Morgunblaðið - 19.01.2019, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðstæðurtil skatt-rann-
sókna hafa ger-
breyst á
undanförnum árum. Settar
hafa verið reglur um skipti
á upplýsingum milli landa
og bankar og vörslustofn-
anir eiga ekki lengur að
geta komist upp með að
neita að veita upplýsingar
um peninga og eignir við-
skiptavina, sem eru skatt-
greiðendur í öðrum lönd-
um, geyma hjá þeim.
Bryndís Kristjánsdóttir
skattrannsóknarstjóri lýsir
þessum breytingum í at-
hyglisverðu opnuviðtali við
Viðskiptablað Morgun-
blaðsins á fimmtudag.
Bryndís bendir á að þessar
breytingar hafi ekki í för
með sér að þeir sem vilji
komast undan því að borga
skatta eigi sér ekkert af-
drep lengur. Upplýsingar
séu misábyggilegar og ekki
séu öll ríki þátttakendur í
átakinu.
Það er vitaskuld ekki við
því að búast að hulunni
verði svipt af peninga-
þvætti og öðrum feluleik
með fjármagn í einu vet-
fangi. Hagsmunirnir eru
miklir og freistingarnar
eftir því. Þá má ekki
gleyma því að um er að
ræða kerfi, sem dafnað
hefur í skjóli þeirra sömu
ráðamanna og nú gefa sig
út fyrir að ráðast til atlögu
gegn því. Dugar þar að
nefna Jean-Claude Junc-
ker, framkvæmdastjóra
Evrópusambandsins, sér-
legan verndara og skapara
skattaskjólsins Lúxem-
borgar.
Einhvern tímann var
sagt að bara vextir af því
fé, sem forustumenn í við-
skiptum og pólitík í Afríku
hefðu dregið sér og væru
með í aflandsfelum, myndu
duga til afborgana af öllum
opinberum skuldum álf-
unnar.
Hér á Íslandi er ef til vill
ekki jafn mikið í húfi en
umfangið ber þó ekki að
vanmeta. Bryndís segir í
viðtalinu að enn séu nokk-
ur mál tengd Panama-
skjölunum í vinnslu hjá
skattrannsóknarstjóra. Í
þeim gögnum sem emb-
ættið keyptu og tengdu Ís-
lendinga við skattaskjól
voru 500 félög í
eigu 400 hundr-
uð Íslendinga.
Bryndís segir
einnig að það sé
orðinn hluti af skipulagðri
glæpastarfsemi að herja á
skattkerfi. Ásetningur sé
ríkari en áður og nefnir
hún sérstaklega bygging-
arstarfsemi og svokölluð
keðjumál. Þar megi rekja
umfangsmikil skattsvik til
undanskota undirverktaka
þar sem fyrirtæki nýti sér
glufur í virðisaukaskatts-
kerfinu.
Sérstaklega athyglisvert
er að lesa kaflann í viðtal-
inu þar sem Bryndís lýsir
því hvernig sér hafi verið
hótað og jafnvel reynt að
bera á hana fé. Nefnir hún
að gengið hafi verið svo
langt að hóta ættingjum
starfsmanns atvinnumissi.
Hún segir að slíkar hótanir
hafi ekki haft áhrif á
hvernig tekið hafi verið á
málum, en sú spurning
vaknar hvort ekki hefði átt
að fylgja hótunum eftir
með því að leita til lögreglu
þótt vissulega geti verið
erfitt með sönnunarfærslu
eins og Bryndís segir og
bætir við: „Það er nú
sjaldnast þannig að hótanir
séu gerðar í vitna viðurvist
eða settar á blað.“
Þessar tilraunir til að
hafa áhrif á opinbera
starfsmenn vekja um leið
til umhugsunar og vekja
spurningar um það hvernig
þeir hinir sömu hegða sér
þegar þeir þurfa fyrir-
greiðslu annars staðar í
kerfinu.
