Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 10

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Ný netverslun www.tiskuhus.is Str. 38-58 Hlynur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri viðskiptasviðs hjá Isavia, segir farþegaspá félagsins byggða á bestu fáanlegu upplýsingum frá flugfélög- unum. Meðal annars sé horft til flug- framboðs og pantana á flughliðum. Haft var eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra í Morg- unblaðinu í gær að farþegaspá Isavia væri ekki vel rökstudd að mati Ferðamálastofu. Hún hefði áætlað að brottförum frá Keflavík myndi fækka um 8-10% milli ára en ekki um rúm 2% eins og Isavia spáir. Spurður um þessa gagnrýni á skort á rökstuðningi segir Hlynur að ekki sé tilefni til að útskýra sérstak- lega aðferðafræðina í spánni. Hún skýri sig sjálf. „Við höfum skoðað sætaframboðið í flugáætlun Ice- landair, WOW air og annarra flug- félaga og leggjum svo saman. Það er öll aðferðafræðin. Það þarf ekki að útskýra hana nán- ar með hagfræði- legum hugtökum. Við vinnum út frá tölunum frá flug- félögunum,“ segir Hlynur. Isavia áætli breytingar á fjölda tengi- farþega og farþega sem koma inn í landið fyrst og fremst út frá breyt- ingum á flugáætlun Icelandair og WOW air. Isavia gefi ekki út áætlaða nýtingu á einstökum flugleiðum. Þótt Icelandair áformi að auka framboðið um 10% í ár sé heildarframboðið að dragast saman. Þá sé dreifingin að breytast. Margir áfangastaða sem falli niður, einkum í Bandaríkjunum, hafi verið með hátt hlutfall skipti- farþega. Spáðu hærra hlutfalli „Fulltrúar Icelandair og WOW air virðast telja að hlutfall flugfarþega sem koma inn í landið muni hækka milli ára. Flugáætlun mun liggja fyrir á föstudag [á morgun]. Þá skila flugfélögin inn upplýsingum um flug- hlið sem þau ætla ekki að nota,“ segir Hlynur og rifjar upp að í fyrra hafi Icelandair, WOW air og Isavia spáð enn hærra hlutfalli skiptifarþega á kostnað til-og-frá-farþega en raunin varð. Spár verði alltaf spár. Skortir ekki rökstuðning  Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá Isavia vísar gagn- rýni ferðamálastjóra á bug  Spá byggist á bestu gögnum Hlynur Sigurðsson Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, áætlar að 500 manns muni að jafnaði starfa hjá félaginu í ár. Það þjón- ustar um 20 flugfélög í Keflavík. Félagið sagði upp 237 starfsmönnum fyrir áramót vegna endurskipulagningar hjá WOW air, stærsta viðskiptavini sínum. Um 156 starfsmenn voru síðan endur- ráðnir og fækkaði þeim því um 81. „Stóra breytingin er WOW air. Við vorum með 700 starfsmenn sl.sumar en verðum með um það bil 500 í sumar. Það er u.þ.b. 30% fækkun,“ segir Sigþór. Ör vöxtur félagsins Með þessari fækkun munu álíka margir starfa hjá Airport Associates í sumar og sumarið 2016. Umsvif félagins í Keflavík hafa margfaldast á síðustu árum. „Það er orðin mjög lítil sveifla í fjölda starfsmanna hjá okkur yfir árið. Skýringin er m.a. að sum flugfélög fækka ferðum yfir sumarið en auka framboðið yfir vet- urinn. Til dæmis er easyJet með um 200 flug á mánuði yfir veturinn en 65-68 flug yfir sumarið. WOW air heldur hins vegar sjó. Félagið eykur aðeins við framboðið yfir sumarið. Starfsemin verður því til- tölulega jöfn hjá okkur, a.m.k. í ár,“ segir Sigþór Kristinn. Hann telur aðspurður að meira muni draga úr flugframboðinu í ár en Isavia