Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 67
MENNING 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
icewear.is
ICQC 2018-20
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í innri hluta Nýlistasafnsins í Mar-
shall-húsinu er Bjarki Bragason
myndlistarmaður að festa stóra við-
arramma með þurrkuðum plöntum í
reglulegar raðir á veggina og á
stöplum á gólfinu standa engar
höggmyndir heldur þornandi haugar
af súrheyi sem hann hefur leyst úr
viðjum svartra ruslapoka. Í safninu
verða opnaðar í dag klukkan 18 tvær
sýningar; í fremri hlutanum er inn-
setning Kolbeins Huga en þessi sýn-
ing Bjarka þar fyrir innan nefnist
Þrjú þúsund og níu ár.
Á sýningunni tekst Bjarki með af-
ar persónulegum en umhverfis-
fræðilegum aðferðum á við áhrif
nærumhverfisins á hann sjálfan og
aðra. Í verkum sínum hefur Bjarki
löngum fjallað um ummerki breyt-
inga og hér kynnast gestir tíu ára
ferli þar sem Bjarki hefur haft stór-
an garð ömmu sinnar og afa sem út-
gangspunkt og aðferð til að spegla
stór sem lítil samhengi. Fyrir tíu ár-
um var lóðin þar sem afi og amma
Bjarka höfðu komið sér upp húsi
seld. Áður en verktakar hugðust
ráðast þar í byggingu húsa tók
Bjarki sýni af öllum plöntum í garð-
inum og tveimur árum seinna sýndi
hann fyrst myndverk úr því ferli.
Ekkert varð úr framkvæmdum á
lóðinni og í fyrra safnaði Bjarki aftur
sýnum af öllum tegundum sem þar
vaxa. Þá kortlagði hann á sinn hátt
þær breytingar sem orðið hafa á
svæðinu; á sýningunni teflir hann
saman þessum gróðursýnum. Og á
sama tíma og Bjarki safnaði
plöntum í garðinum í fyrra tók hann
þátt í uppgreftri á um það bil þrjú
þúsund ára gömlu birkitré á Breiða-
merkursandi, en vegna loftslags-
breytinga og bráðnunar jökla kom
það nú undan jökulaurnum eins og
varðveitt í tímahylki. Það kemur
einnig við sögu á sýningunni, ásamt
fleiru sem tengist hugleiðingum
Bjarka um breytingar, og stefnir
hann plöntunum úr garðinum og
hinu forna tré af Breiðamerkursandi
saman í tilraun til að staðsetja ein-
staklinginn í árekstri tveggja tíma-
skala, þess jarðfræðilega og þess
mennska.
Spurningar um vistkerfin
„Plöntunum á endaveggnum safn-
aði ég sumarið 2018 en hinum 2009,“
segir Bjarki þar sem hann sýnir
blaðamanni verkin. „Þetta er eins-
konar viðbragð eða leið til að halda
utan um það sem er að hverfa og
kallar á leið um stærri spurningar
um vistkerfin. Spurningarnar geta
sprottið út frá jafn hversdagslegum
hlut og garðinum hennar ömmu.“
Bjarki segist hafa horft á skrúð-
garðinn stóra sem amma hans og afi
komu sér upp í Kópavogi sem mann-
gert umhverfi sem væri afleiðing
ákveðinna félagslegra aðstæðna.
„Alveg síðan ég var krakki hef ég
safnað og haldið svona arkíf,“ segir
hann. Og honum þótti áhugavert
hvað garðurinn hafði breyst mikið
eftir að hætt var að hirða um hann.
Bjarki segir eina kveikjuna að
sýningunni og verkunum að reyna
að halda utan um það að tíminn líður
og að við höfum takmarkaða stjórn á
því sem gerist. „Þetta er meðvitaður
leikur með að reyna að hafa stjórn á
tímanum en skilja um leið að það er
vonlaust. Frekar en að setja einn
ákveðin hlut hér inn þá endur-
speglar sýningin kannski frekar
strögglið við þessa tímaárekstra.“
En hvað skiptir fagurfræði verk-
anna hann miklu máli?
„Hún er farvegurinn sem hug-
myndirnar fara um,“ svarar hann.
