Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 33
í þennan berjamó þangað til fyr-
ir nokkrum dögum. En hann lýs-
ir nokkuð vel rólyndi þínu, góð-
mennsku og dugnaði.
Ég vildi óska þess að það væri
haust og við gætum farið einu
sinni enn í berjamó.
Sakna þín elsku afi.
Brynja Gunnarsdóttir.
Þegar Svanbjörg frænka mín
hringdi og tilkynnti mér að Jón,
eiginmaður hennar, væri látinn
hvarflaði hugurinn ósjálfrátt
rúma sex áratugi aftur í tímann
þegar ég kom fyrst til sumar-
dvalar á Hánefsstöðum hjá þeim
hjónum. Í hönd fór mikilvægt
þroskaskeið í lífi mínu sem ég
verð þeim ævinlega þakklátur
fyrir. Á þessum tíma höfðu þau
Jón og Svanbjörg nýtekið við
búinu á Hánefsstöðum og með
ríkri samheldni og ótrúlega mik-
illi vinnu og þrautseigju tókst
þeim á fáum árum að gera það
að einu því stærsta á öllu Aust-
urlandi.
Jón var ekki maður margra
orða, en lét þeim mun frekar
verkin tala. Árið 1958 var að mig
minnir nýkominn traktor á Há-
nefsstaði og því byrjað að vélslá,
en samt sem áður voru allstór
þýfð svæði enn slegin með orfi
og ljá. Er mér enn í fersku
minni hve fljótur Jón var að slá
á þann hátt og jafnframt hve
vandvirkur hann var því að gras-
ið var alls staðar snöggslegið og
ljáförin regluleg. Einnig var
hann fjárglöggur svo af bar,
enda alinn upp við fjárbúskap á
æskuslóðunum í Vopnafirði.
Þá er mér sérstaklega minn-
isstætt og sýndi hvern mann Jón
hafði að geyma hve annt hann
lét sér um Jóhannes Ólafsson,
en við jafnaldrarnir vorum sam-
an í sveitinni í þrjú sumur. Jó-
hannes hafði nýlega misst föður
sinn í hörmulegu sjóslysi og ég
gerði mér ekki fyllilega grein
fyrir því þá, en þeim mun betur
síðar, að með þessu vildi Jón
gera honum föðurmissinn ögn
léttbærari sem tókst, að ég held,
enda varð vinátta þeirra tveggja
mjög náin.
Þegar maður kom fyrst í
sveitina fyrir austan var eins og
komið væri í annan heim sem
var mjög frábrugðinn þeim sem
maður hafði lifað og hrærst í
fram að því. Ekkert rafmagn var
t.d. á Hánefsstöðum í þann tíma
þótt það kæmi um svipað leyti
og sumardvöl minni þar eystra
lauk. Jafnframt þurfti fyrst í
stað að snúa heyinu og raka það
saman með hrífum þar til fyrsta
múgavélin kom til sögunnar.
Á þessum árum fluttu síðustu
íbúarnir brott af Eyrunum, sem
svo eru nefndar og höfðu fyrr á
20. öldinni verið fjölmenn byggð,
svo og af bæjunum Háeyri,
Hrauni og Þórarinsstöðum,
þannig að Hánefsstaðir voru
orðnir eina byggða bólið sunn-
anmegin Seyðisfjarðar síðasta
sumarið sem ég dvaldi þar. Ef-
laust hafa þetta verið mikil við-
brigði fyrir Jón og Svanbjörgu,
en þau létu það ekki á sig fá og
hafa haldið áfram búrekstri allt
til þessa dags af sama mynd-
arbrag og áður, þó síðari árin
með æ meiri aðstoð barna sinna
og barnabarna.
Gegnum árin höfum við Þór-
hildur heimsótt þau Jón og
Svanbjörgu á Hánefsstöðum og
tekið á móti þeim hér fyrir sunn-
an. Þá hefur gefist gott tóm til
að ræða um menn og málefni og
við það kynntist ég Jóni á annan
hátt en fyrr. Þótt við værum
ekki sammála um allt sem á
góma bar voru lífsviðhorf okkar
í stórum dráttum þau sömu.
