Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 39
Björn Grétar flutti frá Eskifirði til
Vestmannaeyja 1975 þar sem hann
vann meðal annars við að byggja
íþróttahúsið í Eyjum, þaðan flutti
hann til Hafnar í Hornafirði árið
1978 og til Reykjavíkur árið 1993.
Hann flutti síðan aftur til Eski-
fjarðar og bjó þar í nokkur ár áður
en hann flutti á ný til Reykjavíkur.
Áhugamál
Björn Grétar hefur fjölmörg
áhugamál og þar ber trúlega fyrst að
nefna stjórnmál, verkalýðsmál og
landsmálin almennt, en á þeim víg-
stöðvum hefur hann marga fjöruna
sopið. Án þess að fara nánar út í
skoðanir hans í þeim efnum má
segja, án þess að ýkja nokkurn skap-
aðan hlut, að hann sé ekki oft sam-
mála þeim skoðunum sem Mogginn
setur fram. Hann fékk félagsmála-
stússið með móðurmjólkinni.
Á yngri árum, og reyndar langt
fram eftir aldri, lék Björn Grétar í
vörn Austra á Eskifirði í fótbolta og
var bara orðinn nokkuð fullorðinn
þegar hann hætti því. Veiðar hafa
alltaf verið mikið áhugamál hjá Birni
Grétari og þá bæði skotveiði og ekki
síður stangveiði. Rjúpur, gæsir og
svartfuglar hafa verið í veiðipoka
hans um margra ára skeið og bleikja
og lax ekki sjaldnar. Hann fer jafnan
eldsnemma að morgni á Þingvelli og
rennir þar fyrir bleikju og veiðin
hefur stundum verið ævintýralega
mikil, enda veit hann nákvæmlega
hvað hann er að gera þegar kemur
að því að fara með stöng í Þingvalla-
vatn.
Síðustu árin hefur Björn Grétar
verið fastagestur í Breiðholtslaug-
inni og mætir þar jafnan klukkan
sex að morgni ásamt góðum hópi
fastra viðskiptavina þar.
Fjölskylda
Björn Grétar kvæntist 14.3. 1965
Guðfinnu Maríu Björnsdóttur, f. 1.2.
1944, verkakonu. Hún er dóttir
Björns Helgasonar, f. 12.12. 1913, d.
3.4. 1949, sjómanns á Borgarfirði
eystra, og Margrétar Sigurjóns-
dóttur, f. 13.8. 1926, d. 30.9. 2018,
verkakonu í Reykjavík. Þau Björn
Grétar og Guðfinna hafa verið
saman frá árinu 1963, eða í 56 ár.
Börn Björns Grétars og Guðfinnu:
1) Guðbjörg, f. 1.4. 1964, eiginmaður
hennar er Ásgeir Guðnason renni-
smiður, þau eiga tvær dætur, Birnu
Maríu og Silvíu Rán; 2) Björn Ingi, f.
1.2. 1967, leiðbeinandi í Danmörku;
3) Sveinn Brimir, f. 18.1. 1971, rann-
sóknarlögreglumaður á Suður-
nesjum, sambýliskona hans er Svan-
hildur Agnarsdóttir, vaktstjóri í
Bláa lóninu, þau eiga þrjú börn:
Guðný Ellen, Björn Grétar og Agnar
Alex. Grétar og Guðfinna eiga orðið
fimm langafa- og langömmubörn.
Hálfbræður Björns Grétars:
Guðni Magnús, f. 5.9. 1946, búsettur
í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu
Gísladóttur, Magnús á einn son frá
fyrri sambúð, Guðgeir; Skúli Unnar,
f. 13.1. 1957, stjórnmálafræðingur og
ferðaráðgjafi í Reykjavík, kvæntur
Sigrúnu Hörpu Hafsteinsdóttur, þau
eiga þrjár dætur, Elísu, Guðbjörgu
og Selmu.
Foreldrar Björn Grétars: Guð-
björg Björnsdóttir, f. 7.9. 1923, d.
21.5. 1988, verkakona, og William
Warner, bandarískur hermaður á
Seyðisfirði í seinni heimsstyrjöld-
inni. Kjörfaðir Björns Grétars og
eiginmaður Guðbjargar var Sveinn
Sörensen, f. 26.5. 1920, d. 12.11.
1992, járnsmiður. Þau bjuggu í
Dagsbrún á Eskifirði.
Björn Grétar Sveinsson
Jórunn Björnsdóttir
húsfreyja í Breiðuvík, N-Múl.
