Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS LOKADAGAR ÚTSÖLU ENNMEIRI VERÐLÆKKUN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þingflokkur skiptir verkum  Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði telur óþarft að flýta flokksráðsfundi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafn- arfirði telur enga ástæðu til að kalla flokksráð saman til fundar nú. Hvort sem er standi til að gera það í mars eða apríl. Þá sé það ekki á valdi flokksráðsfundar að breyta verkaskiptingu meðal þingmanna flokksins, það sé verkefni þing- flokksins. Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins í Suðurkjördæmi, finnst ekki rétt að þeir þingmenn sem stigu tímabundið til hliðar vegna Klaustursmála geti gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Kom þetta fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær til að bera til baka frétt Fréttablaðsins um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagðist jafnframt hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri við for- mann Miðflokksins að hann teldi rétt að boða til flokksráðsfundar eins fljótt og auðið væri til þess að fara yfir stöðuna og stokka m.a. upp spilin í verkaskiptingu þing- manna. Einbeiti sér að þingstörfum Gunnar Bragi Sveinsson er for- maður þingflokks Miðflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu og í krafti þingstyrks Miðflokksins. Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjar- fulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði, segir mikilvægt að þingmenn ein- beiti sér að þingstörfum frekar en þeim látum sem verið hafi. Þingið verði að halda áfram og allir þing- menn hafi umboð út kjörtímabilið. Hann segist af þeim ástæðum ekki geta leyft sér að gera athuga- semdir við setu Bergþórs og Gunnars Braga. Vegna ástandsins í þinginu leggur hann áherslu á að þingmenn eigi hvorki né megi ákveða með hverjum þeir vinni. Kjósendur ákveði það með at- kvæði sínu. Birgir Þórarinsson Sigurður Þ. Ragnarsson Ekki er útilokað að eitthvað gæti far- ið að rofa til á samráðsvettvangi vinnumarkaðarins og stjórnvalda en ákveðnar þreifingar eru í gangi að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Ekki dró til sérstakra tíðinda á sáttafundi samninganefnda VR, Efl- ingar og Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur með SA í gær. Fylgt er áfram þeirri áætlun sem lagt var upp með fyrir sáttafundina í þessari viku samkvæmt upplýsingum Ragn- ars Þórs. Næsti sáttafundur verður haldinn á morgun og er þá gert ráð fyrir lengri umræðum. Á fundinum í gær voru m.a. til skoðunar hugmyndir eða sýn SA á mögulegar breytingar á vinnumark- aðinum í takt við það sem tíðkast hefur í Danmörku. „Við ætlum að sjá hvaða málum við getum þokað áfram sem undirhóparnir hafa sent til okk- ar. Það verður langur fundur á föstu- daginn,“ segir Ragnar Þór. Hann á þó ekki von á að úrslita- stund renni upp í viðræðunum á morgun. „Ætli það verði þá ekki frekar í næstu viku sem eitthvað gæti farið að skýrast og þá þarf líka afstaða stjórnvalda að liggja fyrir gagnvart kröfugerðinni okkar áður en við getum tekið ákvarðanir um næstu skref,“ segir hann. Í dag kemur samninganefnd ASÍ saman til að fara yfir stöðuna gagn- vart stjórnvöldum og ræða á lífeyr- ismál og kanna hvort menn ná sam- an um þau á vettvangi ASÍ eins og tókst í skatta- og húsnæðismálunum. omfr@mbl.is Gæti farið að rofa eitthvað til í samskiptum við stjórnvöld  Boðaður er langur sáttafundur á morgun um ýmis mál Morgunblaðið/Hari Fundur Formenn Eflingar og VR. Gera á tilraun til að skjóta gervi- hnattamerki í einn eða fleiri hnúfu- baka í Eyjafirði í dag, en vegna veðurs djúpt úti af Norðurlandi leit- aði hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson þar vars. Tilgangurinn er m.a. að afla upplýsinga um ferðir hnúfubaka á þessum árstíma, sem jafnframt geta gefið vísbendingar um hvar loðnan heldur sig. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir þekkt að hnúfubakur haldi sig mik- ið á sömu svæðum og loðnan frá hausti. Í september 2015 hafi t.d. verið metið að um sjö þúsund hnúfubakar hafi verið á loðnuslóð við Grænland. Þá virðist vetrarseta hnúfubaka hér við land hafa aukist jafnt og þétt. „Endanlegt markmið er að reyna að meta afrán hnúfubaks á loðnu,“ segir Gísli. „Auk þess að merkja hnúfubaka reynum við að taka húð- sýni til að reyna að meta fæðu hnúfubaks með ísótópum. Það ætti að geta gefið mynd af fæðu- samsetningu og þá hvort hvalurinn er að éta loðnuna fyrst og fremst eða það sama og loðnan er að éta eins og átu.“ Tvær byssur um borð Hann segir að um borð í Árna séu tvær byssur til að nota í þessu verkefni, önnur til að skjóta gervi- hnattamerki og hin til að taka húð- sýni. Til að geta skotið merkjum eða aflað sýna þarf veður að vera þokkalegt svo hægt sé að komast á gúmbát í návígi við hvalinn. aij@mbl.is Vilja fræð- ast um fæðu og ferðir Hnúfubakur Listsýning á Eyjafirði, mannvirki á Hjalteyri í baksýn.  Reynt að merkja hnúfubak í Eyjafirði Þótt snjóað hafi yfir ærslabelginn á íþróttasvæð- inu í Borgarnesi geta börnin ærslast þar. Búið er að moka snjónum af efsta hluta leiktækisins svo hægt er að hoppa þar og skoppa, standandi, sitj- andi eða liggjandi, úr og í snjóskaflinn. Veðurstofan spáir áfram norðlægri átt og kulda. Él verða næstu daga og allt að 15 stiga frost í innsveitum. Heldur herðir frostið á laug- ardag þegar birtir til á landinu. Þá er gert ráð fyrir 5-20 stiga frosti og að kaldast verði í inn- sveitum norðanlands. Þó er gert ráð fyrir að það þykkni upp um kvöldið með vaxandi austlægri átt sunnan- og suðvestantil á landinu og dragi úr frosti. Aftur fer að élja eða snjóa á sunnudag. Ærslast á belgnum í Borgarnesi Morgunblaðið/Eggert Allt að 20 stiga frosti spáð á laugardag og að kaldast verði í innsveitum norðanlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.