Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 20

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Tæplega tvö þúsund einstaklingar voru atvinnulausir lengur en í hálft ár að jafnaði á seinasta ári. Fjölgaði nokkuð í þeim hópi frá árinu á undan og voru allir þeir sem höfðu verið lengur en 6 mánuði á atvinnuleysis- skrá um 42% atvinnulausra á nýliðnu ári. Þessar upplýsingar koma fram á nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar yfir ástandið á vinnumarkaði allt seinasta ár. 4.283 að jafnaði án atvinnu Alls voru 4.283 manns að meðaltali atvinnulausir hér á landi í fyrra, eða 2,4% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði. Þetta er lítilsháttar fjölgun atvinnulausra frá árinu á undan þeg- ar 3.899 manns vour skráðir án at- vinnu að meðaltali. Atvinnuleysi karla jókst um 0,2 prósentustig í fyrra og mældist 2,2% en atvinnuleysi kvenna breyttist ekki milli ára. Það var 2,5%. Meðalatvinnuleysi var mest á Suð- urnesjum 3,2% og á höfuðborgar- svæðinu 2,5% árið 2018 en minnst á Norðurlandi vestra, 1,2% samkvæmt Vinnumálastofnun. Fleiri ný atvinnuleyfi gefin út Gefin voru út í fyrra samtals 705 ný tímabundin atvinnuleyfi saman- borið við 690 á árinu 2017. ,,Auk þess voru á árinu 2018 gefin út 550 náms- mannaleyfi og 58 þjónustusamning- ar. Alls voru 1.107 útsendir starfs- menn (EES-fyrirtæki) skráðir í 115 fyrirtækjum á árinu 2018 en 1.825 útsendir starfsmenn (EES-fyrir- tæki) í 125 fyrirtækjum árið 2017. Alls voru 3.582 starfsmenn skráðir í 41 starfsmannaleigu árið 2018 en 3.205 starfsmenn í 36 starfsmanna- leigum árið 2017,“ segir í samantekt Vinnumálastofnunar. Fram hefur komið að á seinasta ári bárust Vinnumálastofnun 15 til- kynningar um hópuppsagnir alls 864 einstaklinga sem sagt var upp störf- um. Fram kemur í samantekt Vinnu- málastofnunar að í fyrra fengu 547 einstaklingar greitt úr Ábyrgðar- sjóði launa en þeir höfðu verið 252 á árinu 2017. ,,Greiddar voru kröfur launa- manna og lífeyrissjóða vegna alls 199 þrotabúa á árinu 2018 en 166 þrota- búa árið 2017.“ omfr@mbl.is Fjölgun í hópi langtímaat- vinnulausra  Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum 3,2% en minnst á Norðurl. vestra 1,2% Framkvæmdir 2,4% atvinnuleysi í fyrra af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Morgunblaðið/Eggert Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég ætlaði að fara að hægja á mér en svo var lagt að mér að vera áfram. Ég tók áskoruninni og tók að mér að vera fyrirliði og ríða með í einhverjum greinum í nýju liði með spennandi ungum krökkum sem eru fullir af orku og tilhlökkun til keppninnar,“ segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður sem tekið hefur þátt í meistaradeildinni í hestaíþróttum frá upphafi og hefur nú tekið að sér að vera fyrirliði í nýju liði Torfhúsa. Meistaradeildin hefst í kvöld með keppni í fjórgangi í Samskipahöll- inni á félagssvæði hestamanna- félagsins Spretts í Kópavogi og Garðabæ. Dagskráin hefst klukkan 18.30 með setningarathöfn. Meist- aradeildin er liða- og einstaklings- keppni þar sem keppt er hálfsmán- aðarlega fram í apríl. Fyrstu þrjár greinarnar verða í Samskipahöll- inni og tvær þær síðustu í TH- höllinni hjá Fáki í Reykjavík. Úti- greinarnar verða væntanlega á Sel- fossi. Átta lið taka þátt og ríða þrír knapar frá hverju liði í hverri keppni. Vilja