Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 25
meðalstór þ.e. hvert þeirra er
með færri en 250 starfsmenn
og langflest með færri en 10
starfsmenn. Þessi litlu og með-
alstóru fyrirtæki skapa 73% af
rúmlega 150.000 störfum á al-
mennum vinnumarkaði og
greiða 69% af laununum. Þetta
eru fyrirtækin sem myndu
þurfa að mæta stærstum hluta
krafna sem forsvarsmenn laun-
þegahreyfingarinnar hafa lagt
fram.
Íslenskt launafólk fær stærri
hluta af virðisauka í samfélag-
inu en launafólk í nokkru öðru iðnvæddu
ríki, eða 63%. Meðallaun á Íslandi eru þau
næsthæstu í heimi, lágmarkslaun þau þriðju
hæstu í heimi, tekjujöfnuður er sá mesti í
heimi og eignajöfnuður er að aukast. Við
borgum há laun á Íslandi og viljum hafa
það þannig. En hóflegar launhækkanir inn-
an þess svigrúms sem er til staðar eru
lykilforsenda þess að við getum gert það
áfram.
Öflugt atvinnulíf er ein
mesta gæfa Íslendinga. Frum-
kvæði fólks sem hefur byggt
upp atvinnurekstur til að skapa
sér og öðrum lífsviðurværi er
grundvöllur velferðarinnar hér
á landi. Það er drifkraftur ein-
staklinga, áræðni og útsjónar-
semi sem hefur skapað störf og
skatttekjur sem hefur þýtt að í
stað þess að vera ein fátækasta
þjóð Evrópu erum við nú ein
sú ríkasta. Við erum í ein-
staklega góðri stöðu og í fyrirtækjunum eru
sköpuð mikil verðmæti. Það þarf því engan
að undra að fólk greini á um hvernig skipta
eigi verðmætunum. Það væri tímasóun að
þræta um skiptingu á litlu sem engu.
Útgangspunkturinn ætti að vera svigrúm
í rekstri fyrirtækja til þess að hækka laun.
Ef við hækkum laun umfram það þá mun
verðbólga fara af stað og launahækkanir
skila sér ekki í auknum kaupmætti til fólks.
Vöruverð, vextir og verðtryggð húsnæðislán
hækka. Íslensku útflutningsfyrirtækin
munu tapa hlut í samkeppni við fyrirtæki í
öðrum löndum. Störf verða færri en ella og
starfsöryggi minnkar.
Kannanir sýna að svigrúmið er mismikið
eftir fyrirtækjum. Hjá sumum er það nokk-
uð, hjá öðrum er það minna en ekkert.
Þetta hefur komið fram í uppsögnum og
gjaldþrotum undanfarið. Vandinn er sá að
launhækkanir ganga jafnan jafnt yfir öll
fyrirtæki, sama hvert svigrúm þeirra er.
Hvernig er hið dæmigerða íslenska fyrir-
tæki? Af ríflega 20.000 fyrirtækjum sem sjá
fólki fyrir vinnu í landinu eru 99% lítil og
Eftir Halldór Benjamín
Þorbergsson
»Útgangspunkturinn ætti að
vera svigrúm í rekstri
fyrirtækja til þess að hækka
laun. Ef við hækkum laun um-
fram það þá mun verðbólga
fara af stað og launahækkanir
skila sér ekki í auknum kaup-
mætti til fólks.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins.
Miklar kröfur á
lítil fyrirtæki
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Orka er ein af mikilvægustu
forsendum efnahagslegra
framfara og hefur svo verið frá
öndverðri 19. öld. Þörf fyrir
orku hefur vaxið hratt á til-
tölulega stuttum tíma. Það var
einungis fyrir um það bil 50
árum, sem athyglin fór að
beinast að neikvæðum áhrifum
orkuframleiðslu.
Orkuframleiðsla heimsins
skapar í flestum tilfellum mik-
inn umhverfisvanda. Þótt nýt-
ing orkugjafanna hafi stórbatnað vex þörfin
fyrir orkuna hraðar. Ekki eru enn í sjón-
máli neinar raunhæfar lausnir á orkuþörf
heimsins. Vandamálin sem fylgja orkufram-
leiðslu nútímans vaxa stöðugt, þótt margvís-
legar tæknilegar lausnir séu til athugunar.
Verðlagning á orku, einkum heimsmarkaðs-
verð á olíu og ekki síður skattlagning á
þetta tiltölulega ódýra hráefni, ræður að
miklu leyti hagvexti eða samdrætti og at-
vinnuleysi í heiminum.