Með honum er genginn afar
mætur maður sem skilaði ómet-
anlegu framlagi til samfélagsins,
enda gerði hann ávallt meiri
kröfur til sjálfs sín en annarra.
Vegna fráfalls hans sendum við
hjónin og synir okkar þrír Svan-
björgu og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur.
Eiríkur Tómasson.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Gunnar Halldórs-
son er látinn. Vinur
okkar og félagi til
margra ára í Álfta-
neshreyfingunni sem bauð fram
til sveitarstjórnar á Álftanesi í
þrennum kosningum 2002, 2006
og 2010.
Gunnar og kona hans Álfhildur
Friðriksdóttir sem lést fyrir rúm-
um fjórum árum, voru áhuga-
samir og virkir félagar í Álftanes-
hreyfingunni. Þau hjónin sóttu
flesta fundi og samkomur hreyf-
ingarinnar og tóku þátt í um-
ræðum og tillögugerð. Gott var
að heimsækja þau á Túngötuna
og setjast niður við eldhúsborðið,
Gunnar
Halldórsson
✝ Gunnar Hall-dórsson fædd-
ist 10. apríl 1926.
Hann lést 24. des-
ember 2018.
Útför Gunnars
fór fram 9. janúar
2019.
þiggja veitingar, ráð
og hvatningu í bar-
áttunni við þá ver-
andi meirihluta á
Álftanesinu sem
lengi hafði setið að
völdum. Mörgum
íbúum þótti meiri-
hlutinn vera hallur
undir verktaka og
vanrækja hugmynd-
ir íbúanna þegar
kom að uppbygg-
ingu og fögnuðu því tilkomu
kröftugrar íbúahreyfingar. Þau
hjónin voru í þessum hópi. Þau
voru samrýmd enda oftast nefnd
saman, Gunnar og Álfhildur, þeg-
ar um þau var rætt í vinahópnum.
Gunnar var einstaklega glað-
lyndur og hlýr maður. Hann var
áhugasamur um öll fram-
kvæmdamál í sveitinni, enda
reyndur vinnumaður sem fyrr-
verandi skipstjóri og síðar smið-
ur og byggingameistari. Álfhild-
ur var jafn áhugasöm um
félagsmálin og var pólitísk, hrein-
skiptin og talaði tæpitungulaust
um menn og málefni. Það var fyr-
ir áhuga og þátttöku fólks eins og
þeirra hjóna sem Á-listinn náði
meirihluta á Álftanesi 2006 með
stór markmið í félags- og um-
hverfismálum. Heimili Gunnars
og Álfhildar var vinalegt og garð-
urinn umhverfis sem þau rækt-
uðu af natni. Þau voru virk og
gefandi í félagsmálastarfinu og
sífellt forvitin um hvað væri á
döfinni.
Þau voru þátttakendur í ýmsu
öðru félags- og menningarstarfi í
sveitarfélaginu og frumkvöðlar
að stofnun félags eldri borgara á
Álftanesi þar sem Gunnar var
fyrsti formaður.
Bæjarstjórn Álftaness þakk-
aði þeim þessi mikilvægu störf
með því að velja þau heiðurs-
sveitunga Álftaness.
Með þessum fáu línum viljum
við lýsa þakklæti fyrir vináttu og
samstarf og flytja kveðju frá fé-
lögum okkar í Álftaneshreyfing-
unni. Við færum aðstandendum
þeirra hjóna samúðarkveðjur.
Sigurður Magnússon og
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir,
fyrrverandi bæjarfulltrúar
Álftaneshreyfingarinnar.
✝ Kristín Ing-veldur Ingólfs-
dóttir (Kiddý)
fæddist 7. febrúar
1938. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 17. des-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjóna
Anna Sófusdóttir,
f. 26. janúar 1916,
d. 16. febrúar 1984,
og Ingólfur Eyjólfsson, f. 3. apr-
íl 1916, d. 30. júlí 1952. Þau
skildu.
Bræður Kristínar voru Már
Ingólfur, f. 30. maí 1942, d. 24.
mars 2002, og Magnús Nord-
gulen, f. 14. nóvember 1949,
sem Sigurjóna eignaðist með
seinni eiginmanni sínum Alfred
Nordgulen.
