Morgunblaðið - 19.01.2019, Side 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal
Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal
Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur
úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON
OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tvær sýningar verða opnaðar kl. 16
í dag í Ásmundarsafni, annars veg-
ar sýning á verkum Ásmundar
Sveinssonar, Undir sama himni, og
hins vegar sýning á verkum Sig-
urðar Guðmundssonar, Skúlptúr og
nánd. Sýningin á verkum Ásmund-
ar er yfirlitssýning en sýningin á
verkum Sigurðar er sú fyrsta í röð
þar sem sjónum verður beint að
verkum listamanna í almennings-
rými og nálgun þeirra við list sem
hluta af daglegu umhverfi manna,
eins og því er lýst í tilkynningu. Af
útiverkum og verkum eftir Sigurð
sem sjá má í almenningsrými má
nefna Fjöruverk við Sæbraut, verk
hans inni í höfuðstöðvum Alvogen
og fyrir utan þær og ævintýralegt
verk hans við Barnaspítala Hrings-
ins.
Á báðum sýningum eru sýndar
minni frummyndir hinna ýmsu
verka sem og skissur og teikningar
og einnig listaverk sem þykja ein-
kennandi fyrir list beggja og hafa
hugmyndaleg eða formræn tengsl
við verk þeirra í almenningsrými.
Árið 2019 er ár listar í almennings-
rými hjá Listasafni Reykjavíkur og
sýning Sigurðar er sú fyrsta af
fimm einkasýningum jafnmargra
listamanna sem eiga verk í al-
mannarými í borginni. Sýningar-
stjórar sýninganna tveggja sem
opnaðar verða í dag eru Sigurður
Trausti Traustason, deildarstjóri
safneignar og rannsókna og Yean
Fee Quay, verkefnisstjóri sýninga
hjá Listasafni Reykjavíkur.
Ógeðslegt að sjá illa
farið útilistaverk
Uppsetning sýningar Sigurðar er
í fullum gangi þegar blaðamann
ber að garði í Ásmundarsafni,
nokkrum dögum fyrir opnun. Upp-
setningin er skammt á veg komin
og því fá verk að sjá, enn sem kom-
ið er. Þó má sjá prótótýpur eða
frumgerðir nokkurra, m.a. verks
eftir Sigurð sem stendur fyrir utan
World Class líkamsræktarstöðina í
Laugardal og minnir á bautastein
en í skúlptúrnum fléttast saman
fjöldi nakinna líkama karla og
kvenna. Einnig má sjá frumgerð
verks sem Sigurður gerði fyrir fyr-
irtækið Alvogen og bendir hann á
að frumgerðirnar séu unnar í raun-
efni, þ.e. sama efni og lokaverkin.
Verkið í Alvogen er til að mynda úr
ryðfríu stáli og formið er kunn-
uglegt, minnir á marga fyrri skúlp-
túra Sigurðar.
Listamaðurinn er spurður að því
hvort hann viti hversu marga úti-
skúlptúra hann hafi gert á ferlinum
og segist hann ekki hafa hugmynd
um það. En þeir eru býsna margir,
bæði hér á landi sem erlendis.
„Áreiðanlega 15, eitthvað svoleið-
is,“ segir Sigurður svo og á þar við
fjöldann hér á landi. Hann segir
nauðsynlegt að skúlptúrarnir séu
úr föstum efnum sem þoli álag úti-
verunnar. „Það er svo ógeðslegt að
sjá útilistaverk sem er illa farið,“
segir Sigurður og grettir sig, „og
er kannski úr einhverjum gervi-
efnum.“
Verða að standast tímans tönn
Sigurður segist aldrei hafa gert
sýningu á borð við þessa og segist
ekki búa til sýningar svona al-
mennt eða oftast nær. „Ég bý til
verk og svo bý ég til annað verk,“
útskýrir hann. „Ég er ekkert á
móti þessu, sko, ég kann bara ekk-
ert á þetta,“ bætir hann við af sinni
alkunnu kímni og á þar við sýn-
inguna.
– Þú ert ekki sýningarstjórinn en
hefur þó eitthvað um það að segja
hvað er sýnt, er það ekki?