Stundum mætti ætla að
sumir haldi að undanskot
undan skatti séu lítið ann-
að en leikur og jafnvel
sjálfsögð sjálfsbjargar-
viðleitni. Talið er að um-
fang skattsvika hafi verið
um þrjú til sjö prósent af
landsframleiðslu undan-
farna áratugi eða um tíu
prósent af tekjum hins
opinbera. Þeir sem svíkja
undan skatti fá ókeypis far
í samfélaginu, hvort sem
það er mennta- eða vel-
ferðarkerfið. Afleiðing
skattsvika er þyngri byrð-
ar fyrir þá sem borga sína
skatta. Það myndi sannar-
lega muna um það ef lækka
mætti skatta um tíu pró-
sent.
Gagnsæi er orðið
meira og erfiðara að
fela slóð peninga}
Færri skattsvikaskjól
Á
rið 1932 ríkti ringulreið í Þýska-
landi. Atvinnuleysi var mikið og
milljónir lifðu við kröpp kjör, þjóð-
in hafði tapað heimskulegri styrj-
öld 14 árum áður og stjórnmálin
voru í upplausn. Á þingi sátu fulltrúar 10 flokka
og allt í allt störfuðu nærri 30 stjórnmála-
samtök af ýmsu tagi í landinu. Stjórn-
málamennirnir gátu ekki komið sér saman um
stefnu.
Árið 2019 ríkir ringulreið í Bretlandi. At-
vinnuleysi er lítið og lífskjör betri en oftast áð-
ur, en þjóðin tapaði heimskulegri þjóðar-
atkvæðagreiðslu tveimur og hálfu ári áður og
stjórnmálin eru í upplausn. Á þing voru kosnir
fulltrúar átta flokka, en þingflokkarnir sjálfir
auk þess flestir margklofnir í fylkingar. Stjórn-
málamennirnir geta ekki komið sér saman um
stefnu.
Sama ár ríkir ringulreið í Bandaríkjunum. Atvinnuleysi
er lítið og lífskjör betri en oftast áður, en þjóðin tapaði
heimskulegri forsetakosningu rúmlega tveimur árum áður
og pólitíkin er í upplausn. Stjórnmálamennirnir geta ekki
komið sér saman um stefnu.
Churchill sagði eitthvað á þá leið að lýðræðið væri af-
leitt, en samt ekki eins slæmt og hin stjórnkerfin sem völ
er á. Orð sem rifjast upp á öld lýðskrumaranna.
Spurningin er hvernig hægt er að vinna sig út úr kreppu
lýðræðisins. Ef stjórnmálamenn hafa lært eitthvað af sög-
unni ættu þeir að vita að aldrei næst árangur ef andstæð-
ingar tala ekki saman. Sá sem þvingar fram niðurstöðu
sem vinnur gegn almannaheill, bara vegna
þess að hann er í aðstöðu til þess, á von á að
andstæðingurinn muni svara í sömu mynt næst
þegar hann nær yfirhöndinni.
Til eru nokkrar tegundir stjórnmálamanna.
Hættulegastir eru þeir sem líta á stjórnmálin
sem leik þar sem aðalatriðið er að komast til
valda og nýta sér þau svo sér og sínum liðs-
mönnum í vil, en kosta kapps að koma sífellt
höggi á andstæðinga sína. Á Íslandi höfum við
nú í tvígang séð stjórnmálamenn sem vilja nota
dómskerfið til þess að klekkja á andstæðingum
sínum, í hvorugt skiptið þeim til sóma sem að
stóðu.
Oft eru slíkir stjórnmálamenn hentistefnu-
menn. Boris Johnson skrifaði tvær greinar vor-
ið 2016, aðra með Brexit – hina á móti. Valdi
svo, nánast af handahófi, að birta þá seinni.
Trump skiptir oft um stefnu í sömu setningu.
Brexit-málið sýnir að það er enginn vandi að hætta í
Evrópusambandinu. Þann hluta afgreiddu Bretar með því
að tilkynna um úrsögn fyrir tæplega tveimur árum. En það
er erfitt að hætta og njóta jafnframt allra kostanna við að-
ild. Samt tókst Theresu May að ná samningum við önnur
aðildarríki. Vandinn er sá að hún hefur ekki náð að semja
við sína eigin flokksmenn. Deila Breta er fyrst og fremst
við sjálfa sig. Engir ná árangri í samningaviðræðum ef allir
byrja á því að setja ófrávíkjanleg skilyrði.
