „Mér er alveg sama hvort þetta er ástarsaga eða eitthvað annað,“ segir Elísabet, klippilistin snúist um ákveð- inn takt. Hún segist hafa ákveðnar áhyggj- ur af hlutverki klipparans nú um stundir. „Það er að verða sífellt tæknilegra og ég er ekki tæknimann- eskja, ekki frekar en rithöfundur er tæknimaður,“ segir Elísabet. Hún sé sögumaður, ekki tæknimaður. „Ástæðan fyrir því að það eru til svona rosalega margar illa klipptar bíómyndir er að þar hafa verið ein- hverjir tæknigaurar á ferð,“ bætir hún við. Góðir klipparar þurfi að hafa brennandi áhuga á kvikmyndagerð og sinni starfi sínu af ástríðu. Ólík sjónarhorn En getur hún gefið dæmi um illa klippta kvikmynd og vel klippta? Elísabet svarar því til að þegar hún sé að kenna kvikmyndanemum mæli hún með því að þeir horfi á illa klippta sjónvarpsþætti eða kvikmyndir. Og þar sé af nógu að taka. „Horfðu bara á The Bold and the Beautiful, það er viss taktur í þátt- unum sem höfðar til fólks. Fólk hefur mismunandi sjónarhorn á kvikmynd- ir og sumir geta horft á, að mínu mati, ömurlegar kvikmyndir af því búning- arnir eru æðislegir eða leikararnir skemmtilegir eins og Ryan Reynolds er í Deadpool 2. Auðvitað er myndin skemmtileg en það er ekki mér að þakka!“ segir Elísabet og hlær. „Ég átti erfitt með að yfirgefa klippið á Deadpool 2 og fannst ég ekki ná að klára það sem ég vildi gera en ég er líka haldin alvarlegri þrá- hyggju!“ segir Elísabet og hlær. Hún bendir á að klipparinn sé að vinna bæði með eigin tilfinningar og ann- arra og að starfið sé því snúið og flók- ið en líka afar skemmtilegt og gef- andi. „Það mikilvægasta sem klippari þarf að hafa er gott sjálfstraust og það brotnaði dálítið upp úr því hjá mér af því ég varð svo veik og tauga- kerfið var ekki alveg upp á sitt besta. Þannig að ég hafnaði því að fara með David [Leitch] í næstu mynd sem hann er að kvikmynda núna, ég þurfti að komast aftur upp á þennan hest. Ég klippti því tvo þætti í Netflix-seríu og ætla að taka að mér litla gam- anmynd í L.A.,“ segir Elísabet að lok- um. Vinir Elísabet Ronaldsdóttir með Ryan Reynolds í gervi Deadpool. Stuð Elísabet með Chad Stahelski, leikstjóra John Wick-myndanna. Í vinnunni Elísabet með aðstoðar- manni sínum Matt Absher. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Fim 17/1 kl. 20:00 7. s Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Mið 23/1 kl. 20:00 8. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s Allra síðasta sýning 1. febrúar. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Sun 20/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Sun 20/1 kl. 17:00 5. s Sun 27/1 kl. 20:00 7. s Mið 23/1 kl. 20:00 6. s Mið 30/1 kl. 20:00 8. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Athugið. Aðeins verða átta sýningar. Ég dey (Nýja sviðið) Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Fim 31/1 kl. 20:00 7. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas. Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Velkomin heim (Kassinn) Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Insomnia (Kassinn) Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 18/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 22:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 22:30 Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 19/1 kl. 22:30 Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Fim 24/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.