Morgunblaðið - 19.01.2019, Side 48

Morgunblaðið - 19.01.2019, Side 48
útsala 50% afsláttur af öllum vörum Dúettinn Sycamore Tree heldur tónleika í Bæjarbíói í kvöld kl. 20.30. Með Gunna Hilmarssyni og Ágústu Evu Erlendsdóttur, sem skipa dúettinn, koma fram Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu, Arnar Guðjónsson á bassa, Matthías Stef- ánsson á gítar og fiðlu, Óskar Þor- marsson á slagverk og Lilja Cardew á píanó. Sycamore Tree leikur í Bæjarbíói í kvöld LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 19. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Arnór Þór Gunnarsson var, að mati Morgunblaðsins, besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í hand- knattleik í riðlakeppni heimsmeist- aramótsins í handknattleik sem lauk í München á fimmtudag. Liðið er nú komið til Kölnar til keppni í milliriðli. Í blaðinu í dag fá allir leikmenn Íslands einkunnir og um- sagnir um frammistöðu sína til þessa. »2-3 Arnór var bestur í riðlakeppninni Seinni dagur Django-daga í Reykja- vík fer fram í dag í Iðnó. Markmið Django-daga er að minnast belg- íska gítarfrumkvöðulsins Django Reinhardt. Á tónleikum kvöldsins, sem hefjast kl. 20.30, koma fram Robin Nolan, sem þykir mikill áhrifavaldur í heimi sígaunadjass, klarinett- og saxófónleikarinn og tónskáldið Haukur Gröndal og fiðlu- leikarinn og tónskáldið Greta Sal- óme. Auk þeirra koma fram Dan Cassidy á fiðlu, Gunnar Hilmarsson á gít- ar, Jóhann Guð- mundsson á gítar og Leifur Gunn- arsson á kontra- bassa. Django minnst með tónum í Iðnó í kvöld ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýska- landi í gær eftir að hafa séð ís- lenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heims- meistarakeppninnar. „Þetta er góð afmælisgjöf,“ sagði kappinn, sem er sjötugur í dag og heldur upp á afmælið í Búdapest í Ungverja- landi. Félagarnir og glímudómararnir Rögnvaldur og Garðar Erlendsson, heiðursfélagar Glímusambands Ís- lands, hafa mætt á helstu stórmót- in með íslensku landsliðunum í fót- bolta og handbolta undanfarin ár. Þetta er fjórða handboltamótið í röð og auk þess eltu þeir fótbolt- ann, voru á HM í Rússlandi í fyrrasumar, EM í Frakklandi og EM kvenna í Hollandi. „Við ætl- uðum að fá þrjá fyrir einn og sjá tvo leiki í Evrópukeppninni í körfu í Finnlandi, þegar Íslendingar sóttu Finna heim í fótboltanum, en áttum ekki heimangengt,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur hefur verið tengdur við glímu frá barnsaldri, var sigur- sæll keppnismaður í KR, kynnti og kenndi glímu í skólum um árabil og var lengi dómari í íþróttinni. „Ég fór meira að segja út í Gríms- ey til þess að kynna glímuna en nú er ég hættur,“ segir hann. Dómari í þremur greinum Þó glíman hafi verið aðalmálið æfði Rögnvaldur líka handbolta og fótbolta og aflaði sér þjálfararétt- inda auk dómararéttinda í hand- bolta, lyftingum og glímu. „Ég hef alltaf haft áhuga á öllum íþróttum og æfði boltagreinarnar til þess að vera í sem bestu formi í glímunni.“ Stuðningsmennirnir voru bók- staflega í skýjunum þegar Morg- unblaðið náði í Rögnvald. „Við er- um að fljúga til Búdapest, himin- lifandi,“ sagði hann og átti vart til orð yfir frammistöðu landsliðsins á móti Makedóníu. „Þetta var æsi- leikur, Bjöggi var í miklu stuði í markinu og varnarleikurinn var fastur. Arnar Freyr var í heims- klassa í vörninni og ekki er annað hægt en að vera ánægður.“ Rögnvaldur segir að þeir noti gjarnan ferðirnar til þess að skoða nærumhverfið. „Víða má sjá skemmtilegan byggingarstíl þó maður leggist ekki á bæn í öllum kirkjum,“ segir hann og bætir við að þeir hafi ekki orðið varir við handboltaáhuga í München fyrir utan keppnishöllina. „Það var til dæmis allt annað og skemmtilegra andrúmsloft í Split í fyrra, þar gengu allir í takt og íslensku stuðningsmönnunum var sérlega vel tekið, allir elskaðir og dáðir.“ Eins rómar hann stemninguna á EM í Póllandi 2016. „Það er alltaf meiri stemning í minni höllum,“ segir hann. „Það var líka galli hvað íslensku áhorfendurnir voru dreifð- ir í höllinni í München, en sigurinn á Makedóníu er fyrir öllu. Það er leiðinlegt að missa af næstu leikj- um en við sáum ekki fyrir að liðið kæmist áfram.“ Stuðningsmenn Rögnvaldur Ólafsson til vinstri og Garðar Erlendsson studdu Japan á móti Spáni í München. Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn  Rögnvaldur með landsliðinu og fagnar 70 ára afmælinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.