Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 38

Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 360° snúningur Leður Verð frá 249.000.- WAVE Lounge Soft Bjarni Jónsson,rafmagnsverk-fræðingur og fyrrverandi rafmagns- stjóri ISAL, á 70 ára af- mæli í dag. Hann hóf störf hjá ISAL árið 1980, en þar áður hafði hann unnið hjá Kvær- ner Engineering við Ósló, þar sem hann vann við hönnun á raf- kerfum olíuborpalla í Norðursjó, og hjá RA- RIK í Reykjavík frá október 1976, en þar var hann verkefna- stjóri við uppsetningu rafbúnaðar, prófanir og gangsetningu aðveitustöðva, m.a. í Byggðalínu. „ISAL hefur verið brautryðjandi á mörg- um sviðum, t.d. við að leysa eldsneyti af hólmi með rafmagni í hitunarferlum, og hófst ég þegar handa við það hjá ISAL.“ Þá hafði Bjarni forgöngu um mikla sjálfvirknivæðingu verksmiðjunnar með innleiðingu á iðntölvum. Hann gegndi lykilhlutverki á rafmagnssviði við framleiðsluaukn- ingu verksmiðjunnar í stórum jafnt sem smáum skrefum og og tók virkan þátt í innleiðingu vottaðrar gæðastjórnunar og öryggis-, heilsu- og umhverfisstjórnunar. Bjarni lauk störfum hjá ISAL árið 2015. Ræktunarstörf hafa verið áhugamál Bjarna, matjurta- og skóg- rækt. „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en var sjö sumur fram á fermingarárið á Snæringsstöðum í Vatnsdal. Sveitavist af þessu tagi, þar sem börnum og unglingum voru fengin verðug verkefni, var borgarbörnum ómetanleg. Kannski var grunnurinn lagður þarna að áhugamálinu.“ Bjarni heldur upp á afmælið með matarveislu fyrir fjölskylduna á heimili sínu. Eiginkona Bjarna er Þuríður Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Börn þeirra eru Jón Ásgeir, bæklunarskurð- læknir í Þórshöfn í Færeyjum, Sólrún Þórunn, sjúkraliði og hjúkr- unarfræðinemi, Eyjólfur Ari, rafeindavirki og tæknimaður hjá Teledyne Gavia í Kópavogi, og Ásgerður Fanney, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Barnabörnin eru sjö talsins. Verkfræðingurinn Bjarni Jónsson. Skipti um orkugjafa í hitunarferlum Bjarni Jónsson er sjötugur í dag B jörn Grétar Sveinsson fæddist 19. janúar 1944 á Þórarinsstaðaeyrum (Eyrunum) við Seyðis- fjörð og ólst þar upp fyrstu tvö árin en flutti þá með móð- ur sinni og stjúpföður til Eskifjarðar þar sem hann ólst síðan upp. Björn Grétar er gagnfræðingur frá Héraðsskólanum að Laugarvatni 1960 og húsasmiður frá Iðnskóla Eskifjarðar 1966. Hann stundaði nám við Félagsmálaskóla MFA og hefur sótt ýmis námskeið. Björn Grétar var verkamaður auk þess að stunda sjómennsku um skeið. Hann starfaði síðan við húsa- smíði sem og við smíðar og lager- störf hjá RARIK. Hann var formað- ur Verkalýðsfélagsins Jökuls Höfn í Hornafirði og varð síðan formaður og framkvæmdastjóri hjá Verka- mannasambandi Íslands um árabil. Eftir að hann hætti hjá VMSÍ vann hann um árabil á verkfræðistofu í Reykjavík og þegar hann flutti á Eskifjörð á nýjan leik hóf hann störf sem verkamaður hjá álverinu í Reyðarfirði. Björn Grétar sat í hreppsnefnd og bæjarstjórn Eskifjarðar 1970-74 og var formaður Alþýðubandalags Eski- fjarðar til 1974. Hann var vara- þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Austurlandi 1987-91 og í fram- kvæmdastjórn VMSÍ frá 1987 þar til hann lét af störfum sem formaður og framkvæmdastjóri árið 2000. Björn Grétar var varabæjarfulltrúi í bæjar- stjórn Hafnar í Hornafirði 1990-93, formaður húsnæðisnefndar Hafnar 1990-93 og formaður stjórnar Elli- og hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs á Höfn 1990-93. Hann var ritari Alþýðubandalagsins 1987-89 og vara- forseti Alþýðusambands Austurlands. Björn Grétar Sveinsson, fyrrverandi formaður VMSÍ – 75 ára Á skektunni sinni Björn Grétar hefur gaman af allri veiði og hér er hann í Reyðarfirði við veiðar á svartfugli. Fékk félagsmálastúss- ið með móðurmjólkinni Hjónin Björn Grétar og Guðfinna stödd á Spáni fyrir nokkrum árum. Kópavogur Bríet Sól Guðmundsdóttir fædd- ist 15. apríl 2018 kl. 9.17. Hún vó 2.714 g og var 46 cm löng. For- eldrar hennar eru Haf- dís Guðnadóttir og Guðmundur Geir Jóns- son. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.