„Nei, í raun og veru ekki, við
tókum allt sem var til taks og á
staðnum,“ svarar Sigurður og að
sýningargripirnir komi víða að og
frá mörgum eigendum. „Ég á ekk-
ert verk hérna,“ segir hann bros-
andi.
– Þegar útilistaverk er pantað
hjá þér, býrðu þá til verk sem þú
miðar við staðinn eða er það ein-
faldlega framhald af þínum fyrri
verkum?
„Ég sæki alltaf „the mandate to
myself“ en þau eru alltaf ný fyrir
mér líka, ný nálgun og svona,“
svarar Sigurður og segist verða að
vera alveg klár á því að verkin
verði ekki honum og afkomendum
hans til skammar er fram líða
stundir.
Erótískir líkamshlutar
– Verkin þín fyrir World Class
eru dálítið frábrugðin öðrum
útilistaverkum þínum, er það ekki?
„Í öllum verkunum í World
Class, snýst allt um líkamshluta,
þetta líkamlega og með erótískum
blæ.“
– Hann er nú hálfgert reðurtákn,
skúlptúrinn sem stendur fyrir utan
stöðina í Laugum?
„Já, já og það er bara hið besta
mál,“ segir Sigurður og hlær, „það
fór fyrir brjóstið á sumum og það
er allt í lagi.“
– Það er augljós húmor í verk-
inu, ekki satt?
„Jú, jú og ég hef líka gert verk
úti á Nesi fyrir World Class og svo
er ég að gera fyrir Hafnarfjörð
núna,“ segir Sigurður og á þar við
nýja líkamsræktarstöð þar í bæ.
Hann segir níu metra langa lág-
mynd, eins og hálfs metra háa, eiga
eftir að teygja sig eftir anddyri
stöðvarinnar, lágmynd sem er á
leið til landsins með skipi.
Eins og tónlist
Við tyllum okkur í kaffihorn
„Verkin mín eru
merkingarfælin“
Verk í almenningsrými tekin fyrir í nýrri sýningaröð í
Ásmundarsal Sigurður Guðmundsson fyrstur í röðinni
Sunneva Ása Weisshappel opnar
einkasýninguna Umbreyting í dag
kl. 16 í Galleríi Porti, Laugavegi 23b.
Um sýninguna segir m.a. í texta eftir
Guðrúnu Evu Mínervudóttur að með
því að setja ólíka hluti saman verði
til myndmál, með uppfyllingu verði
til form og skúlptúrar sem komi að
innan. Formin umbreytist og til-
gangur fæðist. Sú einfalda athöfn að
losa sig við uppsafnað drasl byrji
smám saman að öðlast merkingu og
myrkur verði ljós. Umbreytingin
kosti ómæld átök, líkt og að snúa
trukki á fullri ferð um 180 gráður.
„Um leið er þetta ekki annað en
lífrænt ferli. Þolinmæðisverk sem
einungis verður unnið með því að
gefast aldrei upp og jafnframt að af-
sala sér allri stjórn. Þannig verður
til hámenningarlegt kitsch. Rókókó
úr drasli sem annars hefði farið á
haugana. Sunneva Ása Weisshappel
rekur stefnumótaþjónustu fyrir lág-
kúru og hámenningu. Sorp verður
safngripir. Verði lampi. Verði ljós.
Verði spegill. Verði afskræmd, líf-
ræn fegurð. Verði ský með óljósum
og óvæntum formum. Dulin heim-
speki. Hversdagsleg dulspeki. Verði
landslag. Landslag af nútíma-
samfélagi. Verði verðmæti,“ skrifar
Guðrún.
Sunneva útskrifaðist af mynd-
listarbraut við Listaháskóla Íslands
árið 2013 og stofnaði í kjölfarið Al-
gera Studio sem hún rak í þrjú ár og
hélt þar fjölda viðburða og sýninga
ásamt meðlimum Algera.
Umbreyting er fyrsta einkasýning
Sunnevu eftir útskrift og í myndlist
hennar er sjálfinu gjarnan stillt upp
sem rannsóknarvettvangi til að
skoða og spegla samtímann, segir í
tilkynningu. Sunneva hafi sýnt
myndlist sína víða, innanlands sem
utan. Hún hefur einnig leikstýrt og
unnið við gerð fjölda tónlistarmynd-
banda og fengið tilnefningar til verð-
launa, bæði hér á landi og erlendis.
