Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 41
DÆGRADVÖL 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hvernig væri að halda upp á daginn
með því að bjóða völdum vinum til fagn-
aðar? Þú hugsar þig ekki um tvisvar þegar
þú færð tilboð frá vini.
20. apríl - 20. maí
Naut Smávegis bjartsýni væri ekki úr vegi,
en reyndu að spenna bogann ekki of hátt í
byggingabröltinu. Byrjaðu smátt og þá vex
þér styrkur til að takast á við stærri mál.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér kann að þykja framkoma ein-
hverra vinnufélaga skrýtin. Láttu innkaup al-
veg eiga sig þar til seinnipartinn í dag og
forðastu að láta æsa þig upp.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hugmyndaauðgi þín dregur langt í
samkeppni við aðra. Streita hefur læðst að
þér undanfarið, mundu að heilsan skiptir
öllu og best að ráðast í aðgerðir strax.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Notaðu tækifærið og reyndu að eign-
ast nýja vini. Fáðu aldraðan ættingja til að
leysa frá skjóðunni um líf sitt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Tilvera þín þjónar vissum tilgangi,
þótt þér finnist það ekki augljóst eins og er.
Ef þú bara breytir örlítið út af vananum
verður dagurinn allur annar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er margt sem leitar á hugann ein-
mitt nú þegar þú þarft að vera í næði og
einbeita þér að ákveðnu verki. Svaraðu þörf-
um annarra með opnu hjarta, en hugsaðu
fyrst um þínar eigin.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert tilbúin/n til að leggja á
þig aukna vinnu til að hjálpa einhverjum í
dag. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hugsaðu þig tvisvar um áður en
þú talar. Þú kemur makanum í uppnám með
hugmynd sem þú færð, en þú þekkir þitt
heimafólk og brosir að látunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Kringumstæður fara úr bönd-
unum, þú tekur stjórnina og sýnir leiðtoga-
hæfileika þína. Vegna yfirvegaðs styrks þíns
dregst fólk að þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mikilvæg ábending frá vini getur
leitt til varanlegrar heilsubótar. Þú býður
fólki birginn og vinnur sigur. Þú verður
stundum að telja upp að þremur áður en þú
tjáir þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Leggðu áherslu á að vera skýrmælt
(ur) við aðra í dag, notaðu innsæið, það
mun reynast vel. Haltu fast í allar jákvæðar
hugsanir, það fleytir þér yfir allar hindranir.
Víkverji hefur oft heyrt talað um for-heimskandi áhrif poppmenningar,
en er lítið gefinn fyrir slíka stimpla.
Hann er þó ekki frá því að þegar kem-
ur að bresku hljómsveitinni Pink
Floyd séu slíkar fullyrðingar réttlæt-
anlegar.
x x x
Nú sér Víkverji fyrir sér að aðdá-endur þessarar ágætu hljóm-
sveitar séu byrjaðir að bretta upp
ermarnar og mótmæla hástöfum og
biður þá vinsamlegast að hinkra
augnablik.
Í upphafi árs lenti kínverska geim-
farið Chang’e-4 á þeirri hlið tunglsins,
sem vísar frá jörðu. Nokkuð var fjallað
um þetta í fréttum og þótti meðal ann-
ars til marks um að Kínverjar væru að
sækja í sig veðrið í kapphlaupi stór-
veldanna um ítök í geimnum.
x x x
Fyrir 46 árum gaf hljómsveitin PinkFloyd út plötuna Dark Side of the
Moon. Talið er að platan hafi selst í 45
milljónum eintaka og hafa fáar plötur
selst jafn mikið. Samfellt var platan á
bandaríska vinsældalistanum í 741
viku frá 1973 til 1988.
x x x
Þegar sagt var frá geimskoti Kín-verja í fréttum í Ríkissjónvarpinu
sagði að kínverska geimfarið hefði lent
á skuggahlið tunglsins. Víkverji heyrði
fréttaþul breska ríkisútvarpsins, BBC,
tala um skuggahlið tunglsins þar sem
hann hlustaði í bíl sínum.
x x x
Víkverji veit fyrir satt að það er eng-in skuggahlið á tunglinu. Þar rís
sólin og hnígur rétt eins og á jörðu
niðri. Möndulsnúningur tunglsins er
jafn langur umferðartímanum um
jörðina eins og segir á stjörnufræði-
vefnum og vísar því alltaf sama hlið
þess að henni. Rekur Víkverji hins
vegar allt tal um skuggahlið tunglsins
til þekktustu plötu hinnar fornfrægu
hljómsveitar.
x x x
Því má svo bæta við að nafnið á kín-verska geimfarinu, Chang’e, er
einfaldlega heiti tunglgyðjunnar í kín-
verskri goðafræði. vikverji@mbl.is
Víkverji
Nú varir trú, von og kærleikur, þetta
þrennt, en þeirra er kærleikurinn
mestur
(Fyrra Korintubréf 13.13)
Vísnagátan er sem endranær eft-ir Guðmund Arnfinnsson:
Ómerk talin er sú kvinna.
Afar þörf í sendiferð.
Smala hjörð er hennar vinna.
Hún er bíll af verstu gerð.
Helgi Seljan svarar:
Kjaftatík er köpuryrði,
kannski senditíkin líka.
Smalatík ég vísast virði,
varla er bíltík hægt að flíka.
Sigmar Ingason á þessa lausn:
Illmálgir kölluðu konu tík,
kannast flestir við senditík.
Tík getur smalað fé af fjalli,
finnst á bíltíkum margur galli.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig;
Tík er kölluð bitch í bænum,
þó böðlist senditíkur meir.
Tík nær hjörð af heiðum vænum.
Hinkr’á Fordtík bændur þeir.
„Þá er það lausn vikunnar,“ segir
Helgi R. Einarsson:
Skeytt við smala-, sendi- og bíl-,
af slægð sú kona er rík.
Augljóst mál, því ekkert víl,
orðið það er tík.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Tík er ómerk talin kvinna.
Tík er þörf í sendiferð.
Trygg mun smalatíkin vinna.
Tík er bíll af verstu gerð.
Þá er limra:
Er gengur um götur hún Lena,
prófastsdóttirin pena,
hvolpar elta
hana og gelta,
því hún er með tíkarspena.
Og síðan er ný gáta eftir Guð-
mund:
Hrökk ég upp af drauma dúr,
drýpur regnið skýjum úr,
algerlega út úr kú
er til reiðu gáta nú:
Lamb, sem fjarska lítið er
Löngum sagt um fiman mann.
Á jólum einhver í hann fer.
Af ánægju sá mala kann.
Gamall húsgangur í lokin:
Kveða skal við kindina
kvæðis litlu myndina;
sú mun forðast syndina
er sér í gluggagrindina.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ein er tíkin og
kann ekki að gelta
Í klípu
„ég er ekki mikill biblíumaÐUR. ÞAÐ ER
SAMT FREKAR SVALT AÐ VERA BOÐIÐ Í
ÁRITUNINA.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ég baÐST AFSÖKUNAR!”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... einfalt reiknings
dæmi.
HVAÐ ELSKA ÉG
HEITT VIÐ ÞIG?
LEYF’ MÉR AÐ
TELJA ÞAÐ UPP …
PEPPERÓNÍ …
KRYDDPYLSA
OG LAUKUR …
AUKAOSTUR …
ENN EITT
PÍTSU-
LJÓÐIÐ!
HVÍ BROSIR ÞESSI
BJÖRN?
HANN VEIT EKKI AÐ ÞÚ
KANNT EKKI AÐ LESA!
ALLAR
VEIÐAR
BANNAÐAR