Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Tæplega tvö þúsund einstaklingar voru atvinnulausir lengur en í hálft ár að jafnaði á seinasta ári. Fjölgaði nokkuð í þeim hópi frá árinu á undan og voru allir þeir sem höfðu verið lengur en 6 mánuði á atvinnuleysis- skrá um 42% atvinnulausra á nýliðnu ári. Þessar upplýsingar koma fram á nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar yfir ástandið á vinnumarkaði allt seinasta ár. 4.283 að jafnaði án atvinnu Alls voru 4.283 manns að meðaltali atvinnulausir hér á landi í fyrra, eða 2,4% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði. Þetta er lítilsháttar fjölgun atvinnulausra frá árinu á undan þeg- ar 3.899 manns vour skráðir án at- vinnu að meðaltali. Atvinnuleysi karla jókst um 0,2 prósentustig í fyrra og mældist 2,2% en atvinnuleysi kvenna breyttist ekki milli ára. Það var 2,5%. Meðalatvinnuleysi var mest á Suð- urnesjum 3,2% og á höfuðborgar- svæðinu 2,5% árið 2018 en minnst á Norðurlandi vestra, 1,2% samkvæmt Vinnumálastofnun. Fleiri ný atvinnuleyfi gefin út Gefin voru út í fyrra samtals 705 ný tímabundin atvinnuleyfi saman- borið við 690 á árinu 2017. ,,Auk þess voru á árinu 2018 gefin út 550 náms- mannaleyfi og 58 þjónustusamning- ar. Alls voru 1.107 útsendir starfs- menn (EES-fyrirtæki) skráðir í 115 fyrirtækjum á árinu 2018 en 1.825 útsendir starfsmenn (EES-fyrir- tæki) í 125 fyrirtækjum árið 2017. Alls voru 3.582 starfsmenn skráðir í 41 starfsmannaleigu árið 2018 en 3.205 starfsmenn í 36 starfsmanna- leigum árið 2017,“ segir í samantekt Vinnumálastofnunar. Fram hefur komið að á seinasta ári bárust Vinnumálastofnun 15 til- kynningar um hópuppsagnir alls 864 einstaklinga sem sagt var upp störf- um. Fram kemur í samantekt Vinnu- málastofnunar að í fyrra fengu 547 einstaklingar greitt úr Ábyrgðar- sjóði launa en þeir höfðu verið 252 á árinu 2017. ,,Greiddar voru kröfur launa- manna og lífeyrissjóða vegna alls 199 þrotabúa á árinu 2018 en 166 þrota- búa árið 2017.“ omfr@mbl.is Fjölgun í hópi langtímaat- vinnulausra  Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum 3,2% en minnst á Norðurl. vestra 1,2% Framkvæmdir 2,4% atvinnuleysi í fyrra af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Morgunblaðið/Eggert Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég ætlaði að fara að hægja á mér en svo var lagt að mér að vera áfram. Ég tók áskoruninni og tók að mér að vera fyrirliði og ríða með í einhverjum greinum í nýju liði með spennandi ungum krökkum sem eru fullir af orku og tilhlökkun til keppninnar,“ segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður sem tekið hefur þátt í meistaradeildinni í hestaíþróttum frá upphafi og hefur nú tekið að sér að vera fyrirliði í nýju liði Torfhúsa. Meistaradeildin hefst í kvöld með keppni í fjórgangi í Samskipahöll- inni á félagssvæði hestamanna- félagsins Spretts í Kópavogi og Garðabæ. Dagskráin hefst klukkan 18.30 með setningarathöfn. Meist- aradeildin er liða- og einstaklings- keppni þar sem keppt er hálfsmán- aðarlega fram í apríl. Fyrstu þrjár greinarnar verða í Samskipahöll- inni og tvær þær síðustu í TH- höllinni hjá Fáki í Reykjavík. Úti- greinarnar verða væntanlega á Sel- fossi. Átta lið taka þátt og ríða þrír knapar frá hverju liði í hverri keppni. Vilja auka áhugann Ingibjörg Guðmundsdóttir, for- maður stjórnar meistaradeildar- innar, segir að keppnin verði