Hún hefur einnig hannað búninga
fyrir leikhús og hlaut Grímuverð-
laun fyrir búninga sína í Njálu árið
2015.
Ljósmynd/Sara Maria Yasdani
Listakonan Sunneva Ása.
Umbreyting í Porti
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Þegar engar kanntu regl-urnar, þá veistu ekki hve-nær og hvort þú ert að
brjóta þær.“ Mesta gróskan í ís-
lenskri neðanjarðartónlist á þessari
stundu er hjá listasamlaginu post-
dreifingu, sem minnir um margt á
starfsemi Smekkleysu í upphafi.
Virknin er gríðarleg en ólíkt þeim
smekklausu
eru post-
dreifingjar
ekki að flagga
sínum við-
burðum eða út-
gáfum né held-
ur að spila með
fjölmiðla eða frægt fólk eins og
Smekkleysingjar gerðu svo
skemmtilega. Meðvituð kaldhæðni
og súrrealismi fylgir ekki kynslóð-
inni nýju, einlægni og ákveðið lát-
leysi fylgir henni fremur. Fram-
kvæmdagleðin hefur hins vegar
erfst. Þannig var útgáfa og tón-
leikastarfsemi post-dreifingar á
síðasta ári með mesta móti en þjón-
Stundarfjórðungur af stuði
aði fyrst og síðast þeim sem sam-
laginu tengjast, sem stuðningur við
sannanlega sköpunarþörf þeirra
fylgihnatta sem hverfast um fyrir-
bærið.
Margt af því sem hefur komið
frá post-dreifingu tónlistarlega er
með því allra besta sem maður hef-
ur heyrt hérlendis í árafjöld hvað
neðanjarðartónlist viðkemur. Það
eru beinlínis engar reglur, tónlistin
fer bara eitthvað á köflum, eins og
heyra má t.d. hjá sideproject, Sus-
an_Creamcheese og Tucker Carl-
son’s Jonestown Massacre. Ég hvet
þig lesandi góður til að athuga
þessi mál, en post-dreifing heldur
úti bústinni bandcampsíðu. Þar má
greina ýmislegt sameiginlegt með
listamönnunum, t.a.m. viljandi
vonda umslagshönnun, með með-
vitaðri kæruleysislegri áru ein-
hvern veginn. Mjög töff. Letur-
gerðirnar eru oft fáránlegar og
umslögin samskeyttar myndir, eins
og sex ára barn hafi verið að leika
sér í Paint. Korter í flog er ein
þessara sveita, og átti hún eina
allra bestu plötu síðasta árs – Flog í
korter (sem er eins og nafnið gefur
til kynna ekki nema fimmtán mín-
útna löng. Og eitt langt lag). Þann-
ig að er þetta plata? Það sem flækir
mál enn frekar er að plata þessi
kom bara út á youtube og styðst við
ansi sýrða myndbandsskreytingu.
Það sem er að breytast í tónlist í
dag er einmitt vettvangurinn sem
fólk nýtir sér til að koma tónlistinni
á framfæri. Plötur eru einhvers
staðar alls staðar og hvergi. Eitt-
hvað af lögum með Korteri í flog er
á Soundcloud, plata frá 2017, Lög
til að slá við, er þá á Bandcamp og
einnig Spotify reyndar. Ekki hef ég
heyrt af neinum áformum um að
Flog í korter verði vistuð neins
staðar annars staðar en á youtube.
Upplýsingar eru þá í takt við
þetta; sveitin er skipuð fjölda
manns, átta samkvæmt fésbókar-
síðu, og myndir þar ógreinilegar
»Þar má greina ým-islegt sameiginlegt
með listamönnunum,
t.a.m. viljandi vonda um-
slagshönnun, með með-
vitaðri kæruleysislegri
áru einhvern veginn.
Listasamlagið post-dreifing skýlir alls kyns snilldarböndum af yngra taginu
um þessar mundir og Korter í flog er eitt af þeim.