Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Fjöruverðlaunin, bókmenntaverð- laun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Í flokki fagurbókmennta var valið best smásagnasafnið Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur var valin sú besta í flokki barna- og unglingabókmennta og Þjáningarfrelsið – óreiða hug- sjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur var valin sú besta í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Hyggst beita öðrum brögðum „Þessi verðlaun eru svo falleg og sérstök. Ekki síst fyrir það sem er yf- irlýst markmið þeirra sem er að reyna að geta sér til um hvað verði eftir þegar flóðið er komið og farið,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir, en auk smásagnasafns hennar, Ástin, Texas, voru í flokki fagurbókmennta tilnefndar bækurnar Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Kláði eftir Fríðu Ísberg. Í umsögn dómnefndar um Ástin, Texas segir að smásagnasafnið geymi fimm smásögur „sem láta ekki mikið yfir sér; þær eru lágstemmdar á yfirborðinu en undir niðri krauma miklar tilfinningar. Sögurnar hverf- ast allar um ástina og fjalla bæði um nánd og skortinn á henni. Þetta er fá- dæma vel gert; mannlýsingar eru trúverðugar og vekja samkennd með persónum og samskiptum þeirra er lýst af slíkri dýpt og næmi að þau láta lesandann vart ósnortinn.“ Spurð hvort Ástin, Texas sé besta bók hennar til þessa svarar Guðrún Eva því umsvifalaust játandi. „Ég segi bara eins og Sartre, mér er alveg sama hvað fólk segir um bækurnar mínar svo lengi sem það viðurkennir að hver bók sé skárri en sú næsta á undan. Maður vill vera að taka stöð- ugum framförum. Það þýðir líka að þær bestu hljóta að vera óskrifaðar, sem er mjög góð tilhugsun,“ segir Guðrún Eva og bætir við að hana langi til að skrifa fleiri smásagnasöfn. „Miðað við viðtökur hef ég á til- finningunni að það séu fleiri en ég sem þyrstir í aðeins minna strúktúr- eraðan skáldskap og aðeins minna framvindudrifinn skáldskap. Þá verður það óvart um leið minna form- úlerað og gefur lesandanum meira pláss. Þá er áskorunin að hafa þetta aðgengilegt, að fólki þyki þetta skemmtilegt og upplifi strax miklar tilfinningar gegnum lesturinn, en um leið fær lesandinn mikið rými til að upplifa söguna og endinn á sinn hátt, því hann er ekki á neinn hátt mat- aður. Markmið mitt í þessum sögum var að hafa eitthvað stórt inni í litlu, svona eins og hús sem er stærra að innan en það er að utan,“ segir Guð- rún Eva og tekur fram að hún sé í augnablikinu afhuga snyrtilega skáldsagnaforminu. „Ég hugsa að ég muni skrifa fleiri skáldsögur, en að þær verði þá drifnar áfram af ein- hverju öðru en plotti. Ég muni þurfa að beita öðrum brögðum til að við- halda athygli lesandans.“ Varpar ljósi á öll bókverk „Mér þykir sérstaklega vænt um að vera verðlaunuð fyrir Fíusól,“ seg- ir Kristín Helga Gunnarsdóttir sem verðlaunuð er fyrir sjöttu og síðustu bók sína um stelpuna uppátækja- sömu. Þetta er í þriðja sinn sem Kristín Helga hlýtur Fjöruverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta og annað árið í röð því í fyrra var hún verðlaunuð fyrir Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels. Auk Fíasól gefst aldri upp voru tilnefndar bækurnar Lang-elstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmars- dóttur og Halldór Baldursson. Í umsögn dómnefndar um vinn- ingsbókina segir að umræðan um sið- ferðileg álitamál sé „sett fram af barnslegri einlægni en um leið alvöru sem dýpkar undirtón sögunnar. Per- sónur bókarinnar eru ekki byggðar upp af staðalímyndum heldur eru þær lifandi og margræðar rétt eins og heimur Fíusólar.“ „Ég hélt að Fíasól væri farin frá mér,“ segir Kristín Helga, en síðasta bókin um Fíusól kom út 2010. „En svo átti ég býsna margar sögur sem söfnuðust saman og hæfðu henni svo vel og eina sem kallaði á frekari úr- vinnslu,“ segir Kristín Helga sem í verðlaunabók sinni lætur Fíusól leita til umboðsmanns barna. „Hún kemst að því að margir krakkar eru í flókn- um og erfiðum aðstæðum og stofnar því björgunarsveit sem berst fyrir réttindum barna. Stóru málin sem mörg börn glíma við í dag eru þessar tvískiptu aðstæður þar sem börn búa til helminga á tveimur stöðum og jafnvel skipta lífinu sínu algjörlega í tvennt. Stundum gengur þetta út í öfgar og stundum dansar þetta ljúf- lega. Mér fannst áhugavert að skoða það með augum Fíusólar.