Eiginmaður Kristínar var Ás-
janúar 1986, Sigþór Ingi, f. 30.
nóvember 1989, Kristín Sóley, f.
22. maí 1993, og Arnór Valur, f.
22. janúar 1998. 3) Kristrún, f.
10. október 1970. Eiginmaður
hennar er Sigurður Bjarnason.
Börn Kristrúnar eru Svanur
Þór, f. 11. júlí 1991, og Ásta
Berglind, f. 26. mars 1997. Son-
ur Ástu er Gabríel Dagur, f. 22.
október 2018.
Kristín fæddist í Hafnarfirði
og gekk í Flensborgarskóla.
Kristín og Ásgeir hófu sinn bú-
skap í Reykjavík en árið 1957
fluttu þau á Selfoss. Þau bjuggu
þar í sambýli með Ólöfu systur
Ásgeirs og Hirti Þórarinssyni
eiginmanni hennar á Tryggva-
götu 5. Árið 1961 hófu þau
byggingu íbúðarhúss á Engja-
vegi 30 sem þau fluttust í árið
1963 og bjuggu þar allar götur
síðan.
Kristín starfaði lengst af við
verslunarstörf hjá Kaupfélagi
Árnesinga og síðustu árin var
hún með eigin verslunarrekst-
ur.
Útför Kristínar fór fram frá
Selfosskirkju 7. janúar 2019.
geir Sigurðsson, f.
11. nóvember 1933,
og gengu þau í
hjónaband 11. nóv-
ember 1956. Börn
Kristínar og Ás-
geirs eru: 1) Anna,
f. 15. apríl 1956.
Eiginmaður hennar
er Christopher
John Newman, f.
25. apríl 1955.
Börn Önnu eru
Daði Hrafn, f. 11. ágúst 1977.
Eiginkona hans er Sigurlaug
Jóhannesdóttir. Börn Daða eru
Lilja Bríet, f. 31. mars 2005, og
Kristófer, f. 15. apríl 2009.
Hannah Ýr, f. 4. febrúar 1994,
og Orlando Thor, f. 26. október
1997. 2) Sigurður Ingi, f. 13.
mars 1959. Eiginkona hans er
Guðrún Sigurðardóttir. Börn
Sigurðar eru Ásgeir Andri, f. 3.
Kristín var rösk, glöð og
hressileg manneskja. Fyrstu bú-
skaparárin okkar Ólafar á Sel-
fossi vorum við í sama húsinu Ás-
geir mágur minn og Kristín kona
hans. Systkinin Ólöf og Ásgeir
voru mjög samrýnd og var sam-
vera okkar allra eins og um eina
fjölskyldu væri að ræða.
Anna litli engillinn þeirra fékk
að fljúga á milli heimilanna og
varð hún að hluta til í þykjust-
unni dóttir okkar. Hún tók svo
skemmtilegan þátt í þessu hlut-
verki, að þegar hún kom til okkar
að hitta Ólöfu frænku sína þá hét
hún Sigga.
Þetta er svipmynd og upphaf
að því innilega sambandi sem ríkt
hefur meðal okkar. Heimili
þeirra Kristínar og Ásgeirs var
alla tíð staður gleði og næmleika
fyrir vellíðan heimafólks og
gesta. Við sem nánastir vorum
nutum að sjálfsögðu mest þess-
ara kosta heimilisins. Kristín
fagnaði gestum sínum og hélt
uppi glaðværð og hispursleysi
sem gerði umræðuefni dagsins
skemmtilegt og áhugavert. Þess-
ir eiginleikar voru henni svo eðli-
legir að það kom ekki á óvart
hvernig kunningjar og starfs-
félagar tengdust henni.
Hún hélt mikilli tryggð og
stöðugu sambandi við vinkonur
sínar frá æskudögunum í Hafn-
arfirði.
Þá er ómetanlegt framlag
hennar í vinnuhópi Rauða kross-
ins á Selfossi. Hún var í Félagi
eldri borgara á Selfossi og það
var oft glatt á hjalla hjá félögum
hennar í glerslistahópnum og
mikið unnið þar. Listaverk þeirra
prýða mörg heimili á Selfossi.
Hún var félagi í Oddfellow-
stúkunni. Þar naut hún ómetan-
legrar og gagnkvæmrar systra-
vináttu.
