Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 6,4% á árinu 2018, samanborið við 0,7% lækkun árið 2017 og 18,5% hækkun árið 2016. Innan ársins 2018 var flökt krónunnar, eða munur hæsta og lægsta gengis, 17,3%. Þetta kemur fram í frétt frá Seðla- banka Íslands. Spurður að því hvort íslenska krónan sé óstöð- ugur gjaldmiðill segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið að það fari eftir því við hvað er miðað. Eins og fram komi í samanburðartöflu í frétt Seðlabankans þá flöktu gjaldmiðlar eins og ástralíudalur um 15,3% og bandaríkjadalur, sem er með dýpsta markað allra mynta í heimi, eins og Jón Bjarki orðar það, um 11,2% á síðasta ári. „Árið 2018 voru miklar sveiflur á gjaldeyrismörkuðum al- mennt í heiminum, ekki hvað síst á bandaríkjadal. Okkar mynt sveiflað- ist reyndar mest, samkvæmt gögn- um Seðlabankans, en við erum auð- vitað minnst í þessum samanburði og með eina minnstu fljótandi mynt í heiminum,“ segir Jón Bjarki. Stilla fyrstu átta mánuðina Hann segir að árið hafi skipst í tvennt á gjaldeyrismarkaði hér á landi. Stilla hafi ríkt fyrstu átta mánuði ársins, en síðustu mánuðir ársins hafi verið tími veikingar. „Ef þessi samanburðartafla á flökti myntanna hefði verið fyrir fyrstu átta mánuði síðasta árs, þá hefði krónan verið fyrir neðan meðallag í þessu tilliti.“ Jón segir að viðskiptaafgangur hafi nú viðhaldist lengur en nokkru sinni í lýðveldissögunni. „Það styður þá skoðun mína að krónan sé ekki langt frá jafnvægisraungengi sínu.“ Jákvæð áhrif af veikingu krón- unnar sjást á innflutningi og útflutn- ingi, að sögn Jóns Bjarka. Lifnað hafi yfir eftirspurn frá sumum markaðssvæðum í ferðaþjónustunni, á sama tíma og hægt hafi á móti á innflutningsvexti. T.a.m. hafi dregið úr innflutningi á bifreiðum. „Þegar gengið lækkaði þá bötnuðu skamm- tímahorfur fyrir utanríkisviðskipt- in.“ Spurður um árið framundan segir Jón Bjarki að óvissan um gengi krónunnar sé að sínu mati samhverf, ekki sé afgerandi munur á líkunum á styrkingu og veikingu. „Við lifum áfram við gjaldeyrisinnflæði frá við- skiptajöfnuðinum. Afgangur síðasta árs ætti að verða um 90 milljarðar, og hann getur einn og sér fjármagn- að talsvert stóran hluta af því út- flæði sem hefur verið, og verður áfram vegna þess að lífeyrissjóðirnir vilja fjárfesta út úr hagkerfinu. Það sem ræður úrslitum um styrkingu eða veikingu krónunnar er hvort við fáum erlenda fjárfestingu til að standa á móti því sem eftir stendur.“ Hann bætir við að menn haldi lík- lega að sér höndum í bili vegna óvissu í ferðaþjónustu til skamms tíma, og óvissu á vinnumarkaði. „En ef spilast sæmilega úr því, ásamt því að við erum með stóran gjaldeyris- varaforða, viðvarandi afgang af utanríkisviðskiptum, skuldléttan ríkissjóð og stöndug fyrirtæki, þá þarf ekki mikið til að fá erlenda fjár- festa inn í landið til að jafna þetta útflæði. Því er engin sérstök ástæða til að búast við meiri veikingu krón- unnar.“ 90 milljarða afgangur Gengi íslensku krónunnar 2018 155 160 165 170 175 180 185 190 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Heimild: Seðlabanki Íslands Vísitala meðalgengis Hækkun á línunni sýnir styrkingu krónunnar en lækkun sýnir veikingu  Gengi krónunnar lækkaði um 6,4% 2018  Ekki ástæða til að búast við frekari veikingu  Miklar sveiflur voru á gjaldeyrismörkuðum almennt í heiminum Krónan » Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 736 milljörðum króna í árslok, sem er 26% af vergri landsframleiðslu. » Hrein