Íslendingar eru tiltölulega vel settir hvað
orku varðar. Meginorkulindir þjóðarinnar –
vatnsorka og jarðhiti – eru taldar með þeim
umhverfisvænstu sem til eru. Þessar orku-
lindir eru miklar miðað við mannfjölda á Ís-
landi en ekki óþrjótandi. Orkan, sem fæst
með nýtingu vatnsfalla og jarðhita, er til-
tölulega ódýr og sem slík mikilvæg grund-
vallarforsenda velferðar Íslendinga, bæði
fyrirtækja og einstaklinga. Það sem sólin er
Ítölum og frjósemi jarðvegsins Frökkum, er
orkan forgjöf Íslendinga. Það er enn í okk-
ar höndum hvernig við förum með þá for-
gjöf.
Áður en þriðji svokallaði orkupakkinn var
samþykktur var lögð áhersla innan ESB á
að leggja grunn að sjálfbærum, öruggum og
samkeppnishæfum orkumarkaði. Á síðustu
árum liðinnar aldar skilgreindi ESB raf-
orku og þjónustu henni tengda sem hverja
aðra vöru og þjónustu. Með öðrum orðum
voru orkumál þá skilgreind sem hluti af því
sem fjórfrelsið nær yfir.
Þó njóta orkumál nokkurrar sérstöðu,
ekki síst að því er varðar öryggismál. Innan
ESB eru skiptar skoðanir um orkulindir. Í
sambandinu eru ríki sem framleiða mikinn
hluta raforku sinnar í kjarnorkuverum. Í
nokkrum löndum þess hefur verið dregið úr
framleiðslu kjarnorku og víða
er mikil andstaða við þá orku-
lind. Það er hverri þjóð ESB
frjálst að ákveða hvaða orku
hún nýtir, en verslun með orku
á að vera sem frjálsust á hinum
sameiginlega markaði. Hins
vegar er áhersla nú lögð á sjálf-
bæra orku innan sameiginlegs
markaðar sambandsins. Innan
EES hafa Íslendingar sérstöðu
að því er umhverfisvæna og
sjálfbæra orku varðar.
Í þriðja orkupakkanum bein-
ist athyglin að nokkrum meg-
inatriðum. Áhersla er lögð á tengsl orku-
neta yfir landamæri. Þess er freistað að
víkja úr vegi hindrunum er varða viðskipti
með orku yfir landamæri. Sett er regluverk
um eftirlitsaðila, sem tryggja að markmið
tilskipana ESB om orkumarkað verði virt.
Eftirlitsaðilum er tryggt sjálfstæði gagn-
vart stjórnvöldum, þó svo að orkumál heyri
undir ráðherra.
Til þess að reglur ESB um markaðs-
aðgang séu virtar hafa hinir sjálfstæðu eft-
irlitsaðilar ekki annað leiðarljós en tilskip-
anir ESB um orku- og markaðsmál. Nái
eftirlitsaðilar tveggja landa innan ESB
(EES) ekki samkomulagi, t.d um grunnvirki
yfir landamæri – svo sem sæstreng – fer
málið fyrir ACER í tilfelli ESB-lands, en
fyrir ESA ef EES-land á í hlut. Í því tilfelli
verða valdheimildir þessara stofnana virkar.
Tenging Íslands við orkumarkaðinn
Ísland er ekki tengt raforkukerfi ESB og
getur ekki orðið hluti af orkumarkaði ESB
án slíkrar tengingar. Til þess þarf sæ-
streng. Þótt sú tenging virðist fjarlægur
möguleiki, er talsverður áhugi erlendra
orkufyrirtækja, fyrirtækja og fjármála-
manna á slíkri framkvæmd. Tenging um
sæstreng er hugsanlega áhugamál ein-
hverra Íslendinga svo og fyrirtækja. Slík
tenging gæti einnig verið áhugamál stórra
orkufyrirtækja innan ESB eða ríkisstjórna
innan sambandsins, sem myndu þá beita
fyrir sig tilskipunum ESB um sameigin-
legan orkumarkað. Í því tilfelli yrðu vænt-
anlega virk fyrir Ísland ákvæði reglugerðar
ESB um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á
orkumarkaði, reglugerð um skilyrði fyrir
aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir
landamæri og tilskipun um sameiginlegar
reglur um innri markað fyrir raforku.
Aðalatriði deilunnar
Í stórum dráttum stendur deilan einkum
um tvö atriði. Verður hér fjallað um þá
skoðun að í þriðja orkupakkanum sé alls
ekki um neitt framsal valds í orkumálum að
ræða, umfram það sem þegar hefur orðið
með aðild að fyrri orkupökkum svo og að
EES samningnum. Einnig verður vikið að
þeirri fullyrðingu að þriðji orkupakkinn hafi
ekki áhrif á raforkuverð á Íslandi.