Kristín og Bryndís mágkona
hennar ráku tískuvöruverslun í
nokkur ár á Selfossi. Þar kom
fram smekkvísi hennar og næm-
leiki sem hentaði vel í þeim við-
kvæma og samkeppnisharða
rekstri sem þar var og er viðvar-
andi.
En framar öllu öðru var það
húsmóðirin, sem hugsaði um vel-
ferð og framtíð barna sinna og
bjó manni sínum yndislegt og að-
laðandi heimili. Þegar gestir
kvöddu fóru þeir glaðari en þegar
þeir komu.
Veikindum sínum tók hún af
mikilli ró og yfirvegun. Hún
kvartaði ekki en tók þessari ófrá-
víkjanlegu umbreytingu af miklu
æðruleysi
Við kveðjum Kristínu með
söknuði og innilegum þökkum
fyrir samfylgdina og það sem hún
gaf sínum nánustu og samferða-
fólki sínu.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Hjörtur Þórarinsson.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Þann 17. desember bárust
okkur Þórusystrum þær sorgar-
fréttir að Kiddý systir okkar væri
fallin frá.
Við höfðum heimsótt hana
nokkrum dögum áður og við
sáum að hverju stefndi en með
sínum einstaka húmor og
skemmtilegheitum gerði hún
stundina létta og skemmtilega
eins og henni var einni lagið.
Kiddý var alltaf svona, við
vissum hvar hún var og hún
studdi okkur og þrátt fyrir að
ýmsir erfiðleikar hafi dunið á
henni var hún sterk og stóð af sér
storma lífsins, sá alltaf jákvæðu
hliðina, sá það sem hún vildi sjá.
Kiddý gekk til liðs við Oddfell-
owregluna 1996 og við Þórusyst-
ur höfum notið krafta hennar,
vináttu og kærleika þessi 22 ár
sem hún starfaði í Reglunni.
Hennar verður sárt saknað og
skarð hennar verður vandfyllt.
Við kveðjum fullar þakklætis fyr-
ir vináttu hennar og kærleika.
Við Þórusystur sendum innilegar
samúðarkveðjur til eiginmanns
hennar, barna og fjölskyldna
þeirra.
Hvíl í friði, kæra systir. Guð
blessi minningu þína. Friður sé
með sálu þinni.
Margrét Halla Ragnars-
dóttir, Yfirmeistari Rbst. nr.
9 Þóru I.O.O. F.
Kristín Ingveldur
Ingólfsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓTTARS MÖLLER,
fv. forstjóra.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Miklatorgs á Hrafnistu í Reykjavík fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Emilía Björg Möller Valgeir Ástráðsson
Kristín Elísabet Möller Jóhannes Jóhannesson
Erla Möller Sigurður Kr. Sigurðsson
Auður Margrét Möller Guðmundur Már Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hlýhug,
blóm og kveðjur vegna andláts og útfarar
okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR INGIBJARGAR
BJÖRNSDÓTTUR,
Brekkugötu 36, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Asparhlíð fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Sigþrúður Tobíasdóttir Lúðvík Freyr Jóhannsson
Sigurlaug Anna Tobíasdóttir Páll E. Þorkelsson
Gísli Karl Sigurðsson
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörnin
Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim
sem heiðruðu minningu ástkærrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
SÓLVEIGAR KRISTINSDÓTTUR.
Við þökkum fyrir hlýjar kveðjur og falleg orð
sem um hana hafa verið sögð.
Minningin um ást hennar og kærleika mun lifa.
Guðmundur K. Einarsson
Helga Einarsdóttir
Kristín Andrea Einarsdóttir Jóhann Ingibergsson
Berghildur Ýr Einarsdóttir Haukur Einarsson
Ásdís Erla, Sigrún Björk
Einar Aron, Hilmir Nói og Birkir Ísak
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRHILDUR JÓHANNESDÓTTIR,
lést sunnudaginn 13. janúar á Hrafnistu í
Reykjavík. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. janúar
klukkan 13.
Jóhannes Zophoníasson Hróðný Bogadóttir
Árni Zophoníasson Ingibjörg Friðbertsdóttir
Nanna Lovísa Zophoníasd.
barnabörn og barnabarnabörn