Guðjón Gíslason
vinnumaður á Héraði
Grímlaug Margrét Guðjónsdóttir
húsfreyja í Breiðuvík
Björn Björnsson
bóndi á Héraði
Guðbjörg Björnsdóttir
húsfreyja á Eskifirði
Anna Björnsdóttir
húsfreyja
Björn Pétursson
kennari á Austurlandi
Ragnhildur Hjálmarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sveinn Benjamín Sveinsson
sjómaður í Reykjavík
Nikolína Sveinsdóttir
húsfreyja á Eskifirði
Sören Kr. Sörensen
smiður á Eskifirði
Kristen Sörensen
húsfreyja í Danmörku
Johannes M. Sörensen
í Danmörku
Úr frændgarði Björns Grétars Sveinssonar
Sveinn Jóhannes Sörensen
járnsmiður á Eskifirði
Sigmund Tekist var á í pólitíkinni
og verkalýðsbaráttunni þá sem nú.
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Baldvin Ómar Magnússon
Lögg. Fasteignasali
Sími: 585 0101 – Gsm: 898 1177
baldvin@huseign.is
Suðurlandsbraut 20, 2 hæð, Reykjavík | Sími: 585 0100 | www.huseign.is
Við getum boðið margar gerðir stálgrindarhúsa
með fullmáluðum einangruðum samlokueining-
um, gluggum, glerveggjum og fleira en þetta er
líklegasti ódýrasti byggingarmátinn í dag.
Nú getum við boðið stálgrindarhús frá ýmsum
fyrirtækjum í Evrópu og Asíu á mjög hagstæðu
verði sem uppfylla öll
evrópsk skilyrði.
Við vinnum með kaupanda/arkitekti eða yfir-
verktaka frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig
verður ódýrasti byggingarmátinn staðreynd.
Hugmyndir af stálgrindarhúsum:
Íþróttahús, verslunarmiðstöðvar, knattspyrnuhús,
skrifstofubyggingar, verksmiðjuhús, gripahús,
íþróttastúkur, brýr og ýmislegt fleira.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Snorrason
í síma 615 2426.
Stálgrindarhús
Sæmundur Tryggvi Sæmunds-son fæddist 19. janúar 1869(16. janúar segir Íslendinga-
bók, en fleiri heimildir segja 19. jan.)
í Gröf í Öngulstaðahreppi í Eyja-
firði. Foreldrar hans voru hjónin
Sæmundur Jónasson, bóndi þar, f.
1801, d. 1873, og Ingileif Guðrún
Jónsdóttir, f. 1831, d. 1887, hús-
freyja.
Fjögurra ára missti Sæmundur
föður sinn, en níu ára réðst hann
smali að Látrum á Látraströnd, S-
Þing. Þá var hann kirtlaveikur og
vanþroska. Eigur hans voru aðeins
ein nærföt, sem hann hafði með sér í
litlum klút, utan fatanna er hann
stóð í. En hann braggaðist vel á
Látrum og varð Sæmundur hinn
gjörvilegasti maður. Hann varð orð-
lagður kraftamaður og snöggur til
orða og athafna.
Sæmundur lærði siglingafræði
1888-90 og hóf þá skipstjórn. Hann
var um langt skeið frægur aflamað-
ur á hákarlaskipum og síðar meðeig-
andi og skipstjóri á Hjalteyri frá Ak-
ureyri, sem var undir hans stjórn og
annarra, og var það landsfrægt afla-
skip. Eftir það var Sæmundur á
ýmsum skipum og flutningaveiðum.
Sæmundur bjó um tólf ára skeið á
Stærra-Árskógi á Árskógsströnd og
var oft kenndur við þann stað. Síðast
var hann hafnarvörður á Ísafirði.
Fyrri eiginkona Sæmundar var
Sigríður Jóhannesdóttir, f. 1873, d.
1908, húsfreyja frá Kussungsstöðum
í Fjörðum. Börn þeirra voru Guð-
rún, Þórhallur, bæjarfógeti á Akra-
nesi, Sigmundur, Elín, Ingileif, Jón
Reykjalín skipstjóri, Jóhannes Óli,
skólastjóri og útgefandi á Akureyri,
og Guðmundur. Seinni kona Sæ-
mundar var Jórunn Kristinsdóttir,
en þau skildu. Sonur Sæmundar
með Vilborgu Jónsdóttur, vinnu-
konu á Stærra-Árskógi, var Gestur,
f. 1903, d. 2004.
Guðmundur G. Hagalín skráði
ævisögu Sæmundar í tveimur bind-
um (útg. 1936-38) og heitir hún
Virkir dagar.
Sæmundur lést 23.1. 1958.
Merkir Íslendingar
Sæmundur Sæmundsson
Laugardagur
101 árs
Áslaug Helgadóttir
95 ára
Árni B. Tryggvason
90 ára
Ragnar Haraldsson
85 ára
Kristín Hendrikka Jónsd.
