Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Næsta vor er áætlað að endurnýja umferðarljósabúnað á vestasta hluta Sæbrautar. Samhliða því verða gerðar breytingar á nokkrum gatna- mótum. Meðal annars verður það sem kallað er hægribeygju- framhjáhlaup frá Snorrabraut inn á Sæbraut aflagt. Umferð til hægri verður á annarri af þeim tveimur ak- reinum sem í dag liggja að gatna- mótunum. Tillaga samgöngustjóra og borg- arhönnunar var tekin fyrir á síðasta fundi skipulags- og samgönguráðs og hún samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins. Fram kemur í tillögunni að vorið 2019 sé áætlað að endurnýja um- ferðarljósabúnað á gatnamótum Sæ- brautar og Frakkastígs, Sæbrautar og Snorrabrautar og Sæbrautar og Katrínartúns. Gatnamót Sæbrautar og Frakkastígs verða færð og end- urgerð í samræmi við deiliskipulag. Gatan liggur nú á milli lóðanna Skúlagata 11 og 13 en verður færð um það bil 50 metra til vesturs og mun liggja í beinu framhaldi af Frakkastíg. Á hinum tvennum gatnamótunum er gert ráð fyrir að lagfæra göngu- leiðir samhliða m.a. með því að setja leiðilínur og viðvörunarrönd/hellur fyrir blinda og sjónskerta. Einnig verður stöðvunarlína færð 2,5 metra frá gönguþverun til samræmis við leiðbeiningar um gönguþveranir og þess gætt við stillingu umferðarljós- anna að grænt ljós logi nægjanlega lengi fyrir gangandi vegfarendur. Það hefur einhver áhrif á þjónustu- stig umferðar eftir Sæbraut en eftir sem áður er þjónustustig ásættan- legt að mati tillöguhöfunda. Verk- efnið er unnið í samvinnu við Vega- gerðina þar sem Sæbraut er þjóðvegur í þéttbýli. Með því að fella niður hægri- beygjuframhjáhlaup frá Snorra- braut inn á Sæbraut á að bæta ör- yggi og aðgengi gangandi. Í staðinn munu ökumenn sem hyggjast beygja til hægri frá Snorrabraut þurfa að velja akrein sem í dag er ætluð vinstribeygju. Athugun á áhrifum þessa á afköst sýni að um- ferðarrýmd gatnamótanna rúmi þessa breytingu vel. Á gatnamótum Katrínartúns og Guðrúnartúns er í dag skilgreind gönguþverun en hún er alveg úti í gatnamótunum. Lagt er til að bæta þessa gönguþverun með því að færa hana innar í Guðrúnartún. Til að koma því við þarf að fella niður eitt bílastæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu bókuðu að mikilvægt væri að ljósastýring yrði bætt víða í borg- inni. Snjallar ljósastýringar væru ein skynsamlegasta lausnin í um- ferðar- og öryggismálum. Ljósin á Sæbraut endurnýjuð í vor  Breytingar verða jafnframt gerðar á gatnamótum  Gata verður færð um 50 metra til vesturs Ljósmynd/Reykjavíkurborg Gatnamót Hægri beygja af Snorrabraut á Sæbraut verður afnumin næsta vor. Ökumenn þurfa þá að velja akrein sem ætluð hefur verið vinstribeygju. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælummeðan birgðir endast Mission Extreme Umhverfisvænn kælimiðill Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magn- ússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur Elín Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sam- taka fiskframleiðenda og útflytjenda, sent erindi til siðanefndar RÚV vegna framgöngu fréttaskýringar- þáttarins Kastljóss árið 2012. Elín er ósátt við að viðtal sem tekið var við hana þar sem hún ræddi almennt um samkeppnislega mismunun í inn- lendri fiskvinnslu og nauðsyn aðskiln- aðar veiða og vinnslu var ekki birt en síðar notað í umfjöllun þáttarins um meint brot Samherja á gjaldeyris- lögum. Vill hún meina að látið hafi verið að því liggja að hún væri að tjá sig um málefni Samherja, en það mál var ekki kom- ið upp þegar við- talið var tekið. El- ín kveðst hafa sent útvarps- stjóra, Kastljós- inu og fréttastofu RÚV tölvupóst þar sem hún hafi lýst óánægju með þessa „misnotkun“ á viðtalinu en aldrei fengið nein svör. Sigmar Guðmunds- son, þáverandi ritstjóri Kastljóssins, sagði í gær að liðsmenn Kastljóss hefðu árangurslaust reynt að ná sam- bandi við Elínu í kjölfar erindis henn- ar. „Ef lýsing Elínar Bjargar sem fram kemur í þessari blaðagrein er rétt, að klippt hafi verið saman viðtöl um allt annað efni en var til umfjöll- unar, þá er um hreina fréttafölsun að ræða. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. Það ber þó að hafa í huga að ég hef ekki enn séð andsvör þeirra sem um þetta véluðu á sínum tíma,“ segir Páll. „Hún vísar til þess að hafa sent mér sem útvarpsstjóra tölvupóst um þetta mál. Ég verð því miður að segja að þó ég ætti lífið að leysa þá man ég ekki eftir þessum tölvupósti. Það fel- ur ekki í sér neina staðhæfingu um að hann hafi ekki verið sendur, ég geri ráð fyrir að þetta sé allt hárrétt. Ég verð bara að játa að ég man ekkert eftir honum. Mér þykir það í sjálfu sér leitt vegna þess að þessi atvikalýs- ing hennar hefði að minnsta kosti gef- ið tilefni til þess að ég, sem útvarps- stjóri, kallaði eftir svörum um málið.“ Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða  Fyrrverandi útvarpsstjóri man ekki eftir erindi Elínar Bjargar Páll Magnússon Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt 12 aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yf- ir og framundan eru. Hóp aðstoðarsáttasemjara skipa: Aðalsteinn Leifsson, fram- kvæmdastjóri hjá EFTA, Ástráð- ur Haraldsson, héraðsdómari, Bergþóra Ingólfsdóttir, héraðs- dómari, Elín Blöndal, lögfræð- ingur og markþjálfi, Elísabet S. Ólafsdóttir, skrif-stofustjóri ríkis- sáttasemjara, Guðbjörg Jóhannes- dóttir, sóknarprestur og MA í sáttamiðlun, Helga Jónsdóttir, lögfræðingur, Ingibjörg Þor- steinsdóttir, héraðsdómari, Jó- hann Ingi Gunnarsson, sálfræð- ingur og ráðgjafi, Kristín Ingólfs- dóttir, fyrrv. rektor Háskóla Íslands, Magnús Jónsson, fyrrv. veðurstofustjóri og Þórður S. Gunnarsson, lögmaður. Tólf aðstoða við sáttamiðlun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.