Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 1

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 3 1. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  26. tölublað  107. árgangur  WIZAR HÆGINDASTÓLL Fullt verð frá: 199.900 (Tau) ÚTSÖLUVERÐ FRÁ 159.920 STILLANLEG HEILSURÚM VERÐ FRÁ 264.065 Á ÚTSÖLUNNI Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-70% AFSLÁTTUR ATVINNU- BLAÐ MORG- UNBLAÐSINS SVARTA HÚFAN MIKILVÆG ÞORRABLÓT GÓÐ BÚBÓT FÉLAGA FOKK OFBELDI-HÚFUR TIL SÖLU 28 VIÐSKIPTAMOGGINNFINNA VINNU 8 SÍÐUR Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins vilja að endurskoðuð verði áform um að setja upp lista- verk í formi tveggja pálmatrjáa í glerhjúpum í Vogabyggð. Verkið á að kosta 140 milljónir króna. Hyggj- ast þeir leggja tillögu þessa efnis fram á fundi borgarráðs í dag. „Þetta er gríðarlega há fjárhæð, ekki aðeins fyrir tvö pálmatré heldur einnig í samhengi við listkaup borg- arinnar. Þetta er margföld sú fjár- hæð sem borgin ver til listaverka- kaupa á ári,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna. Borgin greiðir helming kostnaðar og leggur innviðagjald á húsbyggj- endur fyrir hinum helmingnum. Segir Eyþór að allt komi þetta úr vösum borgarbúa því innviðagjaldið hækki verð íbúða og geri þær auk þess illseljanlegri. »18, 41, 58 Vilja endurskoða áform um pálmatré á torginu  Sjálfstæðismenn með efasemdir Margt bendir til þess að inflúensan, sem gjarnan herjar á landsmenn á þessum tíma árs, gæti orð- ið öllu vægari en undanfarin ár. Kemur þar til að bóluefnið sem fékkst til landsins í haust virðist hafa verið gott auk þess sem fleiri en oftast áður mættu í sprautu, eða um 68 þúsund manns á landinu öllu. Þetta segir Óskar Reykdalsson, læknir og settur forstjóri Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Inflúensan byrjar gjarnan að láta á sér kræla í nóvember en nær hámarki í febrúar og mars. Inflúensu má skipta í nokkra flokka en einkennin eru þó jafnan hin sömu; fólk veikist snögglega, fær háan hita og verki í höfuð og bein. „Jú, flensutilvikin eru aðeins að byrja að detta inn hjá okkur núna, en þetta er heldur rólegra en í meðalári,“ segir Óskar. Bóluefni vegna flensunnar er nú uppurið en fólk kemur þó ýmissa erinda vegna í sprautu, sem Eva Ösp Bergþórsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur á Heilsugæslunni í Árbæ, mundar hér fagmannlega. »14 Morgunblaðið/Hari Vetrarflensan væntanlega vægari en áður Prentsmiðjan Oddi hefur kynnt til sögunnar nýja tegund vatns- heldra pappa- kassa til mat- vælaflutnings sem leysa eiga kassa úr frauð- plasti af hólmi. Kristján Geir Gunnarsson, for- stjóri fyrirtækisins segir hina nýju vöru stórt skref í átt til aukinnar um- hverfisverndar, m.a. í íslenskum sjávarútvegi. Í gær var starfsfólki Odda tilkynnt að nú væri unnið að því að skipta fyrirtækinu upp í tvö að- skilin og sjálfstæð félög. Eftir breyt- ingarnar mun Prentsmiðjan Oddi hafa með höndum alla prentvinnslu en Kassagerð Reykjavíkur verður endurvakin og mun hún halda utan um alla umbúðasölu sem byggð hefur verið upp innan Odda. Samhliða breytingunum missa 8 starfsmenn vinnuna. Kristján Geir ræðir í ítarlegu við- tali í ViðskiptaMogganum í dag þær gríðarlegu breytingar sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum á und- anförnum árum. Frá árinu 2013 hef- ur starfsfólki félagsins fækkað um ríflega 70%. Kristján Geir segir að breytingaferli síðustu missera muni hins vegar tryggja viðgang fyr- irtækjanna tveggja sem nú verða til. Skera upp herör gegn frauðplasti  Odda verður skipt upp í tvö fyrirtæki Kristján Geir Gunnarsson Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kauptilboð sem Kólfur hf. hefur gert í ríflega 19% hlut félagsins Hvatningar í Bláa lóninu, gengur út frá því að heildarvirði fyrirtæk- isins nemi 50 milljörðum króna. Þetta herma heimildir Viðskipta- Moggans en þar er í dag greint frá því að stærstu eigendur fyrr- nefnds hlutar í Bláa lóninu hafi ekki enn tekið endanlega afstöðu til þess hvort þeir gangi inn í kauptilboð Kólfs hf. Frestur sem eigendurnir hafa, en í þeim hópi eru nokkrir af stærstu lífeyrissjóð- um landsins, rennur út nú í lok dags. Fyrrnefndan eignarhlut eiga þessir aðilar í gegnum fjárfesting- arsjóðinn Horn II sem aftur er eigandi að 49,5% hlut í félaginu Hvatningu sem á ríflega 39% hlut í Bláa lóninu. Skv. ársreikningi Horns II fyrir árið 2017 var Bláa lónið metið á ríflega 40 milljarða króna. Á rúmu ári hefur félagið því vaxið að verðgildi um nærri 10 milljarða króna. Sé miðað við fyrr- nefnt verðmat, sem liggur til grundvallar kauptilboði Kólfs í hlutinn í Hvatningu, sést að Bláa lónið er orðið nærri jafn verðmætt og stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Icelandair Group. Við lokun markaða í gær nam mark- aðsvirði þess 54 milljörðum króna. Meta Lónið á 50 milljarða  Verðmæti Bláa lónsins nálgast markaðsvirði Icelandair M »ViðskiptaMogginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.