áætlar í nýrri spá. „Ég held að niður- skurðurinn verði meiri en Isavia spáir en að flugið muni svo rétta mjög hratt úr kútnum. Ég held að strax árið 2020 verði flugumferðin í svipuðu horfi og í fyrra. Það er enda mjög líklegt að WOW air haldi þá áfram að vaxa. WOW air er stóra breyt- an í þessu núna. Tilfinning mín er sú að þótt nú sé tímabundin niðursveifla verði aukning í fluginu á næstu árum,“ segir Sigþór Kristinn. Spáir meiri sam- drætti en Isavia ÁÆTLUN FORSTJÓRA AABAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Yngvi Harðarson, hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Analytica, segir fækkun flugfar- þega og ferðamanna munu draga úr hagvexti. Þannig sé útlit fyrir samdrátt á fyrri hluta árs- ins. Þ.e.a.s. að hagvöxtur verði neikvæður. Á síðari hluta ársins sé hins vegar líklegt að þetta snúist við. Samt sem áður sé ekki útlit fyrir meira en 1-2% hagvöxt í ár en heildaráhrif ráðist m.a. af gengisþróun krónu. „Af því að samdrátturinn er svo skarpur fyrstu mánuði ársins er afar líklegt að það hafi samdráttaráhrif í landsframleiðslu þannig að við gætum lent í efnahagslægð. Alþjóðlega skilgreiningin á efnahagslægð er samdráttur tvo ársfjórðunga í röð,“ segir Yngvi. Hann bendir á að samkvæmt nýrri farþega- spá Isavia muni farþegum fækka fyrstu þrjá mánuði ársins sé leiðrétt fyrir árstíðasveiflu en fjölga aftur í sumar. Þá muni farþegum hafa fækkað fimm mánuði í röð á sama grunni. Spáir Isavia að erlendum ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll muni fækka um 2,4% milli ára og heildarfjöldi farþega um völlinn dragast saman um 8,7%. Fyrra hlut- fallið samsvarar 56 þúsund erlendum ferða- mönnum og það síðara 850 þús. flugfarþegum. Meiri líkur á meiri samdrætti Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, telur meiri líkur en minni á að samdrátturinn verði meiri. Það sé mun lík- legri niðurstaða en að farþegar verði fleiri en spáð er, þótt slíkt sé líka möguleiki. Það hafi enda aldrei verið jafn mikil óvissa um farþega- spá Isavia. Ástæðan sé óvissa um WOW air, ásamt því sem Icelandair sé í biðstöðu. „Icelandair bíður næstu skrefa hjá WOW air og mun örugglega að einhverju leyti bregðast við þeim. Útlitið er nokkuð skýrt fram í febrúar, mars og apríl en þá er mesta fækkun farþega. Á því tímabili fækkar farþegaþotum WOW air og Icelandair verður ekki komið með nýju vélarnar. Félagið á von á sex nýjum þot- um í ár sem byrja að koma með vorinu. Ice- landair er eina flugfélagið sem eykur fram- boðið í ár. Spáin um flugumferðina er því háð því hvað Icelandair gerir, og hvernig þeim gengur, og svo auðvitað WOW air.“ Skapar svigrúm til verðhækkana Sveinn bendir á að verð flugmiða í ár sé mik- ill óvissuþáttur í þessu efni. „Þróunin muni ráðast af verði flugmiða. Mín skoðun er sú að ef Icelandair gæti setið eitt að framboðinu á vissum flugleiðum gæti félagið hækkað verð. Félagið mun leitast við að bæta afkomuna í gegnum verð. Slíkt mun koma Ice- landair ágætlega en gæti fækkað ferðamönn- um til landsins. Hvort það getur hækkað verð er svo annað mál,“ segir Sveinn. Líklegt sé að hingað komi 2,2 milljónir er- lendra ferðamanna með flugi í ár, jafnvel færri, borið saman við rúmar 2,3 milljónir í fyrra. Það yrði um 5% samdráttur. Sú fækkun komi sam- tímis auknu framboði á hótelgistingu í mið- borginni og annarri þjónustu fyrir