Þessum málflutningi til stuðnings vitnar
Hilmar Gunnlaugsson hrl. til ákvæðis grein-
ar 194(2) í sáttmálanum um starfshætti
ESB. Lögmaðurinn bendir á að þótt orku-
mál séu almennt á sameiginlegu forræði
ESB og aðildarríkja þess „þá breyti það
engu um rétt aðildarríkis til að ákvarða
með hvaða skilyrðum orkulindir þeirra eru
nýttar, hvaða orkugjafa það velur og al-
menna tilhögun orkuafhendingar“ (Hilmar
Gunnlaugsson hrl. í Bændablaðinu 29. sept.
sl.). Tilvitnunin er rétt svo langt sem hún
nær.
Með aðild að þriðja orkupakkanum geta
Íslendingar haldið áfram að ákveða með
hvaða skilyrðum orkulindir þeirra eru nýtt-
ar (en þau skilyrði mega þá ekki mismuna
kaupendum orkunnar), hvaða orkugjafa við
veljum (t.d. getum við hafnað gastúrbínum
og kjarnorku) og almenna tilhögun orkuaf-
hendingar í samræmi við ákvæði TFEU194
(2). En í þessum ákvæðum er Íslendingum
alls ekki tryggður réttur til að ákveða ein-
hliða hvort aðrir aðilar, fyrirtæki eða ESB-
ríki, fái aðgang að íslenskri orku. Sá að-
gangur getur einungis orðið um sæstreng.
Með öðrum orðum höfum við ekki lengur
forræði yfir ráðstöfun orku úr orkulindum
okkar sem markaðir ESB kunna að ágirn-
ast, ef fjármagn finnst til að leggja streng
til landsins. Slíkur aðgangur að orkumark-
aði er eitt af meginatriðum þriðja orku-
pakkans. Ef við getum ekki ráðstafað
orkunni sem seld yrði hæstbjóðanda, er
stutt í það að við getum heldur ekki stýrt
nýtingu orkulindanna, enda hafa orkufram-
leiðslufyrirtæki landsins mikinn áhuga – svo
ekki sé meira sagt – á að framleiða og selja
sem mest.
Ég tel það vera rétt hjá fjármálaráð-
herra, Bjarna Benediktssyni, að með þriðja
orkupakkanum sé alls ekki gert skylt að
leggja rafstreng til landsins. En ef þeir að-
ilar finnast innan EES, sem hafa áhuga á
að tengjast íslenska orkumarkaðinum með
sæstreng, þá getum við ekki hafnað því að
sá strengur verði lagður. Það gengur gegn
ákvæðum Evrópuréttar að íslensk stjórn-
völd reyni að hindra það. Komi upp deilur
um slíka tengingu fara sjálfstæðar eftirlits-
stofnanir með það mál, sem Íslendingar
hafa ekki aðild að.
Niðurstaða
Veruleg áhersla hefur verið lögð á það af
hálfu ESB að draga úr valdi ríkisstjórna og
þjóðþinga ríkja sambandsins, en flytja vald
til miðstjórnar og embættismanna. Í þriðja
orkupakkanum eru ákvæði sem tryggja
sjálfstæði raforkueftirlits gagnvart innlendu
framkvæmdavaldi, ráðherrum og ráðu-
neytum. Leitast er við að stofna til sam-
vinnu eftirlitsaðila og ef þeir ráða ekki við
að leysa málin í anda Evrópuréttar, koma
fjölþjóðlegar eftirlitsstofnanir (ACER og
ESA í tilfelli EFTA-ríkja) að málunum.
Þegar fullyrt er að þriðji orkupakkinn
muni „ekki breyta orkuverði á Íslandi“ né
leiða til lagningar sæstrengs, virðist mér sú
fullyrðing ekki standast skoðun. Orkupakk-
inn markar leið þeirra aðila, sem vilja
virkja markmið ESB um sameiginlegan
orkumarkað og auðveldan aðgang yfir
landamæri að orku, sem skilgreind er af
sambandinu sem vara og þjónusta. Það á
sérstaklega við um orku sem telst sjálfbær.
Á þeim markaði sem öðrum ræður hæst-
bjóðandi verði. Því verður hvorki innlendum
fyrirtækjum né einstaklingum tryggð orka
á því hagstæða verði, sem verið hefur efna-
hagsleg forgjöf einstaklinga og fyrirtækja á
Íslandi.
Eftir Tómas I. Olrich
» Orkupakkinn markar leið
þeirra aðila, sem vilja
virkja markmið ESB um sam-
eiginlegan orkumarkað og auð-
veldan aðgang yfir landamæri
að orku, sem skilgreind er af
sambandinu sem vara og þjón-
usta. Það á sérstaklega við um
orku sem telst sjálfbær.
Tómas Ingi Olrich
Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Forgjöf Íslendinga
Glerfínn Þessi ferfætlingur sem var á ferð við Rauðavatn á dögunum var sparilegur með klút.
Eggert