Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is H afragrautur í morgun- mat, hrísgrjón í há- deginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út ár- ið 2050, gangi ráðleggingar 37 sér- fræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Þeir birtu niðurstöður rannsóknar sinnar í nýjasta tölublaði lækna- tímaritsins The Lancet undir fyrir- sögninni „Stóra breytingin á neyslu- venjum á 21. öldinni“ og niðurstöður hennar eru þær að ætli mannkynið að hafa nóg að bíta og brenna og halda áfram að dafna, þá þurfi fólk að breyta neysluvenjum sínum all- verulega, en búist er við því að jarð- arbúar verði 10 milljarðar um miðja öldina. Siðmenningin í vanda stödd „Siðmenningin er í vanda stödd. Við getum ekki brauðfætt okkur sjálf og á sama tíma viðhaldið nauð- synlegu jafnvægi í náttúrunni. Í fyrsta sinn í 200.000 ára sögu mann- kyns erum við algerlega án tengsla við okkar eigin plánetu og náttúru hennar,“ segir í upphafi greinar- innar. „Við höfum reynt á þanþol jarðarinnar til hins ýtrasta og með því ógnað áframhaldandi viðgangi mannkyns og annarra dýrategunda. Það mataræði, sem meirihluti mann- kyns hefur tileinkað sér undanfarin 50 ár, er aðalorsök hlýnunar jarðar og útdauða tegunda. Verði ekki verulegar breytingar á neysluvenj- um mannkyns er borin von að sjálf- bærnimarkmið náist eða hægt verði að uppfylla markmið Parísarsátt- málans,“ segir í greininni. Þar segir einnig að neysla kjöts og sykurs verði að minnka um helm- ing árið 2050. Gangi það eftir myndi meira jafnvægi komast á fæðu- neyslu mannkyns, en um einn millj- arður jarðarbúa lifir við hungur og um tveir milljarðar borða of mikið af óhollum mat. Ríkari þjóðir þurfa að minnka kjötneyslu en fólk í Suður- Asíu innbyrðir of fáar hitaeiningar og prótín vegna skorts á rauðu kjöti að því er segir í greininni. Hvatt er til þess að sett verði ný manneldismarkmið til að bregðast við þessu. Sérfræðingarnir leggja til að þessi markmið feli í sér að hver fullorðinn einstaklingur neyti ekki meira kjöts daglega en sem sam- svarar 14 grömmum og að það inni- haldi ekki fleiri en 30 hitaeiningar. Það samsvarar einni beikonsneið. 50 grömm af kartöflum Til samanburðar er vinsæl stærð af hamborgara um 450 hita- einingar og í greininni segir að Bandaríkjamenn borði að meðaltali allt að sexfalt magn af þessum ráð- lagða dagskammti af kjöti eða 50-70 grömm daglega. Daglegur skammtur af fugla- Munu baunir bjarga mannkyni? Mannkynið verður að breyta neysluvenjum sínum, að öðrum kosti er framtíð þess ógnað. Þetta segir hópur vísindamanna á sviði heilsu- og umhverfisverndar sem hafa birt tillögu að nýjum manneldismark- miðum fyrir heimsbyggð alla þar sem m.a. stóraukin neysla bauna og grænmetis er lögð til. Epli eða hamborgari? Lagt er til að kjötneysla minnki verulega frá því sem nú er og neysla á ávöxtum verði aukin. Kópavogsbær hefur hafið innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og verða þau innleidd hjá öllum stofnunum bæjarins. Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkyns, jarðarinnar og hagsældar. Nánari upplýsingar á www.kopavogur.is/heimsmarkmidin Heimsmarkmiðin K ó p a v o g s b æ r i n n l e i ð i r u m s j á l f b æ r a þ r ó u n P IP A R \T B W A ·S ÍA ·1 9 0 25 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.