ferðamenn. Það sé álit margra að ferðaþjónustan verði í varnarbaráttu í ár. „Takist að halda fjöldanum í 2,2 milljónum ættu fjárfestingar á höfuðborg- arsvæðinu að bera sig. Reksturinn gæti orðið þyngri úti á landi. Það eru vísbendingar um að Airbnb-gisting í Reykjavík sé að gefa eftir. Það ætti að hjálpa hótelunum. Ferðamenn gætu því leitað aftur í gömlu góðu hótelin. Ferðaþjón- ustan í heild ætti að spjara sig í ár. Það er ekki fyrr en ferðamönnum fækkar um tveggja stafa tölu sem þetta fer að verða verulegt áhyggju- efni.“ Mun skerða tekjur Isavia Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir aðspurður að samdráttur í fjölda farþega muni skerða tekjur Isavia. „Á móti þeirri lækkun koma jákvæð áhrif af gengislækkun krónunnar enda er hluti not- endagjaldskrár Keflavíkurflugvallar í evrum. Þó er ljóst að EBITDA-afkoma félagsins [hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta] mun lækka. Afkoman verður þó ásætt- anleg. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að hún muni eftir sem áður standa undir fyrirhuguð- um framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Sam- drátturinn mun ekki hafa áhrif á uppbyggingaráform Keflavíkurflugvallar. Eins og sakir standa gerum við ráð fyrir að uppbyggingaráformin verði óbreytt.“ Færri sumarstarfsmenn en í fyrra Guðjón segir að vegna færri farþega gætu sumarstarfsmenn Isavia orðið eitthvað færri í sumar en ella. Síðasta sumar hafi verið um 400 sumarstarfsmenn hjá Isavia á Keflavíkurflug- velli. Hjá Icelandair fengust þær upplýsingar að það verði að meðaltali um 3.500 stöðugildi hjá félaginu í ár, borið saman við 3.200 í fyrra. Fyrirspurn var send til WOW air varðandi umsvifin í ár en henni var ekki svarað. Spáir samdrætti í hagkerfinu  Analytica telur fækkun ferðamanna leiða til samdráttar  Hagvöxtur verði neikvæður næstu mánuði  Greinandi hjá Landsbankanum telur útlit fyrir meiri samdrátt í fluginu en Isavia áætlar í nýrri spá Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Keflavíkurflugvöllur er einn stærsti, ef ekki stærsti, vinnustaður landsins. Airport Associates Fjöldi starfsmanna yfir háannatímann 2012 til 2019 Heimild: Upplýsingar frá félaginu ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 100 170 240 300 500 600 700 500 Tölur Hagstofunnar benda til að færri gisti- nætur á höfuðborgarsvæðinu hafi selst á Airbnb-vefnum í fyrra en árið áður. Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að ef farþega- spá Isavia rætist séu allar líkur á frekari samdrætti. Það geti aftur haft áhrif á fast- eignaverð í miðborginni. „Fækkun íbúða sem notaðar eru í skamm- tímaleigu gæti þýtt aukið framboð fyrir inn- lenda markaðinn. Það kæmi til með að kæla markaðinn enn frekar. Undanfarna mánuði hafa heyrst raddir um að framboð nýrra íbúða í miðborginni gæti orðið umfram eftir- spurnina. Spurningin er hvort framboðið sé of mikið og of seint. Menn gætu farið að horfa til þess að tímasetja verkefnin í mið- borginni betur. Að gæta sín á því að setja ekki of margar eignir á markað í einu,“ segir Elvar Orri sem telur þetta dæmi um mikil efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar. Fækkun gæti kælt fasteignamarkaðinn GREINANDI BENDIR Á SAMDRÁTT Í ÚTLEIGU AIRBNB-ÍBÚÐA Óvissa og lúxus ÞG Verk hefur hægt á sölu nýrra íbúða á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.