“ Aðspurð um þýðingu Fjöruverð- launanna segir Kristín Helga þau hafa mikla þýðingu. „Því þetta er ljós – ekki bara á verkin sem eru tilnefnd og verðlaunuð heldur vonandi á öll hin bókverkin,“ segir Kristín Helga og bendir á að verðlaunin varpi ekki bara sterku ljósi á kvennabókmenntir heldur líka á barna- og unglingabæk- ur. „Við sem skrifum fyrir börn höld- um í raun uppi bókmenntalífi til fram- tíðar, vegna þess að ef börn lesa ekki í dag hver á þá að lesa á morgun?“ Fiðrildaáhrif á samfélagið „Við unnum þessa bók af hugsjón af því að okkur fannst þetta mikilvægt umfjöllunarefni. Þess vegna finnst mér mjög vænt um bæði þessi verð- laun og tilnefninguna til Íslensku bók- menntaverðlaunanna því það er stað- festing á því að samfélaginu finnist þetta málefni mikilvægt. Þessi verð- laun hjálpa bókinni vonandi að hafa fiðrildaáhrif á samfélagið,“ segir Auð- ur Jónsdóttir sem er höfundur Þján- ingarfrelsisins ásamt Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur. Að auki voru í flokki fræðibóka og rita al- menns eðlis tilnefndar Aldarsaga hár- iðna á Íslandi eftir Báru Baldurs- dóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur og Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal. Í umsögn dómefndar um Þjáningarfrelsið segir að bókin sé „mikilvægt og tímabært framlag til ís- lenskra bókmennta“ auk þess sem bókin sé liður í því að standa vörð um tjáningarfrelsið. „Í bókinni fáum við að kynnast heiminum að baki fréttaflutningnum. Fjallað er um raunveruleg dæmi sem gefa innsýn í aðstæður sem blaða- menn geta átt við að etja í störfum sínum og áleitnar spurningar, hug- myndir og vangaveltur sem varða grunngildi fjölmiðlunar og stöðu fjöl- miðla og tjáningarfrelsis á Íslandi í upphafi 21. aldarinnar.“ Það er ekkert launungarmál að kveikjan að bókinni var meiðyrðamál sem höfðað var gegn Auði vegna pist- ils hennar sem birtist á vef Kjarnans. „Upphaflega ætlaði ég að skrifa ess- eyju-bók um það að vera stefnt fyrir orð sín, en eftir því sem ég heyrði fleiri reynslusögur annarra vatt efnið upp á sig og bókin breyttist í viðtals- bók,“ segir Auður og rifjar upp að þær Bára og Steinunn hafi tekið um 50 viðtöl fyrir bókina. „Það varð að skrifa þessa bók hratt til þess að hún stæði með því ástandi sem hún er að lýsa, því þessi mál breytast hratt nú um stundir. Umræðan um tjáningar- frelsið er þörf,“ segir Auður og bendir á að þegar rætt sé um tjáningarfrelsið og skilyrði þess þurfi samtímis að ræða fjölmiðla, virkni þeirra, rekstr- arskilyrði og starfsumhverfi. „Fjöl- miðlar eru ein grunnstoð þess að virkt, frjálslynt lýðræði fái að dafna,“ segir Auður og bendir á að fjölmiðlar eigi undir högg að sækja í breyttum heimi „þar sem upplýsingastreymið og upplýsingamengunin er endalaus; upplýsingamengun og ókeypis fals- fréttir ógna meðan fólk þarf oft að borga fyrir vandaðar fréttaskýringar. Það verður að vera hægt að ræða opið og leitandi um fjölmiðla og hvernig best sé hlúð að þeim án þess að eyrna- merkja slíka umræðu pólitískum skotgröfum.“ Ástin, Þjáningarfrelsið og Fíasól verðlaunuð  Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, afhent Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Verðlaunahafar F.v. í fremri röð Steinunn, Auður og Guðrún Eva, fyrir aftan þær Bára Huld og Kristín Helga. HAHA nefnist leikrit sem Borgarleik- húsið býður öllum unglingum í 10. bekk í Reykjavík að sjá þessa vikuna á Nýja sviði leikhússins. Ráðgert er að alls muni um 1.400 unglingar sjá upp- færsluna. Höfundar verksins og leik- arar eru Sigurbjartur Sturla Atlason og Jóhann Kristófer Stefánsson, sem hingað til hafa verið þekktari sem tón- listarmennirnir Sturla Atlas og Joey Christ. Í sýningunni skoða þeir and- lega heilsu ungs fólks í víðu samhengi. Samkvæmt upplýsingum frá Borgar- leikhúsinu er þetta í fjórða skiptið sem það býður 10. bekkingum í leikhús, en fyrsta skiptið var árið 2015. 10. bekkingum boðið í Borgarleikhúsið Samtal Sturla Atlas í HAHA. Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.