með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. „Það stefnir í harða keppni. Keppn- ishestarnir verða sífellt betri. Flest- ir þeirra eru á húsi allt árið og koma í góðu formi. Í kvöld verðum við meðal annars með sigurvegara frá landsmótum og Íslandsmótum. Svo erum við með 24 af okkar hæf- ustu knöpum að keppa hverju sinni,“ segir Ingibjörg. Meistaradeildin hefur samið við Ríkisútvarpið um að annast beinar útsendingar frá keppnum deild- arinnar. Útsendingarnar verða á RÚV 2, í opinni dagskrá, en undan- farin ár hefur deildin verið sýnd á sportrásum Stöðvar 2. „Það er hugsun okkar að auka áhorfið á deildina og áhuga á hesta- mennsku almennt. Fleiri hafa að- gang að efninu í opinni dagskrá á RÚV 2 en áður og síðan verður efn- ið aðgengilegt í efnisveitu RÚV,“ segir Ingibjörg. Hún segir að meistaradeild í hestaíþróttum sé ein öflugasta keppnin í hestaíþrótt- um og áhugi sé á að auka áhorf og áhuga hestaáhugafólks erlendis. Vill vera í hringiðunni Í liði Torfhúsa sem Sigurbjörn leiðir eru Agnes Hekla Árnadóttir, Arnar Bjarki Sigurðsson, Hanne Smidesang og John Kristinn Sigur- jónsson. Allt er þetta ungt fólk en fyrirliðinn heldur uppi meðalaldr- inum. Sigurbjörn er þrefaldur sigurvegari í einstaklingskeppni meistaradeildarinnar og John Kristinn hefur einnig keppt þar. Hin eru nýliðar á þessum vettvangi. Sigurbjörn segir að sitt hlutverk verði meðal annars að stilla upp liði í hverja keppni og hjálpa knöp- unum að fínpússa sýningar sínar. „Það er mikil og góð samvinna á milli okkar og allir vilja leggja sig fram,“ segir hann. Eins og fram kom í upphafi var Sigurbjörn á útleið úr meistara- deildinni þegar kallið kom frá þessu nýja liði. Hann viðurkennir að til þess að heltast ekki úr lestinni í efsta lagi hestamennskunnar þurfi hann að vera í hringiðunni miðri. Þar vill hann vera, ekki síst til þess að fylgjast vel með og sinna sem best starfi sínu sem liðsstjóri lands- liðs Íslands í hestaíþróttum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta keppni Meðal keppenda í meistaradeild í hestaíþróttum í vetur eru Sigurður Sigurðarson og Sigurbjörn Bárð- arson. Sigurbjörn hefur sigrað þrisvar í einstaklingskeppninni og Sigurður tvisvar. Þeir eru enn til alls líklegir. Var lagt að mér að vera áfram með  Sigurbjörn Bárðarson er fyrirliði nýs liðs með ungum knöpum í meistaradeild í hestaíþróttum  Byrjar í kvöld Morgunblaðið/Ómar Hestakona Ingibjörg Guðmunds- dóttir stýrir meistaradeildinni. Reykjavík-Akureyri-Selfossi-Bolungarvík-Vestmannaeyjum www.dyrarikid.is - s:537-5000 VERIÐ VELKOMIN Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, mun leggja til þriggja ára átak í að flýta þrífösun rafmagns í væntanlegri fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Í dag er meira en fjórðungur af öllu dreifikerfi RARIK einfasa, sem takmarkar bæði flutningsgetu kerf- isins og það hve öflugan rafbúnað er hægt er að nota á hverjum og einum stað. Samkvæmt núgildandi áætlunum verður þrífösun ekki lokið fyrr en eftir 16 ár eða árið 2035. Til- lagan gengur út á tvennt; í fyrsta lagi aukið fjár- magn, um 80 milljónir króna á ári í þrjú ár, og í öðru lagi breytta forgangsröðun. Í þessum þriggja ára áfanga, árin 2020-2022, verður lögð áhersla á að ljúka þrífösun á tveim- ur svæðum á landinu; Skaftár- hreppi og Mýrum. Þriggja ára átak í að flýta hér þrífösun rafmagns Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.