Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 6

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 sp ör eh f. Fararstjóri: Guðlaugur Gunnarsson Eþíópía er svo sannarlega einstök heim að sækja og það eru forréttindi að ferðast með fararstjóra sem hefur búið í landinu í 15 ár og talar tungumál heimamanna. Á ferðalagi okkar gefur að líta stórbrotna náttúru og sögulegar minjar, m.a. í Lalibela þar sem finna má steinkirkjur frá 12. öld, höggnar í kletta á einstakan máta. Við heimsækjum líka nokkra af ættbálkum landsins en þeir þekkjast af margbreytilegum líkamsskreytingum og klæðaburði. 10. - 25. október Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 31. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Eþíópía - forn& framandi „Þetta byrjaði þannig að ég fór af stað með markaðssetningarherferð á RÚV í kringum fréttirnar, sem er frekar dýr auglýsingatími, þar sem við sögð- umst vera með ódýrasta dagsgjaldið og þeir [Isavia] tóku eftir því,“ segir Jóhann Eggertsson, hjá bílastæða- þjónustunni Smart Parking við Kefla- víkurflugvöll, en fyrirtækið býður upp á bílaþjónustu við flugfarþega og hef- ur bílastæði til umráða í Reykja- nesbæ. Eru þeir eitt þriggja fyr- irtækja sem bjóða upp á þessa þjónustu á vellinum, en Isavia eru þó langstærstir. Að sögn Jóhanns sendi lögfræð- ingur Isavia honum bréf þar sem gerð var athugasemd við áðurnefnda aug- lýsingu og hún sögð villandi fyrir neytendur. Þá gerði Isavia einnig at- hugasemd við það að í eitt skipti hefði viðskiptavinur Smart Parking óskað eftir því við bílastæðaþjónustu Isavia að hann fengi að skilja bíllykil sinn eftir hjá þeim þegar í ljós kom að starfsmaður Smart Parking var ekki til staðar á vellinum. Var það gert að ósk Jóhanns. „Hann [viðskiptavinurinn] hringir svo í mig og segir að þeir muni ekki taka við bíllyklinum vegna þess að við erum samkeppnisaðilar,“ segir Jó- hann og bætir við að hann hafi að lok- um talið starfsmann Isavia á að taka við lyklinum. Þegar Jóhann ætlaði að sækja bílinn á völlinn og flytja í stæði í Reykjanesbæ hafi mætt honum ann- ar starfsmaður Isavia sem hafi bent honum á að þetta yrði ekki leyft aftur. Geyma ekki lykla fyrir aðra Guðjón Helgason er upplýsinga- fulltrúi Isavia. Hann segir þá hafa leitað til Neytendastofu vegna aug- lýsingar Smart Parking og að Isavia geti ekki staðið í því að geyma lykla fyrir viðskiptavini annars fyrirtækis. „Að geyma lykla fyrir fyrirtæki er ekki eitthvað sem við gerum. Við gætum hins vegar gert það fyrir okk- ar viðskiptavini,“ segir hann og held- ur áfram: „Varðandi auglýsinguna, þá notuðu þeir „ódýrasta“ sem má ekki og við höfum í tvígang fengið úr- skurð Neytendastofu vegna sams- konar máls sem sneri að Base Park- ing [þriðja bílastæðaþjónustan á vellinum] og þeir tóku undir okkar sjónarmið í bæði skiptin, nú síðast í þessum mánuði.“ Í kjölfarið lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á Base Parking að fjárhæð 250.000 krónur og hefur fyr- irtækið þrjá mánuði til að greiða. Smart Parking ósátt við samskipti sín við Isavia Morgunblaðið/Eggert Flugstöð Deilur hafa verið varðandi bílastæðamál við Keflavíkurflugvöll  Base Parking sektað um 250.000 krónur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Atkvæðagreiðsla mjólkurframleið- enda um framtíð kvótakerfisins fer fram rafrænt dagana 11. til 18. febr- úar nk. Greidd verða atkvæði um það hvort kvótakerfi í mjólkurfram- leiðslu skuli afnumið frá og með 1. janúar 2021, eins og gildandi bú- vörusamningur gerir ráð fyrir, eða kvótinn verði endurnýjaður. Þegar gengið var frá nýjum bú- vörusamningi ríkisins og bænda í byrjun árs 2016 var gert ráð fyrir að kvótakerfið myndi verða lagt af í áföngum og mjólkurframleiðslan gefin frjáls. Vegna gagnrýni úr röð- um bænda var á lokametrum samn- ingsgerðar sett inn ákvæði um að við endurskoðun samningsins á árinu 2019 skyldi tekin afstaða til þess hvort kvótakerfið yrði afnumið og efnt yrði til atkvæðagreiðslu um það. Nú er komið að þessari endur- skoðun og atkvæðagreiðslu. Bænda- samtök Íslands annast framkvæmd hennar og hafa allir mjólkurinn- leggjendur atkvæðisrétt, hvort sem þeir eru aðilar að samtökum bænda eða ekki. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar taka stjórnvöld og samtök bænda upp viðræður um endurskoðun bú- vörusamnings um nautgriparækt. Bændasamtökin og Landssam- band kúabænda hafa tekið saman tvær sviðsmyndir um afleiðingar hvorrar niðurstöðu fyrir sig og byggja á greiningu Rannsóknar- miðstöðvar Háskólans á Akureyri. Hér á eftir fara nokkur atriði úr þeim. Kvótakerfið kosið af Verði kvótakerfið kosið af er gert ráð fyrir að greiðslumarkið fjari út á samningstímanum, bæði sem við- miðun fyrir beingreiðslur og kvóti sem tryggir forgang að innanlands- markaði. Stjórnvöld hætta að tak- marka framleiðslu með útgáfu greiðslumarks og stuðnings- greiðslur færast smám saman yfir á alla innvegna mjólk. Gert var ráð fyrir því í samning- um að opinber verðlagning á inn- lagðri mjólk yrði hætt en afurða- stöðvum heimilað að verðleggja mjólk til framleiðenda og ákvarða heildsöluverð innan marka. Kvótakerfið kosið á Verði kvótakerfið kosið á þarf að semja upp á nýtt um ýmsa hluti. Miðað er við að greiðslumarkið haldi sér sem kvóti sem tryggir forgang að innanlandsmarkaði og sem stofn stuðningsgreiðslna ríkisins. Semja þarf um fyrirkomulag á verðlagningu mjólkur. Lögð verður áhersla á að áfram verði lágmarks- verð á innlagðri mjólk ákveðið af op- inberum aðilum. Miðað er við að viðskipti með greiðslumark fari í gegnum miðlæg- an markað hjá Matvælastofnun. Til greina kemur að það verði kvóta- markaður með fyrirfram ákveðnu verði eða tilboðsmarkaður þar sem verð ræðst af framboði og eftirspurn á hverjum tíma, eins og var fyrir nokkrum árum. Greiða atkvæði um kvótakerfið  Kúabændur ákveða hvort kvóti verði á mjólk eða framleiðslan frjáls Morgunblaðið/Eggert Kýr Greidd verða atkvæði um skipu- lag mjólkurframleiðslunnar. Þessi snotri snjótittlingur á Arnarstapa á Snæfellsnesi lætur ekki frost og fannfergi á sig fá og étur með glöðu geði það sem úti frýs til að þreyja þorrann og góuna. Snjótittlingurinn er einkennisspörfugl í fjalllendi en á veturna er hann bæði við ströndina og inn til landsins, oft í stórum hópum við mannabústaði. Hann er frææta, étur melfræ og annað grasfræ, og sækir í kornakra, einnig kornmeti sem góða fólkið leggur fyrir hann á veturna. Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Kann að bjarga sér í fannferginu Ísland er nú aðeins tengt með tveimur fjarskiptasæstrengjum til Evrópu eftir að bilun varð í Green- land Connect-strengnum, en hann er eina tenging landsins vestur um haf. Nokkur fyrirtæki og stofnanir kaupa sambönd á þessum streng og verða að nota varaleiðir um Evrópu. Á vef Farice, sem rekur íslensku sæstrengina til Evrópu, kemur fram að bilunin skerði fjar- skiptaöryggi Íslands nú um stund- ir. Austurleið Grænlands, sem ligg- ur um Ísland, hefur verið biluð frá 27. desember. Bilunin er 624 kíló- metra suður af Nuuk. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hún varð ekki vegna fiskveiða, eins og al- gengt er. Erfitt hefur verið að fá viðgerðarskip og ekki er von á að hægt verði að gera við strenginn fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Annar strengur í sundur Grænland er í aðalatriðum tengt umheiminum með einum sæstreng til Kanada og öðrum til Evrópu og fer hann um Ísland. Vesturhluti Grænlands tengist umheiminum um Kanada og austurhlutinn teng- ist Íslandi. Samskipti á milli svæð- anna, á milli Qaqartoq og Nuuk, fara um radíókerfi sem hefur litla flutningsgetu og þjónar illa nútímanetnotkun. 21. janúar sl. slitnaði annar sæ- strengur Tele Greenland, Green- land Connect North, sem liggur frá Nuuk upp vesturströndina. Talið er að togari hafi slitið hann við Sisimiut. Sömu vandamál eru með viðgerð. Fyrirtækið hefur ekki for- gang að viðgerðarskipi og getur orðið bið eftir viðgerð. Fjarskiptaleiðin vestur biluð  Fjarskiptaöryggi Íslands skert um tíma vegna bilunar í Greenland Connect-sæstrengnum  Viðgerð hefur dregist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.