Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 13

Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 kjöti er í greininni ráðlagður 29 grömm, sem er áþekkt magn og einn og hálfur kjúklinganaggur, og eggjaneysla verði ekki meiri en sem samsvarar um einu og hálfu eggi í viku hverri. Þá er lagt til að meira sé borðað af grófu korni eins og byggi og brúnum hrísgrjónum og að kart- öfluneysla fari ekki yfir 50 grömm á dag. Aftur á móti þurfi neysla ávaxta, grænmetis og bauna eins og t.d. kjúklingabauna og linsubauna að aukast verulega, einkum meðal fá- tækari þjóða þar sem um 800 millj- ónir jarðarbúa neyti ekki nægilegs magns hitaeininga. Hvatt er til auk- innar neyslu á hnetum og fræjum og í þessum manneldismarkmiðum er t.d. mælt með allt að 75 grömmum af jarðhnetum á dag. Með þessu muni neysla flestra mikilvægra næringar- efna aukast en minna verði neytt af mettaðri fitu. Í greininni segir að verði raunin sú að þorri mannkyns fari eftir manneldismarkmiðunum verði hægt að koma í veg fyrir 11,6 milljónir ótímabærra dauðsfalla, ýmist vegna hungurs eða ofneyslu matar, á ári hverju. Sætindi Í grein sinni í læknatímaritinu Lancet leggja sérfræðingarnir til minni sykurneyslu. Milljónir deyja á ári hverju vegna slæmra neysluvenja. Safarík steik Sérfræðingarnir leggja til að hver fullorðinn einstaklingur neyti ekki meira kjöts daglega en sem samsvarar 14 grömmum og að það innihaldi ekki fleiri en 30 hitaeiningar. Það samsvarar einni beikonsneið. Lagt er til að daglegur skammtur af fuglakjöti verði 29 grömm, sem er áþekkt og einn og hálfur kjúkl- inganaggur, og eggja- neysla verði ekki meiri en sem samsvarar einu og hálfu eggi á viku. Baunir Mælt er með því að neysla ávaxta, grænmetis og bauna eins og til dæmis kjúklingabauna og linsubauna verði aukin verulega, einkum meðal fátækari þjóða. Einnig er mælt með aukinni neyslu á hnetum og fræjum. kopavogur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.