auka áhugann Ingibjörg Guðmundsdóttir, for- maður stjórnar meistaradeildar- innar, segir að keppnin verði með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. „Það stefnir í harða keppni. Keppn- ishestarnir verða sífellt betri. Flest- ir þeirra eru á húsi allt árið og koma í góðu formi. Í kvöld verðum við meðal annars með sigurvegara frá landsmótum og Íslandsmótum. Svo erum við með 24 af okkar hæf- ustu knöpum að keppa hverju sinni,“ segir Ingibjörg. Meistaradeildin hefur samið við Ríkisútvarpið um að annast beinar útsendingar frá keppnum deild- arinnar. Útsendingarnar verða á RÚV 2, í opinni dagskrá, en undan- farin ár hefur deildin verið sýnd á sportrásum Stöðvar 2. „Það er hugsun okkar að auka áhorfið á deildina og áhuga á hesta- mennsku almennt. Fleiri hafa að- gang að efninu í opinni dagskrá á RÚV 2 en áður og síðan verður efn- ið aðgengilegt í efnisveitu RÚV,“ segir Ingibjörg. Hún segir að meistaradeild í hestaíþróttum sé ein öflugasta keppnin í hestaíþrótt- um og áhugi sé á að auka áhorf og áhuga hestaáhugafólks erlendis. Vill vera í hringiðunni Í liði Torfhúsa sem Sigurbjörn leiðir eru Agnes Hekla Árnadóttir, Arnar Bjarki Sigurðsson, Hanne Smidesang og John Kristinn Sigur- jónsson. Allt er þetta ungt fólk en fyrirliðinn heldur uppi meðalaldr- inum. Sigurbjörn er þrefaldur sigurvegari í einstaklingskeppni meistaradeildarinnar og John Kristinn hefur einnig keppt þar. Hin eru nýliðar á þessum vettvangi. Sigurbjörn segir að sitt hlutverk verði meðal annars að stilla upp liði í hverja keppni og hjálpa knöp- unum að fínpússa sýningar sínar. „Það er mikil og góð samvinna á milli okkar og allir vilja leggja sig fram,“ segir hann. Eins og fram kom í upphafi var Sigurbjörn á útleið úr meistara- deildinni þegar kallið kom frá þessu nýja liði. Hann viðurkennir að til þess að heltast ekki úr lestinni í efsta lagi hestamennskunnar þurfi hann að vera í hringiðunni miðri. Þar vill hann vera, ekki síst til þess að fylgjast vel með og sinna sem best starfi sínu sem liðsstjóri lands- liðs Íslands í hestaíþróttum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta keppni Meðal keppenda í meistaradeild í hestaíþróttum í vetur eru Sigurður Sigurðarson og Sigurbjörn Bárð- arson. Sigurbjörn hefur sigrað þrisvar í einstaklingskeppninni og Sigurður tvisvar. Þeir eru enn til alls líklegir. Var lagt að mér að vera áfram með  Sigurbjörn Bárðarson er fyrirliði nýs liðs með ungum knöpum í meistaradeild í hestaíþróttum  Byrjar í kvöld Morgunblaðið/Ómar Hestakona Ingibjörg Guðmunds- dóttir stýrir meistaradeildinni. Reykjavík-Akureyri-Selfossi-Bolungarvík-Vestmannaeyjum www.dyrarikid.is - s:537-5000 VERIÐ VELKOMIN Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, mun leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerf- isins og það hve öflugan rafbúnað er hægt er að nota á hverjum og einum stað. Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár eða árið 2035. Til- lagan gengur út á tvennt; í fyrsta lagi aukið fjár- magn, um 80 milljónir króna á ári í þrjú ár, og í öðru lagi breytta forgangsröðun. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020-2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveim- ur svæðum á landinu; Skaftár- hreppi og Mýrum. Þriggja ára átak í að flýta hér þrífösun rafmagns Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.