gjaldeyrissala Seðlabankans á markaðnum nam 2,9 milljörðum króna á síðasta ári. Jón Bjarki Bentsson 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á maður á fjárhagssviði mun taka við starfi fjár- málastjóra. Ný deild, ferla- og upplýsingatækni, mun heyra beint undir forstjóra. Samhliða breytingum í skipuriti félagsins verður einnig ráðist í breytingar á siglingakerfi þess. Þannig verður vikulegum strandsiglingum frá Íslandi fækkað og verða þær aðra hverja viku og þá verður fækkað um eitt skip í siglinga- kerfi félagsins í Noregi. Hins vegar verður aukið við þjónustu við ferskfisk- og uppsjávarviðskiptavini í Færeyjum með vikulegum siglingum frysti- og gámaskips- ins Svartfoss milli Færeyja og Bretlands auk þess sem aðra hverja viku verða siglingar frá milli Hollands og Færeyja. Eimskipafélag Íslands tilkynnti talsverðar breytingar á skipuriti félagsins og starfsemi við lokun markaða í gær, tveimur dögum eftir að til- kynnt var um ráðningu nýs forstjóra, Vilhelms Más Þorsteinssonar. Breytingar á mannahaldi ná til 10 stöðugilda hjá félaginu þar sem þau ým- ist verða lögð niður eða taka breytingum. Stöð- urnar eru flestar tengdar millistjórnendum hjá félaginu. Þá kom einnig fram í tilkynningu frá fyrirtækinu að laun nýs forstjóra muni taka mið af þeirri áherslu stjórnar að lækka þurfi kostnað félagsins. Helstu breytingar eru þær að Hilmar Pétur Valgarðsson fjármálastjóri mun taka við nýju rekstrarsviði og Egill Örn Petersen forstöðu- Skipulagsbreytingar hjá Eimskip  Hætta vikulegum strandsiglingum frá Íslandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hagræðing Stjórnendur vilja lækka kostnað. ● Nýkjörna stjórn Haga hf. skipa þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhanns- son, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jó- hannesdóttir og Stefán Árni Auðólfs- son. Með því náðu þeir fimm frambjóðendur í stjórnarkjörinu inn sem tilnefningarnefnd félagsins hafði gert tillögu um en átta manns voru í framboði. Í þeim hópi var Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi Bónuss. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og verður Erna Gísladóttir stjórnar- formaður og Davíð Harðarson varafor- maður stjórnar. Ný stjórn félagsins verður kjörin á aðalfundi þann 7. júní næstkomandi. Samþykktu tillögu tilnefningarnefndar 19. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.43 121.01 120.72 Sterlingspund 155.13 155.89 155.51 Kanadadalur 90.64 91.18 90.91 Dönsk króna 18.379 18.487 18.433 Norsk króna 14.055 14.137 14.096 Sænsk króna 13.343 13.421 13.382 Svissn. franki 121.35 122.03 121.69 Japanskt jen 1.1067 1.1131 1.1099 SDR 167.75 168.75 168.25 Evra 137.22 137.98 137.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.5226 Hrávöruverð Gull 1294.0 ($/únsa) Ál 1839.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.05 ($/fatið) Brent ● Nægilegur fjöldi skuldabréfaeig- enda WOW air samþykkti þær skilamálabreyt- ingar sem óskað var eftir í kjölfar þess að fjárfest- ingafélagið Indigo Partners tilkynnti að það hygðist fjár- festa í félaginu. Til- lögur að breyttum skilmálum höfðu ver- ið sendar eigendum skuldabréfanna 14. desember síðastliðinn og höfðu þeir tímann fram til 17. janúar til þess að bregðast við þeim. Vaxtakjörin á bréf- unum og höfuðstóll þeirra mun ekki taka breytingum í kjölfar skilmálabreyt- inganna. Skuldabréfaeigendur samþykktu skilmálana Skúli Mogensen STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.