Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI GERRY WEBER - BETTY BARCLAY TAIFUN OG FL. GÆÐAFATNAÐUR 50-70% afsláttur Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Útsala Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Nýjar peysur Útsalan í fullum gangi Enn er hægt að gera góð kaup Kr. 14.990 Str. S-XXXL - 100% bómull Litir: Grátt, svart, bleikt Enn meiri afsláttur 50-70% af útsöluvörum Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755 • Smart fit, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 „Ég neita að trúa öðru en Hæstirétt- ur Íslands taki sér nú Hæstarétt Sví- þjóðar til fyrirmyndar og kafi nú ofan í þessa hugmynd sem „shaken baby“ heilkennið er,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guð- mundssonar sem dæmdur var fyrir að hafa valdið dauða ungbarns á dag- gæslu í Kópavogi árið 2001. Munnleg málsmeðferð var í Hæstarétti í gær um hvort endurupptaka málsins feng- ist heimiluð. Endurupptökunefnd samþykkti ár- ið 2015 beiðni Sigurðar um endurupp- töku 18 mánaða dóms sem hann hlaut í Hæstarétti í apríl 2003 fyrir að eiga að hafa verið valdur að dauða níu mánaða barns með því að hrista það. Byggði nefndin ákvörðun sína á nið- urstöðu dómkvadds matsmanns, dr. Waney Squier, og umsögn réttar- meinafræðingsins Þóru Steffensen sem krufði barnið á sínum tíma. Rík- issaksóknari hefur dregið þá niður- stöðu í efa. Sveinn Andri segir lítið hafa gerst í málinu frá 2015, utan að ríkissaksókn- ari hafi á þeim tíma aflað nýrrar matsgerðar. Ekkert hafi hins vegar komið fram sem breyti stöðu málsins. „Ríkissaksóknari krafðist frávísunn- ar á þeim forsendum annars vegar að endurupptökunefndin hefði ógilt dóm Hæstaréttar, sem nefndinni væri ekki heimilt og hins vegar að ekki hefðu verið lagaskilyrði til staðar til að fallast á endurupptökuna,“ segir hann. „Það sem Hæstiréttur metur núna er hvort lögmæt skilyrði hafi verið til staðar hjá endurupptökunefnd fyrir að samþykkja endurupptöku,“ bætir hann við. Vísi Hæstiréttur málinu nú frá þá er því lokið, en annars mun það koma til efnislegrar meðferðar síðar. Spurður hvort hann sé bjartsýnn á útkomuna segist Sveinn Andri neita að trúa öðru en Hæstiréttur Íslands taki sér hæstarétt Svíþjóðar til fyr- irmyndar í þessu máli, en Hæstirétt- ur Svíþjóðar hefur þegar hafnað hug- myndum um „shaken baby“ heilkennið. Hæstiréttur metur skil- yrði fyrir endurupptöku  Munnleg málsmeðferð í tengslum við „shaken baby“ málið Morgunblaðið/Golli Hæstiréttur Svokallað „shaken baby“-mál er nú til umfjöllunar. Verðbólgu- væntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma eru lægri nú en þær voru í október sl. samkvæmt könnun Seðlabanka Íslands meðal markaðsaðila. Í frétt frá Seðlabankanum segir að miðað við miðgildi svara í könn- uninni vænti markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta árs- fjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðr- um fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænti þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jafnframt búast markaðs- aðilar við að verðbólga verði að meðaltali um 2,8% á næstu fimm og tíu árum sem er 0,2 prósentum minna en í síðustu könnun bankans í október sl. Í könnuninni kom jafnframt fram að 24% svarenda töldu taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlut- fall en í síðustu könnun. tobj@mbl.is Væntingar um 3,6% verðbólgu Gert er ráð fyrir því að nauðsyn- legar undirbúningsaðgerðir vegna uppbyggingar borgarlínu hefjist strax í ár og á næsta ári. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhanns- sonar samgönguráðherra í sérstakri umræðu um almenningssamgöngur og borgarlínu á Alþingi í gær. Þetta væri samkvæmt niðurstöðu samráðshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins varðandi uppbyggingu samgöngu- innviða á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að í framhaldinu væri gert ráð fyrir því að verklegar framkvæmdir við fyrsta áfanga hæfust að fullu 2021. „Þannig eru í samgönguáætlun áætlaðar 300 milljónir króna á árinu 2019 og 500 milljónir króna á árinu 2020 til þess að standa við samkomulagið,“ sagði ráðherra. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG og málshefjandi umræðunnar, sagði að samkvæmt umferðarspá myndi umferð á höf- uðborgarsvæðinu aukast um 40% til ársins 2033 ef einungis yrði ráð- ist í stofnvegaframkvæmdir. Ráð- herra sagði að ráðast þyrfti í stofnvegaframkvæmdir og umbæt- ur á almenningssamgöngum sam- hliða. Framkvæmdir hefjist 2021  Umræða um almenningssamgöngur og borgarlínu á þingi SMARTLAND Fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.