„Fagurfræðin er praktísk, hún er
kerfi, en er þó ekki nema að hálfu
leyti trú kerfinu sem hún sprettur
af. Ég hef reynt að vera meðvitaður
um það að söfnun er ákveðið við-
bragð, einskonar þrá og þörf.“
Bragi hefur til að mynda safnað
og sýnt manngerða hluti sem fundist
hafa í jörðu. Hvaða árátta er þetta?
Hann brosir og segir að svo margt
sem öðrum finnst kannski vera
ómerkilegt finnst sér mikilvægt.
„Þráhyggjan fyrir mér snýst um
að þessir hlutir eru vísbending um
það hvernig gildismat byggist upp –
og þeir eru líka sönnunargögn um
tímann. Þegar ég flyt úr íbúðum
sópa ég gólfin til að mynda að lokum
og geymi sópið. Ekki sem listaverk
heldur sem staðfestingu á því hvað
hafi verið á gólfunum einmitt þá …“
Auðlindir og nýlenduhugarfar
Sýning Kolbeins Huga nefnist
upp á ensku Cryptopia One: A Beg-
inning Is A Very Delicate Time og
samkvæmt tilkynningu frá Nýlista-
safninu nýtir hann sér framúrstefnu
og vísindaskáldskap til að fletta í
innsetningu sinni „dulunni af mögu-
legri framtíð“. Kolbeinn Hugi er
ásamt aðstoðarmönnum upptekinn
við að setja sýninguna upp þegar
blaðamaður lítur inn, þar verða
myndvarpar og í miðju rýminu er
komið vatn í laug. Hvað er hann að
gera?
„Grunnur þessarar innsetningar
minnar liggur í vídeóseríu sem ég
hef unnið að og ég kalla Cryptopia
One,“ segir hann og bendir áhuga-
sömum á að sjá megi verk úr serí-
unni á vefslóðinni cryptopia.one.
„Ég hef gert vídeóverk og líka
nokkra performansa sem tengjast
þessu verkefni en þetta er fyrsta
sýningin. Hér birtist einskonar
skrýtinn hliðarveruleiki, vísinda-
skáldskapur sem hefur sprottið upp
frá Svartsengi, Bláa lóninu, orku-
verinu þar og öllum dulmyntanám-
unum sem eru þar í kring.
Vídeóin byggjast öll á þeim grunni
sem verður til þarna við Svartsengi,
það er þetta furðulega fyrirbæri að
þangað koma pílagrímar alls staðar
að og baða sig í iðnaðarúrgangi, og
orkan er notuð að miklu leyti til að
veita orku í þessar „cryptomines“
sem eru víða á Suðurnesjum. Þessir
furðulegu veruleikar mætast, Bláa
lónið sem er markaðssett sem eitt-
hvað náttúrulegt og hins vegar allar
dulmyntanámurnar, þar sem öll
þessi orka fer í að búa til eitthvað
sem er algjörlega óáþreifanlegt og
ósnertanlegt, þessar svokölluðu raf-
myntir sem við vitum ekkert í hvað
eru notaðar.“
Hvernig skilgreinir Kolbeinn
Hugi þetta verkefni sitt; er þetta
ádeila eða hugleiðing um þennan
veruleika?
„Þetta er meira hugleiðing,“ svar-
ar hann. „Ég hef mínar skoðanir á
því hvernig auðlindirnar okkar eru
notaðar. Til hvers að vera með
græna orku ef við notum hana í að
búa til ekki neitt? Gætum við ekki al-
veg eins sleppt því að búa þetta til?
Bitcoins hafa verið til í ein 11 ár en
verðmætið hefur nú minnkað mikið
eftir mikið ris en samt er fólk ennþá
í gullgrafaragír og vill virkja meira
til að byggja fleiri svokölluð gagna-
ver, þótt reikniver sé réttara heiti.
Þessi innsetning er hugleiðing um
þetta, um Ísland, auðlindirnar og ný-
lenduhugarfarið þar sem við fram-
leiðum orku sem við vitum ekkert í
hvað er notuð.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Bjarki Plönturnar sem hann safnar og sýnir „eru líka sönnunargögn um tímann“.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kolbeinn Hugi Hann fjallar um vísindaskáldskap sem hefur sprottið upp frá Svartsengi.
Plöntusafn og dulmyntanámur
Myndlistarmennirnir Bjarki Bragason og Kolbeinn Hugi opna einkasýningar í Nýlistasafninu í dag
Annar staðsetur einstaklinginn í árekstri tveggja tímaskala, hinn rýnir í mögulega framtíð