80 ára
Rut Árnadóttir
Þórdís Sigurðardóttir
75 ára
Guðleifur Axelsson
Guðrún Davíðsdóttir
Jóhannes Jón Eyleifsson
Sigurlína Björgvinsdóttir
70 ára
Friðborg Gísladóttir
Hannes Oddsson
Hrafnhildur Garðarsdóttir
Jón Eiríksson
Kolbrún Antonsdóttir
Róbert G. Geirsson
Rögnvaldur Ólafsson
60 ára
Adolf Hjörvar Berndsen
Árni Björnsson
Barbara Duerr
Guðmundur J. Jóhannsson
Heimir Bragason
Ingi Rúnar Sigurðsson
Jóhann Kristinn Marelsson
María Brink
Már Jónsson
Úlfar Hróarsson
Vignir Þorláksson
50 ára
Auður Elva Jónsdóttir
Guðmundur P. Haraldsson
Hartmann Páll Halldórsson
Hilmar E. Sveinbjörnsson
Mohamed Nadhir
Óðinn Vignir Jónasson
Óskar Jónsson
Raymond N. Larssen
Tryggvi Sigurður Bjarnason
Ægir Emilsson
40 ára
Anna Kristjánsdóttir
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
Ásthildur J. L Kolbeins
Freyja Kristinsdóttir
Guðleif Ágústa Nóadóttir
Gunnar Friðriksson
Ingveldur Oddný Jónsdóttir
Íris Pétursdóttir
Jenný Magnúsdóttir
Jitka Hamrová
Lára Magnúsdóttir
Stefanía Sigurðardóttir
Tomasz Wojcinski
30 ára
Ari Rannveigarson
Arndís Magnúsdóttir
Davíð Helgi Andrésson
Elín Vigdís Andrésdóttir
Erna Ósk Agnarsdóttir
Fanney Ósk Pálsdóttir
Fríða Margrét Pétursdóttir
Jóhannes Diego Rodriquez
Kamila Wiszowata
Kristín Elísabet Csillag
Lúðvík Már Ríkharðsson
Monika Barbara Walkowska
Ólafur Unnar Ólafsson
Rebekka Sigrún D. Lynch
Sigurður Ásgeir Árnason
Sigþrúður Oddsdóttir
Skender Morina
Sveinbjörn Jóhannsson
Yasmin A. De Lima Silva
Þyri R. Björgvinsdóttir
Sunnudagur
90 ára
Borghildur B. Fenger
Ingigerður Eyjólfsdóttir
Matthía Margrét Jónsdóttir
Sverrir Valdemarsson
85 ára
Anna Hildiþórsdóttir
Edvard G. Oliversson
Hermann Sigfússon
Jóna Margrét Þórðardóttir
Þórarinn Magnússon
80 ára
Ellert B. Sigurbjörnsson
Jónas A. Kjerúlf
Reynir Sigurðsson
75 ára
Arnheiður Björnsdóttir
Hreinn Frímannsson
Hrólfur Þ. Hraundal
Kristinn Karl Dulaney
Kristín R. Trampe
Magnús Jónasson
70 ára
Auðbjörg Pálsdóttir
Ásta Gréta Samúelsdóttir
Ásta Reynisdóttir
Elín Guðmundsdóttir
Gísli Jóelsson
Haukur Sveinsson
Jón H. Sigurmundsson
Óskar Hansson
Ragnhildur Hjálmarsdóttir
Sven Axel Ferm
60 ára
Edda Guðmundsdóttir
Guðlaugur Á. Kristþórsson
Hafdís Kristinsdóttir
Jóhann Grímur Hauksson
Jón Pétursson
Kjartan Jóhannsson
Kristín Jóhannsdóttir
Margrét Jónína Bragadóttir
Ólafur Prebensson
Ómar Sveinsson
Sigríður Erla B. Júlíusdóttir
Steinn Ágúst Steinsson
Sæþór Gunnarsson
Þórunn Birna Björgvinsd.
Þuríður Ingólfsdóttir
50 ára
Ásta Bjarnadóttir
Berglind Axelsdóttir
Bogdan Jacek Gierczuk
Bryndís Anna Bjarnadóttir
Dóra Birna Kristinsdóttir
Hafdís Björg Sigurðardóttir
Helga Aðalbjörg Árnadóttir
Inga Brynja Magnúsdóttir
Íris Guðmundsdóttir
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Krzysztof Klimuszko
Sebastiana Maria Dantas
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir
Örn Einarsson
40 ára
Ásmundur Helguson
Fannar Jónsson
Grzegorz Swiecicki
Guðbjörg Hákonardóttir
Guðni Helgason
Jerzy Baranowski
Jón Haukdal Þorgeirsson
Lilja Dögg Ásgeirsdóttir
Maríanna Rúnarsdóttir
Sveinbjörg Bjarnadóttir
30 ára
Arkadiusz Kniec
Auður Alfa Ólafsdóttir
Berglind Eiðsdóttir
Björn Breiðfjörð Gíslason
Garðar Bjarnason
Grétar Már Garðarsson
Helgi Durhuus
Ingibjörg Ólafsdóttir
Matthildur Dögg Jónsdóttir
Noor Dhiaa Subhi
Sara Jóhanna Jónsdóttir
Sigyn Jónsdóttir
Steina Dögg Vigfúsdóttir
Til hamingju með daginn