Hamfarir af mannavöldum eru verstar.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Sjaldan valda tveir þá einn deilir
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ávinnufundi fiskifræð-inga á Hafrannsókna-stofnun og forystumannaí Landssambandi smá-
bátasjómanna í vikunni var farið
yfir ýmsa möguleika til að draga úr
meðafla við grásleppuveiðar. MSC-
vottun fyrir grásleppuveiðar við Ís-
land var afturkölluð í ársbyrjun
2018 þar sem meðafli við veiðarnar
er talinn umfram viðmiðunarmörk
hvað varðar landsel, útsel og teistu.
Haraldur Einarsson fiskifræð-
ingur segir að á fundinum hafi ver-
ið farið yfir ýmsa möguleika og
mörgum boltum kastað á loft. Sumt
af því sé tæpast raunhæft á grá-
sleppuveiðum og annað kosti tals-
verða fjármuni fyrir útgerðina.
Einfaldari og ódýrari leiðir verði
vonandi hægt að prófa á vertíðinni
í vor í samvinnu sjómanna og fiski-
fræðinga.
Hann segir þekkt að grásleppa
veiðist í leiðigildrur við land, svip-
aðar og hafa verið notaðar við veið-
ar til áframeldis á þorski. Önnur
hugmynd sé að nota lítil flottroll
við veiðarnar eða flotdragnót.
Grásleppa er mikið í yfirborði
en er veidd við botn þegar hún
kemur upp að landi til að hrygna.
Þeirri hugmynd var velt upp að
veiða grásleppuna í reknet við yfir-
borð og ekki er útilokað að það
verði prófað. Haraldur bendir þó á
að reknetaveiðar séu yfirleitt bann-
aðar, meðal annars út af meðafla,
og alls óvíst að minna kæmi af fugli
og sel í reknetin heldur en í venju-
leg grásleppunet.
Boð um að hádegis-
maturinn sé tilbúinn
Mismunandi litur á netum var
til umræðu og einnig að nota ljós
eða hljóð til að fæla seli frá net-
unum. Spurður hvort hljóðfælur
hafi dugað erlendis, segir Haraldur
að þær hafi gert það tímabundið.
„Selurinn áttar sig hins vegar fljótt
á því að þessi óhljóð sem hann er í
fyrstu hræddur við eru í rauninni
boð um að hádegismaturinn sé
tilbúinn. Þarna er matur í netum
og selurinn mætir að sjálfsögðu,
þannig að áhrifin virðast vera
skammvinn,“ segir Haraldur.
Hann segir að hugsanlega sé
hægt að þróa einhverjar aðferðir á
litlu svæði þar sem vandamálið
vegna meðafla sé mest, en halda
hefðbundnum veiðum áfram annars
staðar. Betra sé að loka einni vík
heldur en heilum firði. Þá sé nauð-
synlegt að auka eftirlit og afla nán-
ari upplýsinga um hegðun grá-
sleppunnar og veiðarnar, m.a. með
betri upplýsingum í afladagbókum.
„Óbreytt ástand er ekki góður
kostur,“ segir Haraldur.
Hugarflug um grá-
sleppu til framtíðar
Nú stendur yfir skoðanakönnun meðal félagsmanna Landssambands
smábátasjómanna, sem hafa rétt til grásleppuveiða. Spurt er um mál-
efni tengd grásleppuveiðum, en með könnuninni er meðal annars ætlað
að skoða hug manna til MSC-vottunar á grásleppu, skráningar meðafla
og fyrirkomulags veiða á komandi vertíð.
LS gagnrýndi á síðasta ári harðlega framreikning Hafrannsóknastofn-
unar á meðafla úr skýrslum veiðieftirlitsmanna Fiskistofu. Meðal annars
sagði að skorti á að tekið væri tillit til útbreiðslu dýra, tímabils sem
mælingar fóru fram á, dýpis á veiðislóð og fjölda leyfa á hverju svæði.
Skoðanakönnun leyfishafa
LANDSSAMBAND SMÁBÁTASJÓMANNA
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Komið úr róðri Grásleppan er vorboði á Þórshöfn á Langanesi eins og annars staðar á landinu.